Morgunblaðið - 11.12.2014, Page 105

Morgunblaðið - 11.12.2014, Page 105
MINNINGAR 105 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 ✝ SigurðurKristinn Jóns- son fæddist á Ak- ureyri 11. apríl 1931. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Hlévangi í Keflavík hinn 1. desember 2014. Foreldrar hans voru Magnúsína Kristinsdóttir saumakona frá Akureyri og Jón Sigurðsson litari á Gefjun frá Snæbjarn- arstöðum í Fnjóskadal, þau eru bæði látin. Systkini Sig- urðar voru Hólmfríður Guð- laug Jónsdóttir sendiherrafrú og Brynleifur Jónsson klæð- skeri sem eru látin, eftirlifandi 1972, gift Ólafi Eggertssyni. Áður átti Sigurður, með Ernu Marinósdóttur frá Borg- arnesi, Guðrúnu Ernu, f. 1950, gift Ásbirni Hjálmarssyni. Barnabörn Selmu og Sigurðar eru 16 og barnabarnabörn tvö. Sigurður ólst upp á Ak- ureyri þar sem hann lauk barna- og unglingaskóla, jafn- framt keppti hann mikið og var sigursæll á skíðum. Hann fluttist 16 ára til Borgarness með foreldrum sínum, þar sem hann lærði húsasmíði, meðal annars starfaði hann við virkj- anir um landið. Sigurður starf- aði alla tíð við iðn sína. Hann fluttist til Keflavíkur 1955 og starfaði á Vellinum en lengst af starfaði hann sjálfstætt. Sig- urður byggði fjölda íbúðar- húsa, bæði stór og smá, mest í Keflavík en einnig í Reykjavík og Njarðvík. Útför Sigurðar fer fram frá Keflavíkurkirkju 11. desember 2014 kl. 13.00. er Helgi Jónsson verkfræðingur. Eftirlifandi eig- inkona Sigurðar er Selma Jóhann- esdóttir, f. 1939, frá Auðnum á Akranesi. For- eldrar hennar voru Guðmunda Sigurðardóttir húsfreyja og Jó- hannes Sigurðsson skipstjóri. Börn Selmu og Sig- urðar eru Jóhannes, f. 1965, giftur Indíönu Steingríms- dóttur, Jón, f. 1967, giftur Karólínu S. Sigurðardóttur, Sigurður, f. 1969, giftur Guð- rúnu Arnardóttur, Guðmunda, f. 1970, og Magnúsína Ellen, f. Það er mér erfitt að skrifa minningargrein um þig, elsku pabbi. Þótt ég hafi óskað þess að þú fengir að hvíla þig, þá er það samt svo sárt þegar þú kveður. En þú varst svo sannarlega orð- inn þreyttur og búinn að skila þínu – og gott betur. Það er svo margt sem rifjast upp, allar stundirnar með þér, þú reyndist mér alltaf svo vel, þú varst sérlega hlýr og hjartagóð- ur maður og máttir aldrei neitt aumt sjá hjá okkur krökkunum, varst alltaf fyrstur á staðinn ef eitthvað var að. Ég byrjaði snemma að þvæl- ast fyrir þegar þú varst að byggja og ég var ungur þegar ég fékk fyrst útborgað, ég mun aldrei gleyma fyrstu útborgun- inni, heldur betur montinn sjö ára snáði. Þú vannst alla tíð mik- ið og ég var oft með þér eftir skóla og öll sumur þar til ég var 15 ára og ekki var nú alltaf til peningur til að borga út, því ekki seldust alltaf íbúðirnar sem þú varst að byggja. Ekki mun ég gleyma sumrinu þegar ég varð 14 ára um haustið, ekki hafði selst íbúð lengi og ég ekki fengið útborgað allt sum- arið, mig hafði dreymt um skelli- nöðru lengi og ætlað mér að kaupa eina notaða fyrir sumar- hýruna, þegar ég fengi prófið um haustið. Seint í ágúst það ár fórum við saman til Reykjavíkur sem oftar, á gamla sendibílnum, að ég hélt til að sækja timbur sem við gerðum oft, en þá keyrð- ir þú beint niður í Suzuki-umboð. Þú spurðir mig fyrir utan hvort við ættum ekki að skreppa inn og kíkja á hjól, þú spurðir mig hvað mér litist best á og sagðir svo við sölumanninn að við ætl- uðum að fá þetta hjól, splunku- nýtt! Svona gast þú verið, glatt mann svo mikið að maður gleymir því aldrei. Þú veist vel, pabbi, að ég á fleiri svona sögur. Ég man vel eftir ykkur mömmu með okkur fimm krakkana, ég elstur og Ell- en yngst, aðeins sjö árum yngri, já það var svo sannarlega líf á heimilinu og ég gæti sagt marg- ar sögur. Þú varst oft strangur og ég alls ekki alltaf sammála þér, en alltaf varstu sanngjarn og rétt- sýnn. Ég veit vel að hér áður hafðir þú miklar áhyggjur af mér og