Morgunblaðið - 11.12.2014, Page 103

Morgunblaðið - 11.12.2014, Page 103
MINNINGAR 103 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 ✝ Kjartan Ólafs-son fæddist í Núpsdalstungu í Miðfirði 17. sept- ember 1923. Hann lést 1. desember 2014 á hjúkr- unarheimilinu Eir í Reykjavík. Foreldrar hans voru Ólafur Björnsson, f. 20. janúar 1893 í Núpsdalstungu, d. 19. ágúst 1982 og Ragnhildur Jónsdóttir, f. 15. október 1895 á Þverá í Miðfirði, d. 18. júní 1986. Ólaf- ur og Ragnhildur bjuggu í Núpsdalstungu til ársins 1966 er þau fluttu til Reykjavíkur og jörðin var seld. Systkini Kjart- ans voru: Jón, f. 20. september 1927, d. 30. nóvember 1992 og Elísabet, f. 23. maí 1930, d. 26. ágúst 2011. Kjartan giftist, 31. desember 1948, Jóhönnu Bjarnadóttur, f. 27. desember 1925 á Rófu í Miðfirði. For- eldrar hennar voru Bjarni Björnsson, f. 21. febrúar 1890 í Núpsdalstungu, d. 30. janúar 1970 og Margrét I. Sigfúsdótt- ir, f. 29. september 1891 á þau búa í Kanada. b) Berglind, f. 29. nóvember 1988. Sam- býlismaður hennar er Björg- ólfur Guðni Guðbjörnsson; þau eiga dótturina Ólafíu. Fyrir á Björgólfur soninn Alexander Mána. c) Jóhanna Lóa, f. 7. maí 1999. 4) Jóhann, f. 21. júlí 1965, d. 22. júlí 1965. Kjartan lauk prófi frá Sam- vinnuskólanum árið 1947 og hóf fljótlega störf hjá Sam- bandi íslenskra samvinnu- félaga. Þar vann Kjartan nær allan sinn starfsaldur, síðast sem deildarstjóri í Bú- vörudeild. Árið 1988 var hann sæmdur gullmerki Sambands- ins eftir 40 ára starf. Upp úr 1950 reistu Kjartan og Jóhanna sér íbúðarhús við Hlíðarhvamm í Kópavogi og bjuggu þar til ársins 2002 er þau fluttu í nýtt fjölbýlishús í Ársölum í Kópa- vogi. Árið 2013 fluttu þau á hjúkrunarheimilið Eir. Kjartan var einstaklega hand- og verk- laginn og kom það sér vel þeg- ar húsið var byggt og síðar stækkað í áföngum. Hann stundaði sund í áratugi og síð- ustu árin urðu sunddagarnir nánast að helgidögum. Útför Kjartans Ólafssonar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 11. desember 2014, og hefst athöfnin klukkan 15. Rófu, d. 12. febr- úar 1974. Kjartan og Jóhanna eign- uðust fjögur börn: 1) Margrét Ingi- björg, f. 9. janúar 1952, giftist Birgi Óskarssyni, f. 15. mars 1951. Þau skildu. Synir þeirra eru: a) Kjartan, f. 13. júlí 1977, giftur And- reu Ásgeirsdóttur. Synir þeirra eru Ásgeir Valur og Birgir Hrafn og b) Magni Þór, f. 13. janúar 1979, giftur Dagrúnu Þorsteinsdóttur. Sonur þeirra er Aðalsteinn. Seinni maður Margrétar er Sigmundur Ein- arsson, f. 4. ágúst 1950. Dóttir þeirra er Jóhanna, f. 25. janúar 1987. Sambýlismaður hennar er Magnús Þór Benediktsson; þau búa í Svíþjóð. Fyrir á Sig- mundur dótturina Freyju. 2) Óskírð stúlka, f. 1. nóvember 1957, dáin sama dag. 3) Ólafur, f. 30. maí 1959, giftur Nönnu Bergþórsdóttur, f. 22. mars 1958. Þeirra börn eru: a) Kjart- an, f. 29. júní 1984. Eiginkona hans er Alicia-Rae Ólafsson; Kjartan Ólafsson tengdafaðir minn var hæglátur maður. Hann fór ekki hratt yfir og hann skipti sjaldan skapi. En hann hélt sínu striki, sló aldrei slöku við og hvaðeina sem hann tók sér fyrir hendur vann hann af festu og kostgæfni. Hann skilaði ávallt drjúgu dagsverki. Kjartan gekk í Samvinnuskólann og starfaði lengst af við reikningshald af ein- hverju tagi hjá Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga. Við upp- haf