Morgunblaðið - 11.12.2014, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.12.2014, Blaðsíða 48
48 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 Klapparstíg 44 • Sími 562 3614 Jólasending frá Walkers Kex og kökurMikið úrval Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Gamla byggðin á Vatneyrinni hér á Patreksfirði hefur þá sérstöðu að hafa varðveist sem ein heild að mestu leyti. Það gefur byggðarlag- inu skemmtilegan blæ. Í þessari þyrpingu hefur Vatneyrarbúð sér- stöðu, því húsið er háreist og setur sterkan svip á byggðina. Friðlýsing þess var löngu tímabær,“ segir Magnús Ólafs Hansson á Patreks- firði. Í klassíska götumynd Fyrr í mánuðinum voru fimm hús friðlýst, með formlegri ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en áður hafði Minjastofnun Íslands lagt fram tillögur um slíkt. Fyrst er að telja Vatneyrarbúðina fyrir vest- an, Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og Þingvallabæ- inn, sem raunar er sumarhús og gestastofa þess sem er í forsæti í ríkisstjórn hverju sinni. Í Reykjavík er um að ræða Nasa-salinn í gamla Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll, en friðlýsingin tekur til innviða þess. Einnig íbúðarhúsið á Bergstaða- stræti 70 sem er í eigu Hjalta Geirs Kristjánssonar og Sigríðar Th. Er- lendsdóttur. Bergstaðastrætishúsið var frið- lýst í tilefni þess að í ár eru liðin 100 ár frá fæðingu Skarphéðins Jó- hannssonar, arkitekts hússins, en það þykir hafa „sérstakt gildi sem nútímalegt hús frá 6. áratugnum sem hannað er á farsælan hátt í klassíska reykvíska götumynd og er sem slíkt gott dæmi um hvernig fella má nýtt að gömlu“, eins og segir á vef Minjastofnunar. Verslunarhús og útgerðarkontór Vatneyrarbúð var byggð árið 1916. Þar var lengi helsta verslun bæjarins og útgerðarveldi var stýrt af kontór á efri hæð hússins. Húsið hefur lengi staðið autt og hálfur annar áratugur hið minnsta er síðan endurgerð á því hófst. Reikning- urinn, sem sveitarfélagið greiðir að mestum hluta, er kominn upp í 40 milljónir króna og nú er ytra byrðið komið í lag. Innandyra er þó mikið verk óunnið. „Allir innanstokksmunir af skrif- stofunni eru ennþá til og hana mætti setja upp sem leikmynd liðins tíma. Á neðri hæðinni sjá menn svo fyrir sér að væri aðsetur minja- og landvarða og sérstök Látrabjargs- stofa á vegum Umhverfisstofn- unar,“ segir Magnús Ólafs sem er umsjónarmaður varðveisluverðra húseigna í Vesturbyggð. Það starf rækir hann í samvinnu við sveitarfé- lagið og Minjastofnun, en þar á bæ er bent á að gömul hús út um land séu aðdráttarafl meðal annars í ferðaþjónustu. „Í krafti friðlýsingar verður von- andi auðveldara að útvega meiri peninga til endurbóta á Vatneyr- arbúð. Þessu hefur miðað hægt, en vonandi kemst einhver hreyfing á þetta með þeim fjármunum sem Vesturbyggð ætlar að setja í fram- kvæmdir á næsta ári. Ég tel einnig ástæðu til þess að gamli barnaskól- inn á Bíldudal, sem Rögnvaldur Ólafsson teiknaði, verði friðlýstur. Annars er frumkvæði einstaklinga í þessu alltaf best. Með auknum um- svifum í atvinnulífinu hefur skapast þörf eftir íbúðarhúsnæði hér og nokkuð hefur verið um að ungt fólk sé að flikka upp á gömul hús hvar það hyggst búa. Það finnst mér skemmtileg þróun,“ segir Magnús Ólafs. Listaverk í mörgu tilliti „Hallgrímskirkja er listaverk í mörgu tilliti enda var unnið að því að gera hana sem veglegast úr garði strax frá upphafi,“ segir sr. Kristinn Jens Sigurþórsson, sóknarprestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Kirkj- an