Morgunblaðið - 11.12.2014, Page 102
102 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014
✝ Sverrir Úlfssonfæddist á Úlf-
ljótsvatni í Grafn-
ingi 10. nóvember
1937. Hann lést á
heimili sínu mið-
vikudaginn 3. des-
ember 2014.
Foreldrar hans
voru Vilborg Kol-
beinsdóttir kenn-
ari, fædd 27. októ-
ber 1909, dáin 1992
og Úlf Jón Skúli Jónsson skrif-
stofumaður, fæddur 12. júlí
1906, dáinn 1973. Sverrir var 4.
barn foreldra sinna en systkini
hans eru: 1) Unnur Gréta, f.
30.6. 1932, 2) Edda, f. 10.6. 1933,
sambýlismaður hennar Hall-
björn Bergmann, 3) Nanna Úlfs-
dóttir, f. 25.2. 1936, 4) Áslaug
Herdís Úlfsdóttir, f. 7.8. 1939,
eiginmaður hennar Guðni Þor-
varður Sigurðsson, 5) Kolbrún
Úlfsdóttir, f. 28.11. 1945, eig-
inmaður hennar er Jóhannes
Haraldsson, 6) Geirlaug Halla
Úlfsdóttir, f. 9.1. 1952, eig-
inmaður hennar er Peter Mears
1958. Börn þeirra eru: a) Árni
Guðmundsson, f. 30.5. 1982. b)
Óðinn Guðmundsson, f. 5.9.
1985. 2) Kolbeinn Sverrisson, f.
2.1. 1967, eiginkona hans er
Þóranna Halldórsdóttir, f. 28.2.
1966. Sonur þeirra er Halldór
Kolbeinsson, f. 16.11. 2003.
Dóttir Svandísar er Sigrún
Ólafsdóttir, f. 22.4. 1965, eig-
inmaður hennar er Skúli Lárus
Skúlason, f. 21.1. 1959, sonur
þeirra er Guðmundur Margeir
Skúlason, f. 11.7. 1986.
Sverrir ólst upp að Brú-
arlandi við Ljósafoss. Hann
gekk í Ljósafossskóla og síðar í
Iðnskóla Reykjavíkur. Lengst af
starfaði hann sem bifreið-
arstjóri, fyrst hjá Bifreiðastöð
Steindórs og síðar Sérleyf-
isbílum Helga Péturs. Hann
starfaði einnig sem lagerstjóri
hjá Hagkaup frá árinu 1982 til
ársins 1992. Hann hóf svo störf
hjá Strætisvögnum Reykjavíkur
árið 1993 þar sem hann vann til
loka árs 2007. Sverrir var mikill
náttúruunnandi og vann mörg
sumur við að keyra erlenda
ferðamenn um hálendi Íslands.
Jarðarförin fer fram í Grafar-
vogskirkju, fimmtudaginn 11.
desember, klukkan 13.
og búa þau í Eng-
landi. Sverrir
kvæntist 22.8. 1981
Svandísi Halls-
dóttur, f. 25.2.
1943. Fyrstu árin
bjuggu þau á Gröf í
Miklaholtshreppi.
Árið 1982 fluttust
þau til Reykjavík-
ur.
Börn þeirra
hjóna eru: 1) Hrafn-
hildur Sverrisdóttir, f. 18.9.
1981, sambýlismaður hennar er
Francisco Da Silva Chipa, f.
27.5. 1974. Dætur þeirra eru: a)
Fríða María Da Silva Chipa, f.
18.8. 2011 og b) Íris Linda Da
Silva Chipa, f. 15.9. 2011. 2)
Ragnar Sverrisson, f. 26.1. 1984,
sambýliskona hans er Elsa
Petra Björnsdóttir, f. 31.3. 1989.
Dóttir þeirra er Svandís Sif
Ragnarsdóttir, f. 9.12. 2011.
Börn Sverris frá fyrra hjóna-
bandi með Helgu Árnadóttur
eru: 1) Ragna Sverrisdóttir, f.
14.3. 1961, eiginmaður hennar
er Guðmundur Árnason, f. 28.1.
