Morgunblaðið - 11.12.2014, Page 32

Morgunblaðið - 11.12.2014, Page 32
ann Sólborg og Heyrnar- og tal- meinastöð Íslands og foreldrar Óla eru ekki í nokkrum vafa um að þau tóku hárrétta ákvörðun með því að senda hann í kuðungsígræðsluna. „Við lentum strax í höndunum á frábæru fagfólki. Þannig skipti það miklu máli að þurfa ekki að taka barnið út úr sínu umhverfi til að fara með það annað í þjálfun. Bryndís kom inn á Sólborg nokkrum sinnum í viku og kenndi Óla og öðrum krökk- um þarna. Strax í byrjun var lagt mikið í þessa vinnu, bæði á leikskól- anum og heima hjá okkur, og sú vinna skilaði sér margfalt til þeirra sem á eftir komu,“ segir Andrea. Þau segja það aldrei hafa verið nokkurn vafa í sínum huga að fara að ráðum Ingibjargar og Bryndísar og fara í kuðungsígræðslu. „Við þekktum engan heyrnar- lausan, Óli er fyrsti heyrnarlausi ein- staklingurinn sem við þekkjum. Í fyrstu var eins og heimurinn hjá okk- ur hefði hrunið og upp kom ótti við eitthvað sem við þekktum ekki. Við hittum fljótlega heyrnarlausa ein- staklinga sem höfðu náð árangri í því sem þeir voru að gera. Það hjálpaði okkur mikið en við höfum alltaf hugs- að þetta þannig að við séum bara að bæta við hans færni. Við fórum í ótal táknmálstíma og námskeið og Óli hefur alltaf táknmálið til að grípa í. Með kuðungsígræðslunni bættist við möguleiki á talmáli og meiri tjáskipt- um og það er bara viðbót. Óli og Nói Hrafn eru í raun tvítyngdir,“ segir Andrea en þau Sigurjón eignuðust annan heyrnarlausan son í lok árs 2003. Strax við fæðingu kom í ljós að Nói var einnig heyrnarlaus og fór þá mjög fljótt í ígræðslu. Sigurjón segir það hafa munað miklu fyrir Nóa að fá tækið fyrr. Hann hafi verið fljótari að ná tökum á talmálinu en jafnframt sé hann ekki alveg jafn fær í táknmáli og Óli. Engin leið til baka „Í okkar huga er þetta ekki flókið. Það er hægt að ákveða seinna að verða heyrnarlaus, þegar þú ert orð- inn fullorðinn eða á einhverjum öðr- um tíma í lífinu, og hætta að nota heyrnartækin. Ég veit ekki til þess að nokkur hafi gert þetta en þú ferð aldrei hina leiðina. Þú ákveður ekki seinna meir að heyra. Ef þetta er ekki gert strax þá virkar þetta ekki, þú nærð aldrei þeirri færni sem þarf til í samskiptum við annað fólk. Með því að fara í þessa aðgerð þá færðu valið í hendurnar,“ segir Sigurjón. Andrea bætir jafnframt við að börn hef ég fengið góðan stuðning í Hlíða- skóla,“ segir Óli en með skólanum æfir hann fótbolta hjá Val, er mark- vörður í 3. flokki og þykir góður á milli stanganna. Hann segir það ekk- ert mál að vera í markinu, þó að hann sé með ígrætt heyrnartæki. „Ég lími bara tækin föst,“ segir hann og sýnir blaðamanni svitaband sem er alltaf á hausnum þegar spilað er. Þá heyra þeir bræður ekki eins vel í öllum aðstæðum, eins og vindi eða miklum hávaða. Virka tækin þá eins og míkrófónn og magna upp öll hljóð í kring, en þó að tækin séu góð þá jafnast þau ekki á við okkar eðlilegu heyrn. Þá verða bræðurnir að taka af sér tækin þegar þeir fara í sund, en í skólasundi er þá táknmálstúlkur á bakkanum til að koma réttum leið- beiningum til skila. Íslenskan er í miklu uppáhaldi hjá Óla en hann hefur einnig náð góðum árangri í öðrum námsgreinum. „Ég er kannski stundum latur,“ segir hann, sposkur á svip. Yngri bróðirinn, Nói