ég fann alltaf svo sterkt hvað þú vildir mér vel og hve heitt þú óskaðir þess að það næði mér. Það hefur styrkt mig alla tíð hve hlýr og góður pabbi þú hefur verið, ekki bara mér heldur okkur öllum systkinum og öllum okkar börnum. Kveðja senn ár og ókomnir dagar að mér víkja, er ekkert betra en eiga vini sem aldrei svíkja. (Höf. ók.) Það er með miklum söknuði og enn meira þakklæti sem ég kveð þig, elsku pabbi minn, ég er samt svo glaður að það varst þú sem varst pabbi minn, takk fyrir allt. Jóhannes Sigurðsson. Ó elsku pabbi. Það er sárara en orð fá lýst að horfa á eftir þér inn í eilífðina, en þó svo þakklát fyrir að þú fékkst hvíldina, og fá að vera samferða þér í 44 ár. Það mikilvægasta í lífi pabba var vinnan hans og börnin. Pabbi var húsasmíðameistari og byggði fjölda húsa víða um land en þó flest í Keflavík. Pabbi, þú kennd- ir mér strax frá unga aldri að ætlaði maður að komast áfram í lífinu yrði maður að vinna vel og hafa ástríðu fyrir þeim verkefn- um sem maður tekur sér fyrir hendur og það hef ég svo sann- arlega haft að leiðarljósi. Ég man þegar ég var sex ára grát- bað ég pabba að fá að nagl- hreinsa spýtur, þetta var allt svo spennandi og held ég að það hafði verið fyrir ástríðu pabba á vinnunni sem smitaðist til okkar systkinanna. Ég þakka fyrir að hafa átt yndislegan pabba sem hafði stóran faðm, sem gott var að leita til. Pabba sem kenndi mér að það þyrftu ekki allir að vera eins og ól mig upp í algeru fordómaleysi. Pabba sem var duglegur og ósérhlífinn. Faðir minn var allra manna hugljúfi, svo hreinn og beinn, laus við alla tilgerð og öllum kær. Pabbi naut almennra vinsælda, og setti af þeim sökum mjög svipmót sitt á umhverfið. Börnunum mínum varstu besti afi og vildir allt fyrir þau gera, og sagði Gylfi minn einu sinni við þig: „Afi, ég vona að þú verðir eilífur!“ Það segir margt um þann mann sem þú hafðir að geyma. Þú verður allt- af bestur og allra manna mestur. Þér ég þakka vináttu og góðar stundir, hlýja hönd og hand- leiðslu og okkar stundir saman. Bjartar minningar lifa ævina á enda. Ég verð alltaf litla pabbas- telpan þín. Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig frá Bláa lóns böðum að nyrstu sjávarströnd Frá vel þekktum stöðum út í ókönnuð lönd þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig Ef dimmir í lífi mínu um hríð eru bros þín og hlýja svo blíð Og hvert sem þú ferð og hvar sem ég verð þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig Frá hlíðum Akureyrar inn í grænan Herjólfsdal Frá Hallormsstaðarskógi inn í fagran Skorradal þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig Ef dimmir í lífi mínu um hríð eru bros þín og hlýja svo blíð. Og hvert sem þú ferð og hvar sem ég verð þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig (Rúnar Júlíusson) Þín dóttir, Guðmunda (Munda). Mig langaði að minnast aðeins fyrrverandi tengdaföður míns með þökkum fyrir stuðning og velvilja í minn garð á erfiðum tíma í mínu lífi. Það gaf mér mikið þegar þú komst til mín í vinnuna til þess að spjalla og fá fréttir. Þú varst alltaf svo umhyggju- samur við fjölskyldumeðlimi þína þegar eitthvað bjátaði á og fyrir það vil ég þakka. Ávallt var gott að koma heim til ykkar Selmu, ef ekki var borðaður góð- ur matur þá var spilað eða spjallað um heima og geima. Í minningunni varstu alltaf að bardúsa eitthvað, grínast og slá á létta strengi. Þú vannst mikið og vildir að fólkið þitt tileinkaði sér iðjusemi. Hvar sem þú komst vissi fólk af þér því þú lést í þér heyra og hafðir ekki miklar áhyggjur af því hvað náunganum fannst. Hélst þínu striki og hafðir þínar skoðanir á því sem í gangi var í þjóðfélaginu. Já, margar á ég minningarnar um þig og fjölskyldu þína en vil þakka samferðina og einstakan velvilja í minn garð alla tíð. Elsku Selma og fjölskylda, innilegar samúðarkveðjur, minn- ingin lifir