þar var friðuð í tilefni þess að í ár eru liðin 400 ár frá fæðingu sr. Hallgríms Péturssonar, sálma- skáldsins sem sat staðinn 1651-1669 og orti þar meðal annars Pass- íusálmana. Í umsögn Minjastofnunar segir að þetta sé ein markverðasta kirkjubygging eftirstríðsáranna, byggð 1954-57. Sé vel varðveitt og heilsteypt höfundarverk Sigurðar Guðmundssonar og Eiríks Ein- arssonar. Kirkjuskipið prýða steindir gluggar eftir Gerði Helgadóttur og á altarisvegg er freska eftir finnska listamanninn Lennart Segerstrale. „Verk þessi setja sterkan svip á kirkjuna, en margir gera sér ferð hingað heim til að skoða hana þar sem sr. Hallgrímur á sitt hefðarsæti í hjarta margra landsmanna. En því miður höfum við ekki getað sinnt viðhaldi eins og við vildum, enda eru ekki nema 125 manns í sókn- inni,“ segir Kristinn Jens. Í þessu sambandi getur prestur þess að eig- endur Hvals hf. leggi kirkjunni til nokkurt fé árlega. Af því er til saga nokkursem hafa má eftir: Barst skilvíslega „Loftur Bjarnason, sem lengi var forstjóri Hvals, hét á kirkjuna í upphafi hverrar vertíðar. Sagði að ef vel gengi um sumarið fengi kirkj- an upphæð að hausti. Þetta gekk eftir og áheitin bárust skilvíslega. Þessum sið hafa Hvalsmenn haldið, meira að segja þótt hvalveiðar lægju niðri um langt árabil. Fyrir það erum við ákaflega þakklát,“ segir Saurbæjarprestur. Leikmyndir frá liðnum tíma  Fimm hús voru friðlýst nú í vikunni  Gömlu húsin á Patreksfirði eru heild og Vatneyrarbúð er eitt þeirra  Hallgrímskirkja í Hvalfirði er heildstætt höfundarverk  Hvalsmenn hétu á kirkju Morgunblaðið/Jim Smart Austurvöllur Innviðum í Nasa- salnum góða má ekki hrófla við. Morgunblaðið/Ómar Skólavörðuholt Bergstaðastræti 70 þykir hafa sérstakt gildi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hvalfjörður Hallgrímskirkja í Saurbæ var reist í minningu sálmaskáldsins. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Patreksfjörður Vatneyrarbúð á Patreksfirði. Viðgerð á húsinu stendur yfir. Magnús Ólafs Hansson Kristinn Jens Sigþórsson Nú hefur Þingvallabær verið frið- lýstur, en hann var byggður í tilefni Alþingishátíðarinnar 1930. Hann var upphaflega þrjár burstir en tvær til viðbótar voru byggðar fyrir lýðveldishátíðina 1974. Lengi var heimili þjóðgarðsvarðar í húsinu, en eftir að föst búseta hans lagð- ist af var nánast allt húsið gert að sumardvalarstað og gestahúsi for- sætisráðherra. „Þingvallabærinn og kirkjan sem stendur við hlið hans eru dæmi um hvernig byggingar geta aukið gildi náttúrunnar og verða þegar best tekst til nánast hluti af landslaginu. Fyrir vikið kemur vel til greina að nýtt hótel á Þingvöll- um verði reist þar sem Hótel Val- höll stóð áður,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráð- herra í viðtali við Morgunblaðið á síðasta ári. Síðustu ár hefur verið í umræðu að reisa nýtt hótel á Þingvöllum í stað Valhallar sem brann sumarið 2009. Mat forsætisráðherra í því efni er að nýtt hótel þurfi að vera í svipuðum stíl og Valhöll var, enda hafi svipur hennar kallast vel á við Þingvallabæinn. Ný bygging gæti því styrkt heildarmynd staðarins. Eru nánast hluti af landslagi FIMM BURSTIR Á ÞINGVÖLLUM Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þingvallabærinn Þriggja bursta hús var reist 1930 en tveimur bætt við síðar. Morgunblaðið/Kristinn Forsætisráðherra Byggingar geta aukið gildi náttúru," segir Sigmundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.