starfsferilsins voru blað og blýantur helstu hjálpartækin við reikningana. Fljótlega tóku við þunglamalegar vélrænar reikni- vélar og síðar minni stafrænar vélar. Þegar kom fram á níunda áratug síðustu aldar héldu tölv- urnar innreið sína og um svipað leyti tók vinnuveitandinn, Sam- bandið, að riða til falls. Starfs- mönnum fækkaði hratt og hinir eldri, sem síður fylgdu tækninni, þurftu að víkja. Kjartan lét sér hvergi bregða og hálfsjötugur settist hann við tölvuskjá og hóf að glíma við töflureikna á borð við MultiPlan og Lotus 1-2-3. Svo fór að Kjartan starfaði lengur en Sambandið, síðustu árin hjá kjöt- vinnslunni Goða. Þegar heim var komið að lokn- um vinnudegi lá leiðin oftar en ekki í bílskúrinn og þar dvaldi Kjartan að jafnaði fram undir kvöldmat. Hér var hefilbekkur- inn í öndvegi ásamt sambyggðri trésmíðavél, rennibekk og fleiri tækjum. Í skúrnum voru m.a. smíðuð barnaleikföng, spónlögð skápa- og hillusamstæða í stof- una og gróðurhús í garðinn að ógleymdum öllum innréttingum í hannyrðavöruverslunina Mólý í Hamraborg sem Jóhanna tengdamóðir mín rak af miklum myndarskap í tæp 20 ár. Þá eru ómældar allar þær stundir sem Kjartan eyddi við húsbyggingar, fyrst við eigið húsnæði, síðan með mér og loks með Ólafi mági mín- um. Bókarinn hjá Sambandinu var afbragðs verkmaður og hafði, líkt og Jón bróðir hans, erft í rík- um mæli útsjónarsemi og hagleik Ólafs Björnssonar bónda í Núps- dalstungu. Á efri árum sneri Kjartan sér einkum að tréskurði. Hann naut þess að beita egg- járnum á viðinn og fram spruttu útskornir vegglampar, kistlar, lágmyndir og sitthvað fleira. Þeir bræður, Jón og Kjartan Ólafssynir, voru afar samrýndir og miklir mátar. Eftir að ég kynntist þeim hittust þeir nánast vikulega og sátu þá oft fram á nætur og ræddu allt frá málefn- um líðandi stundar til hinstu raka tilverunnar. Ótímabært fráfall Jóns árið 1992 var Kjartani mjög þungbært. Þrátt fyrir það sem hér hefur verið sagt um störf Kjartans Ólafssonar var reyndin sú að líf hans snerist hvorki um reikn- ingshald né smíðavinnu. Lífið snerist alla tíð um fjölskylduna og hið sama gilti um Jóhönnu konu hans. Velferð afkomend- anna var kjarni lífsins og hagur þeirra og heilsa var ávallt hið eina viðmið. Um það hef ég ekki fleiri orð. Kjartan bjó lengst af við góða heilsu en síðustu árin voru hon- um þó erfið. Er mér nær að halda að undir lokin hafi hann kunnað skapara sínum litlar þakkir fyrir langlífið. Með Kjartani Ólafssyni er genginn grandvar og góður maður. Sigmundur Einarsson. Kjartan Ólafsson – þetta nafn var þegar greypt í minni mér þegar ég rúmlega tvítug kynntist verðandi tengdaföður mínum. Í huga mínum var þetta stórt nafn og tengdist Laxdælu sem ég hafði lesið nokkrum árum áður sem unglingur í menntaskóla og heillaðist af. Ekki grunaði mig þá að þetta nafn ætti eftir að fylgja mér svo nátengt eins og úr varð. Hvað þá að sonur minn og frum- burður ætti eftir að bera þetta fallega nafn afa síns. Ég tengdi nafnið við hetju sem hafði allt það til brunns að bera sem prýtt gat góðan mann. Tengdapabbi var hetja, hvunndagshetja sem þjóð- félag okkar stólar á og getur ekki verið án. Gegnheill og vandaður maður sem ræktaði skyldur sínar af heiðarleika og samviskusemi. Tengdapabbi var ákaflega vel giftur. Jóhanna tengdamamma, sem lifir mann sinn eftir tæplega 66 ára hjónaband, er