Morgunblaðið - 11.12.2014, Page 24

Morgunblaðið - 11.12.2014, Page 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 Munið að slökkva á kertunum Treystið því aldrei að sjálfslökkvandi kerti slökkvi á sér sjálf Af hverju náttúrupassi? Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, boðar til opins fundar um frumvarp til laga um náttúrupassa fimmtudaginn 11. desember kl. 17:00 í Tryggvaskála á Selfossi. Á fundinum mun ráðherra kynna frumvarpið og svara fyrirspurnum. Fundarstjóri verður Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu. Allir áhugasamir hvattir til að mæta. OPINN FUNDUR fimmtudaginn 11. desember kl. 17:00 í Tryggvaskála á Selfossi Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við sjáum reyndar að menn hafa verið hófsamir. Margir geyma skammtana sína þegar kemur að því að sæða bestu kýrnar,“ segir Guð- mundur Jóhannesson, ábyrgðar- maður í nautgriparækt hjá Ráðgjaf- armiðstöð landbúnaðarins. Nú þegar flestir eru að láta sæða kýr sínar reynir á takmörkun sem Fagráð í nautgriparækt setti á dreifingu sæð- is úr þremur bestu nautunum á Nautastöðinni á Hesti. Í nautaskránni sem út kom í sum- ar var tilkynnt um fimm afburðanaut úr 2008-árganginum sem hafin var notkun á. Ljóst var að mikil ásókn yrði í þá þrjá nautsfeður sem komu nýir inn, Bamba 08049, Klett 08030 og Flekk 08029, sérstaklega tvo þá fyrrnefndu vegna yfirburða þeirra. Ákvað Fagráð í nautgriparækt að hafa dreifingu sæðis úr þeim ekki frjálsa og óháða, eins og almennt er. Þessi naut standa eingöngu bændum í skýrsluhaldi til boða og fjöldi skammta sem hver og einn fær er miðaður við fjölda árskúa í maí sl. Fyrir meðalbú gæti það samsvarað nálægt 10 skömmtum. Guðmundur segir að kvótastýr- ingin hafi fyrst og fremst verið sett til að allir fengju að njóta gæða Bamba sem stendur allra nauta hæst í kynbótamati, mörgum stigum yfir næsta nauti, og stendur fremst af sonum hins mikla nautsföður, Laska 00010. Reglan nái einnig til Kletts sem reynst hafi vel en tiltölulega fáir sæðisskammtar hafi náðst úr honum. Ákveðið hafi verið að láta Flekk fylgja með þar sem einnig hafi verið búist við mikilli eftirspurn eftir hon- um. Geymt fyrir bestu kýrnar Ekki hefur reynt mikið á kvóta- stýringuna enn sem komið er, að sögn Guðmundar, en það gerist væntanlega næstu vikurnar því kom- ið er inn í mesta sæðingatímann. Guðmundur segist ekki hafa orðið var við mikla ásókn í sæði úr þessum þremur nautum, menn hafi verið hóf- samir í kröfum sínum. Þó er ljóst að einhverjir bændur eru búnir með sinn kvóta en aðrir eru að geyma sæðiskvóta sinn fyrir bestu kýrnar. „Við viljum fyrst og fremst tryggja að allir fái sæði úr þessum nautum og geti nýtt sér í ræktuninni. Þá viljum við að þeir séu nýttir á líklegar nautsmæður þannig að við fáum syni þeirra líka til notkunar á nautastöð. Þannig nýtast þessi góðu naut best í ræktunarstarfinu sem er miðstýrt sameiginlegt kerfi í þágu allra.“ Sæði er tekið úr nautunum þegar þau hafa aldur til og yfirleitt teknir um 6.500 skammtar. Að því búnu eru nautin felld. Nautin úr 2008- árganginum sem hér eru til umfjöll- unar eru því fyrir löngu komin á nautakjötsmarkaðinn. Um 900 naut eru notuð á reynslu- tíma og þegar kynbótadómur er kominn á dætur þeirra fer sæði val- inna reyndra nauta í dreifingu. Það eru ekki aðeins þessi allra bestu naut sem stuðla að framförum í stofninum, öll nautin á nautastöðinni gera það. Þau eru með góðar ein- kunnir og hátt kynbótamat eftir af- kvæmaprófanir. Kvóti á sæði úr Bamba og fleiri afburðanautum  Tilgangurinn að nautin nýtist vel Ljósmynd/Nautastöðin Afburðagripur Bambi var allvígalegur, dökkkolskjöldóttur á litinn. Hann var felldur að lokinni notkun. Bambi 08049 fæddist 4. nóv- ember 2008 á bænum Dæli í Fnjóskadal. Ræktendur hans eru bændurnir Geir Árdal og Margrét Bjarnadóttir. Bambi kom til notkunar sl. sumar með hæstu heildareinkunn allra nauta og í nýju kynbótamati sem keyrt var út í lok síðasta mánaðar hækkar hann um tvö stig og er nú með 120 í heildar- einkunn. Í grein Guðmundar Jó- hannessonar á vef Bændablaðsins segir að Bambi sé yfirburðagripur, fremstur á meðal jafningja, og hvergi veikan blett að finna í glæsilegu kynbótamati hans sem byggi á þó nokkrum fjölda dætra. Kýrnar eru fremur smáar, mjólkurlagnar og hlutfall verðefna í mjólk hátt. Júgur- og spenagerð ásamt mjöltum og skapi verði að teljast frábær enda segir Guð- mundur að kýrnar séu geysi- vinsælar hjá eigendum sínum. . Bambi verður áfram í notkun sem nautsfaðir auk þess sem kvóti er á notkun hans. Sérstök ástæða þykir til að biðja menn að nýta sæðið úr honum vel, gæta hófsemi og sýna takmörkunum á dreifingu sæðis úr honum fullan skilning. Klettur 08030, hálfbróðir Bamba, fékk svipaða umsögn og hann í kynbótamati sl. sumar. Öf- ugt við Bamba lækkar einkunn hans þegar fleiri dætur eru komn- ar inn í kynbótamatið. Hann fór í 115 í heildareinkunn sem er held- ur ekkert slor. Hvergi veikan hlekk að finna BAMBI ER YFIRBURÐAGRIPUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.