í hjörtum ykkar allra. Hvíl í friði. Rannveig Arnarsdóttir. Sigurður Kristinn hét hann en var alltaf kallaður Kiddi. Hann er nú kominn til feðra sinna eftir löng og erfið veikindi. Kidda kynntist ég fyrst þegar Selma, langyngsta systir mömmu minn- ar, kom með hann til afa og ömmu að Auðnum á Akranesi fyrir um hálfri öld. Kiddi var þá orðinn byggingameistari og sjálfum sér líkur, viðræðugóður, grínaktugur, hvatvís, mikill söngmaður og stundum hávær. Kiddi og Selma festu fljótlega búsetu í Keflavík, fóru þar að hrúga niður börnum og hafa bú- ið þar síðan. Kiddi fæddist á Akureyri og bjó þar til 16 ára aldurs. Á sumr- um var hann í sveit á Grund í Eyjafirði hjá þeim heiðurshjón- um Margréti föðursystur sinni og Magnúsi. Í gegnum okkar kynni varð honum tíðrætt um veru sína þar, einkum hversu frænka hans var honum náin og góð. Hann talaði einnig oft um vinnumanninn á staðnum, Guð- mund, sem endaði sinn starfs- feril sem sauðamaður á tilrau- nabúi Rannsóknastofnunar landbúnaðarins (Rala) á Skriðu- klaustri. Svo skemmtilega vildi til að þar hafði undirritaður kynnst Guðmundi í kringum 1980, vegna starfa sinna fyrir Rala. Á veggnum fyrir ofan rúm Kidda á dvalarheimilinu Hlév- angi þar sem hann dvaldi síðustu árin, hékk innrömmuð minning- argrein um Guðmund, en það er til marks um það hversu vænt honum þótti um þennan mann. Sem unglingur var Kiddi ann- ar af tveimur fremstu skíða- mönnum landsins í sínum ald- ursflokki. Hinn var Eysteinn Þórðarson sem er einn af okkar snjöllustu skíðamönnum fyrr og síðar. Þegar framtíðin blasti við Kidda í þeirri íþróttagrein flutti fjölskyldan búferlum til Borgar- ness, en það varð m. a. til þess að skíðaferli Kidda lauk skyndi- lega. Áður en Kiddi hélt út í lífið frá Borgarnesi eignaðist hann frumburð sinn Guðrúnu. Þegar búskapur Kidda og Selmu hófst í Keflavík með frumburðinum Jóhannesi komu næstu fjögur börn þeirra hjóna hvert af öðru með tveggja ára millibili. Þegar fimmta barnið var komið í heiminn var fljótlega keypt lóð og hafist handa við að byggja hús yfir fjölskylduna. Það hús var selt tilbúið undir tréverk, en keypt var önnur lóð og boltinn byrjaði þar með að rúlla og Kiddi gerðist afkasta- mikill verktaki í Keflavík næstu áratugina. Húsin sem hann byggði og seldi voru afskaplega vel byggð og hafa enst vel, vegna þess að hann byggði þau hvert og eitt á sama hátt og hann hefði byggt yfir sig og sína fjölskyldu. Síðustu starfsár sín vann Kiddi við viðhaldsstörf á Vellinum. Kiddi var einstaklega góður faðir barnanna sinna, enda hafa þau alla tíð sýnt foreldrum sín- um mikla ást og virðingu. Dóttur okkar hjóna, Völu, var hann alla tíð sem besti afi. Árið 1996 fékk Kiddi blóðtappa sem olli tals- verðri lömun. Hann lét það ekki mikið á sig fá og barðist á móti straumnum með þrotlausum æf- ingum og gönguferðum. Kiddi var harðduglegt glæsi- menni, sem við minnumst öll með söknuði, en eflaust hefur hann verið frelsinu feginn. Ég og fjölskylda mín vottum Selmu, krökkunum og öllum ættingjum hans okkar dýpstu samúð. Guðmundur Guðjónsson. Kiddi var einstakur maður og afskaplega góður og mér mjög kær. Ég er búin að þekkja Kidda frá því ég man eftir mér. Hann var mér alltaf svo hlýr og góður þó svo hann væri stöðugt með góðlátlegt grín gagnvart mér. Setningar eins og „hvar er kær- astinn“ og „kærastinn var að hringja og var að leita að þér“ heyrði ég í hvert sinn sem ég hitti hann allt undir það sein- asta. Ég sakna þess mikið að geta ekki heyrt þessar setningar og svarað honum lengur í léttum tón. Ég mun líka sakna þess að heyra hann syngja og kveða vís- ur þegar honum fannst tilefni til eða kyssa þurra vangann hans og knúsa hann. Ég mun líka minnast margra heilræða frá honum sem fylgja munu mér um aldur og ævi. Tvennt mun þó sérstaklega standa upp úr að þrátt fyrir veikindi hans þekkti hann mig alltaf þótt hann