ein yndis- legasta kona sem til er. Saman byggðu þau sér hlýlegt og fallegt heimili í Hlíðarhvammi 10, þar sem þau bjuggu í tæp 50 ár. Það- an fluttu þau í Ársali 3. Til þeirra var gott að koma og alltaf var tekið á móti okkur með opnum örmum. Ég hugsa til þessara heimsókna með mikilli hlýju og þakklæti. Sama er að segja um allar sumarbústaðaferðirnar og ferðalögin með þeim um allt land. Þá var margt brallað. Fyrir börn- in okkar Ólafs eru þetta dýrmæt- ar perlur æskuminninga um afa og ömmu sem vildu allt fyrir þau gera. Kjartan var hugvitssamur og einn af þeim sem hugsa út fyrir rammann. Oft kom hann með skondin sjónarhorn sem engum öðrum datt í hug. Hann var ákaf- lega skipulagður, allir hlutir áttu sinn vísa stað. Hann var hagleiks- smiður. Eftir hann liggja ýmsir skrautmunir úr málmi svo og út- skornir kistlar og gestabækur sem hann gaf okkur börnunum og barnabörnum. Í mínum aug- um eru þetta dýrgripir sem við munum geyma og njóta alla ævi. Elskulegur tengdafaðir er horfinn yfir móðuna miklu. Skammdegið er dimmara fyrir vikið þessa dagana. Eftir lifir ást- kær tengdamóðir mín en sam- stiga gengu þau í gegnum lífið og fóru ekki varhluta af sorginni. Ég votta þér, Hanna mín, innilega samúð. Það verður erfitt að njóta jólahátíðarinnar án Kjartans. Hann sýndi mér aldrei annað en hlýju og þétt handtak hans á dán- arbeði túlkaði ég sem væntum- þykju. Mér þótti afar vænt um hann enda fór alltaf vel á með okkur. Ég mun sakna hans. Ég kveð þig, kæri tengda- pabbi, með erindi úr sálmi Valdi- mars Briem: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Þín tengdadóttir, Nanna. Elsku afi okkar, mikið eigum við eftir að sakna þín sárt. En við erum þó svo heppin að eiga marg- ar góðar minningar um þig. Minningar sem gera söknuðinn bærilegri því þær fá okkur til að brosa og sumar jafnvel til að hlæja upphátt. Minningar um einstakan afa sem ávallt var stoltur af okkur og sýndi okkur ótakmarkaða ást og umhyggju. Þú tókst okkur alltaf fagnandi þegar við komum í heimsókn til ykkar ömmu og alltaf var jafn gott að koma. Við máttum þó bú- ast við smá góðlátri stríðni frá þér en stríðnisglottið þitt er ein af þeim fjölmörgu góðu minning- um sem við eigum um þig. Þú lagðir mikla áherslu á að við stunduðum skólann vel og hvattir okkur óspart áfram í námi. Einn- ig sástu til þess að við ættum aldrei bókarlaus jól. Elsku afi, við verðum þér að ei- lífu þakklát fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir okkur og fyrir það að hafa fengið þann heiður að geta kallað þig afa. Nú kveðjum við þig í hinsta sinn en eftir sitja minningar og fallega handverkið sem þú skilur eftir þig. Hvíldu í friði, elsku afi, og megi Guð varðveita þig. Þín sonarbörn, Kjartan, Berglind og Jóhanna Lóa. Ótal minningar koma upp í hugann þegar við kveðjum afa okkar, Kjartan Ólafsson. Heim- sóknir í Hlíðarhvamminn, þar sem afi og amma bjuggu lengst af, voru ófáar. Þar áttum við góðar stundir með afa í bíl- skúrnum og fengum að slá gras- ið í garðinum með bensínsláttu- vélinni, sem var mikið sport. Afi átti líka alltaf harðfisk til að gefa okkur og hann sá til þess að fugl- arnir ættu sér fastar máltíðir í garðinum á köldum vetrum. Eft- ir að hann hætti að vinna lagði hann stund á tréskurð og sótti námskeið í silfursmíði. Smíðis- gripirnir frá afa munu ávallt verða