Elsku pabbi minn, kletturinn
minn, er farinn í ferðlagið sitt.
Það eru margar gleðiminningar
sem hafa þotið um huga minn
síðastliðna daga. Pabbi var
mikill Íslendingur og unni ís-
lenskri náttúru heitt. Við feng-
um að njóta þess við systkinin
og fórum saman fjölskyldan í
ófáar útilegurnar þar sem land-
ið okkar var þrætt. Þótt ég hafi
verið ungur man ég þessi ferða-
lög eins og þau hefðu verið í
gær. Sá gamli ljómaði þegar við
keyrðum um óbyggðir og gat
hann sagt okkur nafnið á hverri
þúfu, slík var þekkingin á land-
inu okkar. Pabbi minn var
traustur og heiðarlegur maður,
hann lagði mikið upp úr því að
við kæmum heiðarlega fram og
segðum satt, sem var stundum
erfitt eftir að ég hefði kannski
verið að púkast og prakkarast
eins og strákar gera. Pabbi
minn var kröftugur maður með
mikla og ákveðna rödd sem
stundum var erfitt að lesa í. En
þegar manni varð á var sá litli
sjaldan skammaður, heldur var
talað við mann á rólegu nót-
unum og hlutirnir útskýrðir, á
eftir fylgdi svo oft setningin:
„Erum við ekki vinir?“ Sú var
nefnilega raunin, þó svo að
þetta væri pabbi minn og þetta
miklu eldri þá vorum við líka
frábærir vinir, hann var trún-
aðarvinur minn og ég gat leitað
til hans með öll heimsins
vandamál, hvort sem það sneri
að skóla, vinum, fótboltanum
eða stelpukrísa þá tók það
pabba minn ekki langan tíma
að leiðbeina stráknum sínum.
Hann pabbi minn var hrein-
skilinn maður, að margra mati
jafnvel of hreinskilinn. Hann
var mikil tilfinningavera og
mátti ekkert aumt sjá, þá gátu
tárin streymt niður kinnar.
Hann var mikill fjölskyldumað-
ur og ég er svo þakklátur fyrir
að hafa átt besta pabba í heimi,
okkur vantaði aldrei neitt,
sama hvað gekk á. Hann lifði
fyrir fjölskyldu sína, vann hörð-
um höndum, tók ófáar auka-
vaktirnar. Sumarfríin hans fóru
oft í ferðir um landið með er-
lenda ferðamenn sem hann
elskaði að gera, sýna túristun-
um fallegasta land í heimi.
Pabbi minn elskaði fjölskyld-
una sína heitt, afabörnin voru
honum allt og gáfu honum mik-
inn styrk í veikindum sínum.
Mamma og pabbi voru meira
en makar, þau voru bestu vinir,
dunduðu sér mikið, fóru á ófá
stefnumótin og ferðuðust mikið
saman alla tíð. Það er stórt
skarð sem pabbi minn skilur
eftir.
Svandís mín yngri spyr mik-
ið um afa sinn en er glöð að
vita að hann sé uppi í skýjunum
að passa okkur.
Það er engin leið að und-
irbúa sig fyrir fráfall ástvinar
og það í jólamánuðinum. Pabbi
minn var mikið jólabarn og jól-
in okkar hafa alla tíð verið
haldin hátíðleg með okkar hefð-
um. Ég mun gera mitt besta í
að við getum haldið gleðileg jól
því ég veit að þú hefðir viljað
það elsku pabbi minn. Þú þarft
ekki að hafa neinar áhyggjur af
mömmu minni, elskunni þinni.
Ég mun passa hana fyrir þig og
við munum fara í ferðalög, bú-
staðaferðir og fá okkur ham-
borgara í hádeginu við og við
eins og þið dúllurnar gerðuð
stundum.
Elsku pabbi, takk fyrir allt.
Takk fyrir að vera besti pabb-
inn. Takk fyrir að vera besti afi
fyrir Svandísi Sif. Takk fyrir að
vera svona góður vinur. Takk
fyrir að vera kletturinn minn.
Ég elska þig. Þinn sonur,
Ragnar.
