Morgunblaðið - 11.12.2014, Qupperneq 78

Morgunblaðið - 11.12.2014, Qupperneq 78
MATURJóla- Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Ég fór snemma að kunna að meta meðlæti, ég hef aldrei borðað mikið af aðalréttunum sjálfum, hef meira gaman af að borða gott meðlæti. Og ég vil til dæmis aldrei mikla sósu, hún tekur athygli frá matnum, hún er nauðsynleg með – en ekki of mikið af henni. Fái ég gott kjöt vil ég helst borða það,“ segir Marentza Poulsen. „Í eðli mínu er ég meiri fiskmann- eskja, uppáhaldsfiskurinn minn er lax. Ég er frá Færeyjum, kom til Ís- lands fyrir fimmtíu árum, þá fjórtán ára. Ég hafði aldrei séð flugvél þegar ég fór til Íslands, kom úr litlu þorpi, en kom svo til Reykjavíkur og pabbi hafði keypt íbúð við flugvöllinn. Ég vissi ekki hvaða ferlíki þetta var þeg- ar ég sá flugvél á vellinum. Drifhvítir dúkar Við komum með Dronning Alex- andrine, á fyrsta farrými. Maður klæddi sig upp þegar maður fór að borða. Mamma fór í háhælaða skó og við fórum öll í sparifötin. Dúkarnir voru drifhvítir, tauservíettur og þjón- ar helltu í glösin. Skemmtileg minn- ing. Annars var alltaf lagt fínt á borð heima hjá mér. Mamma mín var mik- ill matgæðingur og góð mat- reiðslukona. Við systkinin sex erfðum þetta frá henni. Við höfum öll gaman af að búa til mat. Við fluttum öll hingað 1964 en einn bróðir minn, Elis Poulsen, sem marg- ir kannast við því hann var lengi fréttamaður hjá RÚV í Færeyjum, fluttist til baka og giftist færeyskri konu. Það er að vissu leyti yndislegt að hafa hann þarna því það er svo gott að eiga rætur sem hægt er að snúa til. Taugarnar til Færeyja eru sterkar þótt langt sé síðan ég flutti þaðan.“ Kjöt fyrir hátíðisdaga Borðuðuð þið meira af kjöti en fiski í Færeyjum? „Miklu meira af fiski. Kjöt var sannarlega hátíðarréttur. Auðvelt var að nálgast fiskinn og kon- ur voru ótrúlega flinkar að búa til allt mögulegt úr fiskinum. Ýsu borðuðu menn ekki í Færeyjum, hún þótti ekki góður matur, að minnsta kosti ekki á mínu heimili. Við borðuðum þorsk. Þegar við komum svo hingað og mamma ætlaði að kaupa þorsk í fiskbúð var það ekki hægt, Íslend- ingar borðuðu þá nánast aldrei þorsk. En mamma sagði: „Nei, maður borð- ar ekki ýsu.“ Hvaða meðlæti ert þú hrifnust af? „Hrifnust er ég af grænmeti, það er í uppáhaldi, en gott rauðkál með góðri steik svíkur mann nú aldrei. Ég steiki kjötið ekki mikið, ég elda engan mat mjög mikið, ég vil hafa matinn safa- ríkan. Fyrir fjölskylduna og gesti set ég matinn á diska til hátíðarbrigða, hef forréttinn tilbúinn svo ég geti set- ið og átt góða stund í upphafi með gestunum. En aðalréttinn ber ég oft- ast fram á fallegum fötum. Þá finnst mér skipta máli að hafa kjötið sér og meðlætið sér, svo fólk geti stjórnað því hvað það fær sér mest af. Það er ekki minna gaman, nú á aðventunni, að hittast en á jólunum sjálfum. Að- ventan er svo notalegur tími, þá er maður farinn að hlakka til jólanna.“ Bakar minna en áður Er mikið jólastúss á þér? „Með árunum hefur það minnkað. Engu að síður ég undirbý ég jólin þótt ég baki ekki eins mikið og ég gerði áður, þar sem við hjónin erum farin að minnka kökuátið. Í Fær- eyjum var bakað óskaplega mikið og haldið í gamlar hefðir. Enn eru bak- aðar þar gyðingakökur, hálfmánar og kleinur, þessar gömlu og góðu kökur sem tilheyrðu jólunum. Það finnst mér fínt. Jólin eiga að hafa sínar hefð- ir og maður á að halda þeim við. Mér finnst fólk um of komið með nýjar hefðir, – sem verða svo hefðir barna- barnanna. Mér finnst gömlu jólahefð- irnar dýrmætari fyrir mig og hugsa til baka til minna gömlu jóla. Ég sakna þeirra sem eru ekki með manni núna. Jólin bera með sér gleði en líka sorg. Kannski er það tónlistin – en maður finnur til um leið og maður gleðst. Það er tregi í jólagleðinni.“ gudrunsg@gmail.com Tregi í jólagleðinni  Sunnudagssteikin er eitt af því góða í tilverunni  En steik er ekki alveg nóg, við viljum hafa meðlæti með henni  Marentza Poulsen kann ýmislegt fyrir sér í slíkri matargerð  Hún segist vera meiri fiskmanneskja í eðli sínu Morgunblaðið/Árni Sæberg Samverustund „Fyrir fjölskylduna og gesti set ég matinn á diska til hátíðarbrigða, hef forréttinn tilbúinn svo ég geti setið og átt góða stund í upphafi með gestunum,“ segir Marentza.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.