okkur hjartfólgnir. Afi fór ótal ferðir í sund og fengum við oft að fara með honum. Hann hvatti okkur áfram í skólanum og við gátum alltaf treyst því að fá bók frá honum í jólagjöf. Í Hlíðarhvammi og seinna í Ársölum buðu afi og amma fjöl- skyldunni oft til veislu við hin ýmsu tækifæri og í stórafmæl- um bauð afi allri fjölskyldunni á fínustu veitingahús bæjarins. Afi var duglegur og góður mað- ur og við erum þakklát fyrir þær góðu stundir sem við áttum sam- an. Megi afi hvíla í friði. Kjartan, Magni Þór og Jóhanna. Kær elskulegur frændi, Kjartan Ólafsson, hefur kvatt eftir langt og fagurt líf. Kjartan frændi minn var fal- legur maður svo eftir var tekið. Hann bjó yfir mikilli hlýju og það var notalegt að vera í návist hans. Kjartan var sonur Ólafs föðurbróður míns, bónda í Núpsdalstungu, og Ragnhildar konu hans. Kjartan var alinn upp á miklu kærleiksheimili með systkinunum Jóni og Elsu, þar ríkti glaðværð og náungakær- leikur var í fyrirrúmi. Ég sé allt- af Tungu fyrir mér í miklum hill- ingum, þar var maður svo innilega velkominn og öll sam- skipti einlæg og ljúf. Ólafur heimilisfaðirinn glaðbeittur heima og heiman, Ragnhildur fallega konan hans með blíða brosið, sístarfandi og gerandi öllum til góða. Svona sé ég þau hjónin fyrir mér þegar ég heim- sótti Miðfjörðinn með foreldrum mínum og systur fyrir margt löngu. Kjartan bar foreldrum sínum sannarlega fagurt vitni. Hægur og prúður í framgöngu lagði hann af stað út í lífið með Jóhönnu ástina sína sér við hlið. Þau voru bræðrabörn, nánast al- in upp saman en ástin bankaði upp á hjá þeim ungum og saman gengu þau ævigötuna hönd í hönd. Það var alltaf alveg ein- stakt að vera með þeim – ástin bókstaflega lýsti af þeim. Við Kjartan eignuðumst bæði mik- inn fjársjóð í einstöku sambandi Tungusystkina, feðra okkar og systkina þeirra. Því var stundin stór og kær þegar blásið var til ættarmóts Núpsdalstunguaf- komenda í Miðfirði. Vel var mætt – hátt á þriðja hundrað manns – aðalræðumaður ættar- mótskvöldsins var fallegi frændi minn Kjartan. Hann stóð bjart- ur og geislandi þegar hann minntist ömmu okkar Ásgerðar og afa Björns, myndarhjónanna í Tungu, og þegar hann minntist æskuheimilis síns, foreldranna góðu, systkinanna, dalsins og fjarðarins kæra. Já, kvöldið var á einhvern hátt hans. Elskuleg Jóhanna brosandi við hans hlið, glæsileg börn og barnabörn. Frændi hamingjusamur í stórum hópi afkomenda Núps- dalstunguhjónanna Ásgerðar og Björns. Þannig vil ég muna Kjartan frænda minn með hjart- ans þökk fyrir góðar minningar fyrr og nú. Guð umvefji Jó- hönnu, konuna hans ástkæru, og börnin þeirra stór og smá. Guð blessi minningu Kjartans Ólafs- sonar frá Núpsdalstungu. Helga Mattína Björns- dóttir, Dalvík. Kjartan Ólafsson Sr. Baldur í Vatnsfirði er allur. Góður vinur okkar hjóna, Skírnis og Sigrúnar, er lagður í ferðina sem allra bíður. Fari hann í friði og sé Guði falinn. Kynni okkar hófust eftir að hann lét af embætti, en þau urðu samt allnáin og við heyrðumst oft í síma, hann fylgdist með vegferð okkar og var snöggur að hringja ef hann frétti af einhverju markverðu hjá okkur. Svo urðum við nágrann- ar nú síðustu mánuðina sem hann lifði, bjuggum sitt hvorum megin götu í vesturbæ Reykjavíkur. Hugurinn leitaði þó vestur, við vorum svo sammála um það að ekki gekk hnífurinn á milli, til Djúpsins, og