Elsku Pabbi
Með ást þinni kenndir þú mér að
elska.
Með trausti þínu kenndir þú mér að
trúa.
Með örlæti þínu kenndir þú mér að
gefa.
það eru ekki til orð yfir
hversu mikið ég sakna þín. Þú
varst alltaf til staðar fyrir mig
og mína. Þú varst kletturinn
minn. Það er ekki hægt að
hugsa sér betri pabba eða afa
en þig. Ég á margar góðar
minningar um þig sem ég á eft-
ir að varðveita í hjarta mínu og
koma margar upp í hugann
núna eins og ferðirnar í sum-
arbústaðina sem við fórum nú í
sumar og fyrrasumar. Það var
svo gaman að ferðast með þér
elsku pabbi og fannst þér fátt
skemmtilegra en að ferðast um
landið þitt. Svo er það minn-
ingin um þig og Fríðu Maríu
afastelpu þegar þið sátuð sam-
an við tölvuna og hlustuðu á Ég
á líf eða voruð að púsla saman.
Stelpurnar mínar Fríða María
og Íris Linda hefðu ekki getað
fengið betri afa.Vildi óska að
þær hefðu fengið meiri tíma
með þér.
Ég á eftir að sakna þess að
koma heim í Sóleyjarima og sjá
þig sitja við eldhúsborðið og
lesa blöðin og fá þetta hlýja
faðmlag frá þér og sjá þessi
hlýju og brosandi augu. Faðm-
lag frá þér gerði allt betra.
Elsku pabbi við kveðjum þig
með miklum söknuði. Ég mun
ávalt geyma þig í hjarta mínu
og ég veit að þú verður engill-
inn minn og átt eftir að vaka
yfir mér og fjölskyldu minni.
Ég skal hugsa vel um mömmu
fyrir þig elsku pabbi.
Takk fyrir allt elsku pabbi.
þín,
Hrafnhildur (skotta)
Hann var kallaður snögglega
frá okkur og aldrei erum við
tilbúin fyrir kveðjustund.
Sverrir stjúpfaðir minn hafði
átt við heilsuleysi að stríða um
árabil en síðustu mánðir voru
honum nokkuð góðir. Eftir
langan vinnudag voru móðir
mín og hann farin að njóta lífs-
ins og kusu að verja rólegum
tíma sem mest með fjölskyld-
unni.
Sverrir var náttúruunandi og
vissi fátt skemmtilegra en
ferðast um landið. Ferðalög
með fjölskyldu og vinum um
hálendið voru hans bestu
stundir. Við eigum margar góð-
ar minningar þar sem við hitt-
um þau hjónin í sumarbústað
eða þegar þau voru á ferðinni
með tjaldvagninn sinn.
Heimsóknirnar í sveitina
voru margar og var ánægjulegt
að sjá hvað þær hresstu sál og
líkama þegar heilsan fór að
versna hjá Sverri. Fyrir rétt
rúmum mánuði áttum við hér
góða daga sem gott er að minn-
ast á kveðjustund.
Við hér í Hlíðinni eigum eftir
að sakna margs sem var orðið
fastur punktur í tilverunni. Þau
hjónin voru einstaklega sam-
rýnd og nutu þess síðustu árin
að vera með börnum og barna-
börnum allar þær stundir sem
gáfust.
Það er með virðingu og hlýju
sem við nú kveðjum góðan
mann.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Sigrún Ólafsdóttir
og fjölskylda.
Elsku Sverrir. Hreinskilni,
beinskeyttur húmor, góðvild og
eilífðarmatarbletturinn á boln-
um þínum eru mér efst í huga
þegar ég hugsa til þín. Ég vildi
óska þess að þú hefðir fengið
lengri tíma með okkur og Svan-
dísi Sif. Hún spyr mikið um afa
sinn enda voruð þið miklir vin-
ir. Hún talar um að þú sért
uppi í skýjunum og passir okk-
ur þar og ég er sannfærð um
það. Því þannig varstu alltaf, að
passa upp á okkur. Nú hefur
Ragnar tekið við því hlutverki
og ég er handviss um að þú
sért að springa úr stolti af hon-
um. Ekki hafa áhyggjur af
elskunni þinni, henni Svandísi,
hún er í góðum höndum og við
pössum vel upp á hana. Hvíldu
í friði elsku vinur minn.