Hrafn, er rokinn út að leika sér í snjónum og var ekki lengi að yfirgefa svæðið þeg- ar ljósmyndarinn hafði tekið myndir af fjölskyldunni. Þau segja engan vafa leika á því að bræðurnir hafi haft stuðning hvor af öðrum, þó að fjögur ár séu á milli þeirra. „Það skipti miklu fyrir Nóa þegar hann fæddist að eiga eldri bróður, samskiptin urðu allt öðruvísi. Þeir eru báðir sterkir einstaklingar og eru ekki með neinn feluleik með tækin, eru báðir með stutt hár og tækin eru bara hluti af þeim. Börnin í Hlíða- skóla hafa mörg hver fylgst að síðan í leikskóla á Sólborg. Við fluttum í Hlíðarnar til að vera nálægt skól- anum og þetta hefur gengið ótrúlega vel hjá þeim báðum, þeir hafa aldrei orðið fyrir aðkasti,“ segir Andrea en fjölskyldan er mjög ánægð með stjórnendur og starfsmenn Hlíða- skóla en þar stunda nokkrir heyrn- arskertir nemendur nám. Að leyfa barninu að heyra „Þetta er bara spurning um að fá að heyra, það er þitt sem foreldri að leyfa barninu að heyra,“ segir Sigur- jón þegar þau Andrea eru að endingu spurð hvaða skilaboð þau hafa til for- eldra sem fæða heyrnarlaust barn eða eiga ungt barn sem missir af ein- hverjum ástæðum heyrnina. „Við viljum börnunum okkar alltaf það besta og að halda ekki alltaf öll- um dyrum opnum er í mínum huga alvarlegt mál. Því fyrr sem inngripin eru, því betra. Þau börn sem farið hafa í kuðungsígræðslu standa sig mjög vel og hafa allar forsendur til að ná góðri færni. Þau eiga sömu mögu- leika á menntun og þátttöku í sam- félaginu og önnur börn,“ segir Andr- ea og horfir á Óla Þór, sem hefur sökkt sér í spjaldtölvuna á eldhús- borðinu, með heyrnartól á eyrunum og tölvuleik á skjánum. Morgunblaðið/Golli Samrýndir bræður Óli Þór og Nói Hrafn Sigurjónssynir með heimilishundinn Hermann í fanginu. þeirra foreldra sem ákveða að senda þau ekki í aðgerð geti ekki á fullorð- insárum farið í ígræðslu þannig að það skili einhverjum árangri. „Það er engin leið til baka,“ segir hún. „Það er í raun alveg sama hvaða mál lítið barn fær. Þú byrjar að tala við það strax og alveg sama hvort þú notar talmál eða táknmál, börn eru meira að segja fljótari að grípa til táknmáls og eru fljótari að tengja við það sem þau sjá heldur en það sem þau heyra. Þá skiptir máli að börn fái eitthvert mál strax, þannig að hægt sé að eiga samskipti. Það verður allt- af að vera brú yfir í það að geta nýtt þér hlustun. Þú getur ekki gert nein- um það að hafa ekki samskipti við hann fyrr en hann er farinn að heyra. Svipað má segja um íslenskuna, ef ekki er tækifæri til að læra íslensku fyrr en við þriggja ára aldur þá þarftu að hafa eitthvert annað mál,“ segir Sigurjón. „Við elskum Bryndísi“ Bryndís hefur eins og áður greinir verið með þá bræður í talþjálfun, fyrst Óla og síðan Nóa, og hafa for- eldrarnir afar góða reynslu af sam- starfinu við hana. Þegar Óli var kom- inn í Hlíðaskóla þá lauk þjálfun hans hjá Bryndísi en hún var þá búin að vera með Nóa hjá sér í tímum. „Við elskum Bryndísi,“ segir Andrea og er greinilegt að fjölskyldan á henni mikið að þakka. Frá því að Óli fæddist hefur mikil þróun átt sér stað í talmeinafræð- unum og þau segja það hafa verið spennandi að geta fylgst með því og tileinkað sér nýja tækni og nýjar að- ferðir. „Við vorum með barn í tal- kennslu hjá Bryndísi í