Morgunblaðið - 11.12.2014, Síða 89

Morgunblaðið - 11.12.2014, Síða 89
89 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 Sendum í póstkröfu S: 528 8200 „Þegar ég var lítill hélt fjölskyldan jólin hjá ömmu og afa í Hlunnavoginum. Þegar búið var að tæta upp jólagjafirnar bar amma fram ís, sem í þá daga var seldur í pappaöskju, með nið- ursoðnum perum og súkkulaðisósu og svo auð- vitað ískexi frá Fróni. Eftirrétturinn hennar ömmu var í raun í sama anda og þessi upp- skrift hér, nema hvað ég lagaði ís og sauð per- urnar í sírópi, eins og Escoffier mælir fyrir um og perur hinnar fögru Helenu kalla á.“ Fyrir vanilluísinn 600 ml rjómi 600 ml nýmjólk 250 g sykur 6 eggjarauður 2 vanillustangir Fyrir perurnar 4 perur 1 l vatn 250 g sykur 1 kanilstöng stjörnuanís appelsínubörkur Fyrir sósuna 200 g gott súkkulaði 80 ml rjómi 10 g smjörskvetta af góðum líkjör eða koníaki (val) 1. Þeytið 750 ml af rjóma og setjið í stóra skál. Bætið við vanilludropunum og vanillufræjum. 2. Stífþeytið sex eggjahvítur og bætið við þeytta rjómann. 3. Þeytið sex eggjarauður með sykrinum og bætið í skálina með rjómanum og eggjahvít- unum. 4. Blandið varlega saman með sleikju og gætið þess að slá ekki loftið úr eggjahvítunum. 5. Setjið í form og frystið yfir nótt. Ísinn 1. Kljúfið vanillustangirnar eftir endilöngu, skafið fræin úr og setjið í pott ásamt rjóma og mjólk. Hitið að suðu en suðan á ekki að koma upp. 2. Þeytið eggjarauður og sykur vandlega sam- an. 3. Blandið fjórðungi af vanillumjólkinni við eggin og þeytið af krafti svo að heit mjólkin hleypi ekki eggin. 4. Hellið eggjunum út í mjólkina ı́ pottinum, hitið aftur að suðu, án þess þó að sjóða, og hrærið í á meðan. Eggja- blandan mun þykkna umtalsvert á nokkrum mínútum. 5. Látið kólna í ísskáp í nokkrar klukkustundir og setjið svo í ísvél eftir leiðbeiningum sem fylgja vélinni (ég lét minn ís vera 25 mínútur í vélinni og svo í frysti yfir nótt). Perurnar 1. Hitið vatnið og leysið sykurinn upp í því. 2. Setjið kanilstöngina, appelsínubörkinn og stjörnuanísinn út í sírópið. 3. Flysjið perurnar, skerið þær í helminga, fjarlægið kjarnann og leggið í sírópið. 4. Sjóðið við lágan hita í 25 mínútur þangað til perurnar eru eldaðar í gegn. 5. Takið svo af hitanum og látið perurnar kólna í sírópinu. Sósan 1. Setjið súkkulaðið í pott ásamt rjómanum og hitið. 2. Hrærið í súkkulaðinu á meðan það er að bráðna. 3. Þegar súkkulaðið er bráðið er smjörinu og áfenginu hrært saman við. Raðið svo eftirréttinum upp. Fyrst kemur þykk sneið af heimagerðum ís, svo hálf pera og loks er herlegheitunum drekkt í súkkulaði! Perur Helenu fögru og blandar hráefninu saman í kaldri skálinni uns ísinn myndast. Jarðarberjakonfektís? Ísgerð er ekki flókin. „Sagt er um vanilluís að í honum eigi bara að vera fimm hráefni: rjómi, mjólk, sykur, eggjarauða og vanillustangir. Þarf ekki meira til og hvers kyns aukaefni eiga að vera óþarfi ef notað er gott hráefni. Kýs ég heimagerðan ís fram yfir fjöldaframleidda ísinn sem oft inniheldur alls konar þráavarnarefni, bragðefni og bindiefni.“ Með því að skipta vanillunni út fyr- ir jarðarber er kominn dýrindis jarð- arberjaís og með konfektmolum er kominn bragðmikill ís með súkku- laðiflögum. „Eitt sinn gerði ég mér ferð niður í Nóa Siríus og fékk þar að kaupa um 40 stykki af fylltu konfekt- molunum með jarðarberjakreminu. Þetta setti ég út í ísinn og var útkom- an alveg sjúklega góð.“ Síðast af öllu gerir Ragnar súkku- laðisósuna, og byrjar á að bræða súkkulaðið yfir vatnsbaði. „Ég set smá rjómaskvettu út í og klípu af smjöri og hræri allt saman. Hversu mikið fer af rjóma og smjöri og hversu lengi þarf að hita súkkulaðið getur verið breytilegt eftir súkku- laðitegundum og þarf að leyfa auganu að meta áferð sósunnar. Undir lokin á bæta við ögn af myntu til að gefa sós- unni örlítinn keim til að lífga enn frekar upp á bragðið.“ Íssneið, pera, sósa Ekki má gleyma framsetningunni. Þeir sem hafa sett niðursoðnar perur og ís í skál vita að eftirrétturinn getur orðið helst til skrautlegur og breyst í graut af sírópi, sósu og hálf- bráðnuðum ís. Ragnar leysir vandann með því að láta ísinn harðna í löngu formi sem hann svo sker í sneiðar. „Ég legg íssneið í botninn, einn peru- heming ofan á og loks er sósunni hellt yfir. En það er allur gangur á því – bragðið er jú aðalatriðið.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.