Ég vil gjarnan lítið ljóð
láta af hendi rakna.
Eftir kynni afargóð
ég alltaf mun þín sakna.
(Guðrún V. Gísladóttir)
Skarð þitt verður ekki fyllt
en minningarnar lifa. Þín
tengdadóttir og vinkona,
Elsa Petra.
Sverrir Úlfsson
Því svo Guð
heiminn að hann gaf
einkason sinn til þess
að hver sem á hann
trúir glatist ekki heldur
hafi eilíft líf...
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
INGIBJÖRG PÉTURSDÓTTIR
hjúkrunarkona,
áður til heimilis
að Einilundi 1,
Garðabæ,
lést á Landspítalanum Fossvogi
að morgni sunnudagsins 30. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 12. desember kl. 15.00.
Ólafur Tryggvi Magnússon,
Magnús Karl Magnússon, Ellý Katrín Guðmundsdóttir,
Atli Freyr Magnússon, Steinunn Gestsdóttir,
Ásdís Magnúsdóttir, Viðar Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÓSKAR FRIÐBJARNARSON
frá Hnífsdal,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Ísafirði 4. desember síðastliðinn,
verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju
laugardaginn 13. desember kl. 11.00.
.
Fjóla Hannesdóttir,
Hannes Óskarsson,
Friðbjörn Óskarsson, Guðrún Hreinsdóttir,
Aðalsteinn Óskarsson, Guðrún Hermannsdóttir,
Indriði Óskarsson, Laufey Ólafsdóttir,
Guðmundur Páll Óskarsson, Gerður Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær sonur okkar, bróðir og barnabarn,
HARALDUR ÓLAFSSON
myndlistarnemi,
lést á heimili sínu í Stokkhólmi
laugardaginn 6. desember.
Útför verður auglýst síðar.
.
Svandís Torfadóttir, Ólafur Þorkell Helgason,
Albert Torfi Ólafsson, Arnar Ingi Ólafsson,
Else Heike Jóakimsdóttir, Guðjón Guðmundsson,
Torfi Jónsson.
✝
Móðir okkar,
GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR
frá Gvendareyjum,
síðar húsfreyja
í Vesturkoti á Skeiðum,
lést á elliheimilinu Grund
föstudaginn 29. nóvember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Börn og tengdabörn.
✝
Ástkær faðir, sonur, bróðir, mágur
og frændi,
BRYNJAR ÞÓR SIGMUNDSSON,
Langholti 18,
Reykjanesbæ,
lést á heimili sínu
miðvikudaginn 3. desember.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 16. desember kl. 13.00.
Kristrún Ósk Brynjarsdóttir,
Sigmundur Brynjar Sigmundsson, Arnbjörg Vignisdóttir,
Baldur Arnar Sigmundsson, Erla Arnardóttir,
Ása Karitas Baldursdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR,
Fossvogsbrún 6,
Kópavogi,
lést mánudaginn 8. desember.
Útförin verður auglýst síðar.
Sigrún Alda Michaelsdóttir, Guðjón Ágústsson,
Bragi Michaelsson, Auður Ingólfsdóttir,
Snorri Guðlaugur Tómasson, Jóna Björg Jónsdóttir,
Margrét Sigríður Halldórsdóttir
og aðrir aðstandendur.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýju við andlát og útför
elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
GÍSLA MÁS MARINÓSSONAR,
Sólvallagötu 12,
Keflavík.
Erla Ásgrímsdóttir,
Óskar Ingi Gíslason,
Svanfríður Þóra Gísladóttir,
Þórhalla Gísladóttir,
Karl Hólm Gíslason,
Helgi Már Gíslason, Ingibjörg Erla Þórsdóttir,
Hrafnhildur Gísladóttir,
Hildigunnur Gísladóttir, Páll Sólberg Eggertsson
og barnabörn.