Morgunblaðið - 11.12.2014, Page 84

Morgunblaðið - 11.12.2014, Page 84
84 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 JÓLAMATUR Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Í huga Bento Costa Guerreiro eru engin jól án saltfisks. Bento á og rekur Tapas Barinn auk þess að vera í eigendahópnum að baki Sushi Samba og Apótek Restaur- ant. Fyrir nokkrum vikum kom út matreiðslubókin Leyndarmál Ta- pas Barsins þar sem Bento og matreiðslumenn veitingastaðarins deila sumum af sínum vinsælustu uppskriftum. Má þar meðal annars finna jólalegar útfærslur á salt- fiski, bacalao, en eins og lesendur eflaust vita er saltfiskurinn fastur liður í jólahaldinu á flestum heim- ilum á Íberíuskaganum. Sjálfur ólst Bento upp við jóla- saltfiskinn á uppvaxtarárum sínum í Portúgal. Ættaruppskriftir „Sennilega er saltfiskur eldaður á um 90% spænskra og portú- galskra heimila dagana í kringum jólin. Fiskurinn getur verið eld- aður á ýmsa vegu og oft að fjöl- skyldur hafa komið upp hefðum þar sem saltfiskurinn er mat- reiddur eftir aðferð sem fylgt hef- ur ættinni í margar kynslóðir. Saltfiskur skal það þó alltaf vera og helst íslenskur.“ Segir Bento íslenska saltfiskinn í samkeppni við þann norska, en neytendur kunni betur að meta ís- lensku framleiðsluna og jafnvel til- búna að borga tvöfalt hærra verð fyrir íslensku vöruna. „Gæðamun- urinn liggur í aðferðunum sem beitt er við söltun íslenska fisksins svo að hann hefur betri áferð og bragð.“ Saltfiskurinn er ekki á boð- stólum hversdags, meðal annrs vegna þess að leggja þarf fiskinn í bleyti í 24-48 tíma áður en hægt er að svo mikið sem kveikja á elda- vélarhellunum. „Skipta þarf um vatnið á 6-8 tíma fresti og það er breytilegt eftir stærð og þykkt flaksins hversu lengi fiskurinn þarf að liggja í bleyti svo að mestallt saltið náist úr honum.“ Bento segir að velja þurfi flak sem henti réttinum sem til stendur að elda. Ef á að rífa fiskinn henti litlu flökin betur en ef steikja á fiskinn í stykkjum er betra að kaupa stærri saltfiskinn. Fisksalarnir létta vinnuna Ekki gengur að nota ferskan þorsk í hefðbundnu réttina enda hefur ferski fiskurinn ekki sömu áferðina og bragðeiginleikana. Hins vegar geta þeir sem nenna ekki að leggja fiskinn í bleyti stytt sér leið, þökk sé framtakssemi spænskra og portúgalskra fisksala. „Í dag er þar víða hægt að kaupa fiskinn útvatnaðan og þá hægt að elda flakið án frekari undirbún- ings.“ Þegar fiskurinn er tilbúinn tekur matseldin alls ekki langan tíma. „Á Tapas Barnum eldum við saltfisk- inn meðal annars á pönnu og er fiskurinn þá pönnusteiktur á roð- inu í 3-4 mínútur þangað til roðið er stökkt, og svo 2-3 mínútur á hinni hliðinni, eftir þykkt fisksins. Með þessu má bera fram sætk- artöflumús, kirsuberjatómata til að koma með ferskleika í réttinn og basil-pesto til að binda bragðið í réttinum saman.“ Einnig má gera smárétti úr salt- fiskinum en Bento bendir á að þar sem fiskurinn er þéttur í sér megi sneiða hann í smáa bita og fram- reiða á ýmsa vegu, t.d. ofan á snittubrauði með sósum og með- læti. „Saltfiskinn má líka marínera og búa til hálfgert ceviche á per- úska vísu. Við eigum einn slíkan rétt á matseðlinum og er þá fisk- urinn rifinn og borinn fram með kapers, sólþurrkuðum tómötum og ólífum.“ Það getur líka komið vel út að djúpsteikja fiskinn. „Er hægt að skera fiskinn í sneiðar, velta upp úr eggjarauðum og steikja og verður úr því hinn ljúffengasti matur.“ Svalandi ungt rauðvín Bento segir að á jólum sé hægt að borða saltfiskinn á hvaða tíma dags sem er. Sumar fjölskyldur eldi bacalao á aðfangadagskvöld en aðrir hafa fiskinn í boði í veislum yfir daginn. Eitt verður þó að muna, sama á hvaða tíma dags er borðað, og það er að saltfiskurinn brýtur þumalputtaregluna um að best fari á því að drekka hvítvín með fiski. „Saltfiskurinn hefur kröftugra bragð en ferskur fiskur og kallar því á bragðmeira vín. Ungt og blæbrigðaríkt rauðvín er gott með saltfiskinum og vínið þá drukkið kalt.“ Saltfiskinn má ekki vanta  Getur tekið allt að tvo sólarhringa að út- vatna saltfiskinn. Þegar fiskurinn er klár tekur matreiðslan hins vegar ekki langan tíma  Bento á Tapas Barnum segir gott að drekka kælt og bragðmikið rauðvín með þessum sí- gilda spænska og portúgalska jólamat Þessi réttur er frekar einfaldur og mjög góður. Tvíreykt hangi- kjöt er herramannsmatur og í félagsskap kapers og rauðrófu nær það nýjum bragðhæðum. Kjötið 250 g tvíreykt hangikjöt 2 skalottlaukar 2 msk. kapers 1 msk. ólífuolía sjávarsalt grófmalaður pipar 1 tsk. balsamsíróp 1 rauðrófa Hreinsið hangikjötið mjög vel og fjarlægið allar sinar, himnur og fitu. Skerið laukinn og kapersið í litla bita. Blandið lauk, kapers og olíu saman og kryddið með sjávarsalti og pip- ar. Skerið hangikjötið í örsmáa bita og blandið öllu saman. Skerið rauðrófuna í þunna strimla og leggið í ískalt vatn í 2 mínútur. Setjið tartarinn í hring á disk og berið fram með balsamsír- ópi og rauðrófu. Hangikjötstartar Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 hafðu það notalegt vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.