samanlagt sjö ár, frá 2001 til 2008, fyrst á leikskól- anum Sólborg og síðan á stofunni hjá Bryndísi. Alltaf var gaman að fara til hennar og það er ekki sjálfgefið hjá börnum á þessum aldri,“ segir Andr- ea og Sigurjón bætir við hvað það hafi líka verið frábært að hafa leik- skólakennara á sama tíma vel inni í öllum málum. „Þetta smitaði út frá sér. Aðferðafræði Bryndísar var ekki bara bundin við þennan eina tíma hjá henni heldur var allur dagurinn und- ir. Síðan reyndum við að tileinka okk- ur aðferðafræðina eins vel og við gát- um og það skipti miklu máli að geta fylgt þessu eftir allan daginn. Í dag eru okkar strákar að gera nákvæm- lega sömu hluti og hinir nemendurnir og það er bara frábært. Athafnir í daglegu lífi verða einfaldar, eins og að skutlast út í búð eða svara í sím- ann,“ segir Sigurjón. Gengur vel í boltanum Sjálfur er Óli mjög ánægður með þá kennslu sem hann fékk í upphafi, bæði hjá Bryndísi og á Sólborg. „Ég væri nú ekki staddur þar sem ég er, hefði ég ekki notið stuðnings Bryndísar. Þetta voru mjög skemmtilegir tímar hjá henni. Síðan Skýringarmynd/HTÍ Kuðungsígræðsla er það kallað þegar elektróðu er komið fyrir í kuðungi innra eyra hjá mjög heyrnar- skertum eða heyrnarlausum einstaklingi. Síðan er tæki sett utan á eyrað þar sem hljóði er breytt í rafboð er berast til elektróðanna sem síðan virkja taugar í kuð- ungi og endaheyrnartaug. Þannig eru taugaendar heyrnartaugarinnar örvaðir svo að viðkomandi fær ákveðna heyrn. Þessi heyrn er ekki eins og náttúruleg heyrn eyrans en nýtist oftast vel. Heimild: Bæklingur HTÍ. Hvað er kuðungs- ígræðsla? 32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 „Árangur Óla Þórs er mjög merkilegur og sýnir hvað hægt er að gera þegar við breytum ytri skilyrðum og veitum aðgengi að heyrn í gegnum kuðungsígræðslu,“ segir Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur um námsárangur Óla Þórs, en eins og kemur fram í viðtal- inu við fjölskyldu Óla Þórs var Bryndís með hann í tal- þjálfun frá því að kuðungsígræðslan fór fram fyrir um 14 árum þar til hann fór í grunnskóla. „Ég skynja kannski á annan hátt en flestir, hversu merkilegur árangurinn er, sem dóttir heyrnarlausrar móður. Hún er eins og pilturinn ungi, afburða mann- eskja, en að hafa aðgang að heyrn opnar vissulega margar dyr þó að lífs- gæði geti verið mikil að öðru leyti. Það er einstaklega ánægjulegt að geta sýnt fram á að greindur drengur, sem fær tækifæri til að heyra með að- stoð kuðungsígræðslubúnaðar, og því fylgt eftir með þjálfunarefni sem er stöðugt að sanna sig betur sem afar gott undirbúningsefni fyrir tal- mál, málskilning og lestur, skuli skila svo gríðarlegum árangri,“ segir Bryndís ennfremur, en eins og kom fram í Morgunblaðinu nýlega hefur kennsluefni hennar og aðferðafræði í talþjálfun vakið athygli erlendis og smáforrit verið sett á markað sem ætlað er að styðja við almenna tal- þjálfun og lestrarkennslu. Sýnir vel hvað hægt er að gera BRYNDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR TALMEINAFRÆÐINGUR Bryndís Guðmundsdóttir Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst YFIR 100 FRÍAR SJÓNVARPSSTÖÐVAR MEÐ GERVIHNATTABÚNAÐI FRÁ OKKUR Afnemumvörugjöld 20% verðlækkun 25ÁRA 1988-2013
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.