Morgunblaðið - 11.12.2014, Side 44

Morgunblaðið - 11.12.2014, Side 44
VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hænsin á nýjasta eggjabúi landsins, Stafholtsveggjum 2 í Borgarfirði, fá aðstöðu til að viðra sig úti. Verið er að útbúa fuglagerði og er fyrirhugað að taka það í notkun í vor. Bræðurnir frá Brautarholti á Kjalarnesi, Kristinn Gylfi og Björn Jónssynir, keyptu jörðina í vor og fá þar 1.700 fermetra viðbótarhúsnæði til að framleiða vist- væn egg undir vörumerki sínu, Brún- egg. Mikið er um að vera á Stafholts- veggjum þessa dagana. Unnið er við að innrétta og koma í gagnið fjórða og síðasta framleiðslurýminu í gamla svínahúsinu og aðstöðu fyrir starfs- fólk. Á sama tíma er jólavertíðin á fullu. Júlí mesti sölumánuðurinn „Nóvember og desember hafa ver- ið mikill sölutími í eggjunum, flestir byrjuðu að baka í nóvember. Það er eins og þetta hafi aðeins breyst. Fólk byrjar seinna að baka og það var ekki fyrr en núna um mánaðamót sem allt fór á fulla ferð,“ segir Kristinn Gylfi. Breytingin er stærri, að minnsta kosti hvað Brúnegg varðar. Júlí hefur skotist upp og verið söluhæsti mán- uðurinn hjá fyrirtækinu síðustu þrjú árin og desember er kominn niður í annað sætið. „Við sjáum áhrif fjölg- unar ferðamanna. Margir þeirra eru vanir að fá sér egg í morgunmat og vilja halda þeim sið á ferðalögum. Hótelin hafa séð kost í þessu enda eggin ódýr kostur á morgunverð- arhlaðborðið,“ segir Kristinn en tek- ur um leið fram að nauðsynlegt sé að eiga nóg af eggjum í jólavertíðinni. Á Stafholtsveggjum var byggt upp svínabú fyrir nokkrum árum, á grunni sauðfjárbús, en eftir að það lagði upp laupana voru húsin notuð fyrir hrossabúskap og tamningar. „Við teljum okkur heppna að kom- ast í þessi hús. Fleiri alifuglarækt- endur höfðu áhuga á þeim,“ segir Kristinn. Fyrirtæki þeirra bræðra, Gjálpholt ehf., kaupir jörðina og mannvirkin. Fyrsta alvöru fuglagerðið „Þetta eru mjög góð hús. Við erum að breyta þeim þannig að við getum verið með þrjú hólf fyrir varphænur og eitt fyrir ungauppeldi,“ segir Krist- inn. Settar eru grindur í húsin og að- staða til að fóðra hænurnar og brynna. Þá eru varpkassar sem þær nota til að skila af sér afurðunum verðmætu. Þarna skapast aðstæður til að vera með fuglagerði fyrir hænurnar þann- ig að þær geti komist út þegar þær vilja. „Ég tel að þetta sé fyrsta stóra eggjabúið sem hefur slíka aðstöðu. Við munum opna hana á næstu mán- uðum.“ Brúnegg eru með framleiðslu á Teigi í Mosfellsbæ og eldi á fleiri stöð- um í Kjósinni og Mosfellsdal. Í reglu- gerð um vistæna framleiðslu er kveð- ið á um að hænurnar skuli fá að fara út, þegar aðstæður séu til þess. Krist- inn Gylfi segir að þegar þeir bræður hófu þennan rekstur á árinu 2004 hafi ekki verið heimilt að hafa fuglana úti vegna hræðslu við að fuglaflensu. Þá séu ekki aðstæður fyrir útvist hænsna í hænsnabúinu á Teigi vegna nálægðar við íbúðarbyggð. Þegar útiaðstaðan verður komin í gagnið er ráðgert að bjóða fólki heim að Veggjum til að skoða aðstöðuna sem þar er og bjóða því að kaupa brúnegg frá búinu. Kristinn segir að þeim hafi verið vel tekið í Borgarfirði enda þrjátíu ár liðin frá því umtals- verð eggjaframleiðsla var í héraðinu. Brúnegg hafa markaðssett fram- leiðsluna frá Stafholtsveggjum sér- staklega í héraðinu og á Vesturlandi. „Við höfum frá upphafi verið með vistvæna framleiðslu. Hænurnar ganga frjálsar um á gólfi og verpa í sérstaka hreiðurkassa. Við teljum þetta framtíðina í eggjaframleiðslu og að hún komi að verulegu leyti í staðinn fyrir eldi í búrum.“ Brúnu eggin eru gjarnan um fimmtungi til fjórðungi dýrari út úr búð en venjuleg egg. „Vistvæn egg verða alltaf dýrari,“ svarar Kristinn þegar hann er spurður um Hænsnin fá aðstöðu til útivistar  Jólavertíðin í fullum gangi hjá eggjabændum  Annars er júlí orðinn mesti eggjasölumánuðurinn  Brúnegg stækka smám saman við sig á Stafholtsveggjum í Borgarfirði Afurðir Kristinn Gylfi Jónsson með egg á Stafholtsveggjum sem fara beint í jólabaksturinn hjá neytendum. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Frjálsar Varphænurnar hjá Brúneggjum eru ekki lokaðar inni í búrum og geta því farið um allt hænsnahúsið. Síðar verður opnað fyrir þær út í garð. Bændur munu bjóða gestum heim til að skoða aðbúnað fuglanna og kaupa egg. 44 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími 561 9200 • run@run.is • www.run.is Sölustaðir: Debenhams – Smáralind Rakarastofan – Faxafeni Joe’s – Akureyri Siglósport – Siglufirði Hafnarbúðin – Ísafirði Bjarg – Akranesi Blómsturvellir – Hellissandi Skyrturnar eru komnar! 
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.