sér í lagi Vatnsfjarð- ar, þar sem hann átti öll sín bestu ár. Þessi prestur var sérstakur, stundum hrjúfur og ekki alltaf sáttur, en samt svo næmur og vak- andi gagnvart öllu og öllum. Hugs- aði mikið um fólk og til fólksins sem hann þjónaði, oft glaður og reifur einnig, eins og guma hverj- um sæmir. Talaði jafnan vel um fólk, sérlega kollega sína, ég sat hjá honum einn sumardag í sumar, eftir að hann missti sína ágætu frú, og hann sagði sögur af Vestfjarða- klerkum – og fór á kostum. Erindi mitt var að bjóða honum með í af- mælisveislu Agnesar biskups, hann treysti sér ekki, en í staðinn splæstum við í afmælisgjöf sem við urðum ásáttir um að ég færði henni í tilefni dagsins. Við brölluðum þetta, tveir góðir. Baldur Vilhelmsson ✝ Baldur Vil-helmsson lést í Reykjavík 26. nóv- ember 2014. Útför hans fór fram 3. desember 2014. Biskupsafmælið gekk vel. Ég gekk svo yfir og ætlaði að segja honum frá af- mælinu nokkrum dögum seinna. Þá höfðu veikindi sett strik og umtalaðist að ég kæmi seinna. Svo var ekki, og verða þeir endur- fundir að bíða betri tíma. Það er sjónarsviptir að sr. Baldri og við Sigrún þökkum þessum sérkennilega en þó indæla manni fyrir hans vináttu, sem var sjálfsprottin og tilgerðarlaus. Af- komendum og venslafólki vottum við samúð við fráfall Baldurs og Ólafíu, sem kvöddu á sama árinu. Við minnumst góðu kaffibollanna og góðgerðanna, skrafsins og ráðagerðanna. Að lokum vil ég minnast á eina hlið á sr. Baldri sem ekki hefur verið í sviðsljósinu, hann var vel menntaður í grísku og latínu og unni grískum bókmenntum. Þarna vorum við góðir saman og ég dáðist að þessari einkennilegu blöndu sveitaklerks við nyrstu höf – og heimsborgara hlustandi á snældur, innihaldandi fornar sög- ur og mýtur. Stjórnmál ræddum við aldrei, en vð skynjuðum hug hans rót- tækan. Hugsanir okkar hjóna á slíkum stundum tengdust spurningunni um hvernig honum hefði gengið að aðlagast hægri umferðinni í den tid. Einhvernveginn hefur það slampast, eins og svo margt ann- að. Aðlögunarhæfni manneskj- unnar er í raun það sem gerið okk- ur mennsk og fyllir lífið dögum. Við hugsum – og breytum. – Co- gito, ergo sum. – Vertu sæll, góði. Kveðjur, Skírnir G. og Sigrún D. Elskulegur eiginmaður minn, faðir minn og afi okkar, ANDRÉS BJERKHOEL ADOLFSSON símamaður, lést á Landspítalanum 2. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. . Sigríður Magnúsdóttir, Hjördís Andrésdóttir, Íris Andrea, Tumi og Davíð Funi. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð, vináttu og aðstoð alla vegna andláts og útfarar kærrar systur og frænku, ÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR frá Staðarbakka. Bróðir, systkinabörn og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir og afi, KONRÁÐ ÞÓRISSON fiskifræðingur, Blesugróf 17, Reykjavík, lést á Landspítala við Hringbraut fimmtudaginn 4. desember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 16. desember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hvatningarnámssjóð barnabarna hans „Afasjóð“ – 111-26-98800 kt. 2006523559 eða Krabbameinsfélagið. Margrét Auðunsdóttir, Fífa Konráðsdóttir, Pétur Þór Sigurðsson, Hrönn Konráðsdóttir, Atli Birkir Kjartansson, Svavar Konráðsson, Hlynur Þór, Máni, Dalía, Daníel Rafn, Ronja Rán og systkini.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.