þekkti ekki sína nánustu, sérstaklega undir það seinasta. Kiddi var mjög örlátur maður. Þegar ég fermdist gaf hann mér bleikan jogginggalla sem var sérstak- lega frá honum til mín í viðbót við stóra gjöf frá fjölskyldunni allri. Það er mér mjög minn- isstætt og sérstakt. Kiddi minn, ég mun sakna þín svo mikið og það verður svo skrýtið að geta ekki komið í heimsókn og setið hjá þér og fundið þessa yndislegu hlýju sem þú gafst mér öll þessi ár. Þú ert bestur. Þín Vala Guðmundsdóttir. Sigurður Kristinn Jónsson Fallin er frá elskuleg tengda- móðir mín, Ása Haraldsdóttir. Það eru margar hlýjar og góðar minningar sem fara í gegnum huga minn og mun ég ávallt geyma þær í hjarta mínu. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þeirri góðu konu sem Ása var. Það er með miklum söknuði sem ég kveð góðhjartaða og lífsglaða konu. Ása Haraldsdóttir ✝ Ása Haralds-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 12. júlí 1928. Hún lést á Landakoti 4. nóvember 2014. Útför Ásu fór fram frá Bústaða- kirkju 14. nóv- ember 2014. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Guðný Gunnarsdóttir. Í dag kveðjum við góðan dreng sem var allt í senn vinnufélagi, veiði- félagi, heimilisvin- ur, en fyrst og síðast góður félagi og traustur vinur. Eftir áratuga vinskap dimmir yfir þeim sem eftir standa, orðlaus yfir miklum missi. Árni hafði einstaklega góða nærveru hvort sem var í vinnunni, á árbakka, við flugu- hnýtingar eða í góðra vina hópi. Hann var hjálpsamur og alltaf til í að veita aðstoð eða rétta hjálp- arhönd ef á þurfti að halda. Ófáar veiðiferðir fórum við saman til að renna fyrir lax eða silung. Fljótaá, Skjálfandafljót og ekki síst Fnjóská urðu oft fyr- ir valinu og þar áttum við margar góðar stundir saman. Þessar ferðir voru gjarnan skipulagðar langt fram í tímann og það gerði þær enn skemmtilegri. Undir- búningur fólst oft í því að hnýta flugur fyrir veiðiferðirnar. Árni átti sér uppáhaldsflugu sem hann hafði hannað frá grunni. Þessi góða fluga var stundum sú eina sem hnýtt var á enda dugði hún oftast vel og skilaði mörgum fisk- um á land. Við munum að sjálf- sögðu halda áfram að nota þessa veiðnu flugu og hugsa um leið til okkar góða vinar. Árni var sér- lega iðinn og góður veiðimaður og hafði mjög gaman af allri úti- veru. Hann taldi ekki eftir sér að ganga á veiðistaði sem voru úr al- faraleið og aðrir sinntu lítið. Þá kom hann gjarnan brosmildur til baka með fiska sem höfðu fallið fyrir flugunni góðu. Í gegnum veiðiskap eignaðist Árni marga góða vini og má með- al þeirra nefna þá John D. Ber- ger frá Flórída og Wilhelm Gru- ber frá Kanada. Þeir komu hingað til Íslands að veiða, ár eft- ir ár, og nutu þá leiðsagnar Árna á ýmsum stöðum. Árni og John tengdust sterkum böndum og fór mjög vel á með þeim enda báðir einstakir náttúruunnendur og ljúfmenni hin mestu og ekki spillti eldheitur áhugi þeirra á fluguveiðum. Það gladdi okkur mikið í sum- ar sem leið að geta farið öll sam- an í veiðiferð í Fnjóská. Við nut- um samverunnar á Stöllum í Dalsmynni þar sem við gistum og gerðum vel við okkur í mat og drykk á milli þess sem farið var í ána til að renna fyrir fisk. Undir niðri leyndist grunur um að þetta gæti verið okkar síðasta veiðiferð saman en allir héldu í vonina um Árni Jóhannsson ✝ Árni Jóhanns-son fæddist 21. júní 1960. Hann lést 26. nóvember 2014. Útför Árna fór fram 4. desember 2014. bata. Aldrei var samt um það rætt og alltaf var talað um hve mikið við hlökkuðum til næstu ferðar, hvað við ætluðum að gera öðruvísi en síðast, og hvernig við myndum fara að við þennan veiðistað eða hinn. Við kveðjum góð- an vin með trega í hjarta og vott- um eftirlifandi ættingjum Árna okkar dýpstu samúð. Margrét og Gunnar, Hugrún og Adam. Það er sárt að sitja hér og ætla að setja nokkur kveðjuorð á blað um minn kæra vin, Árna Jó- hannsson. Hvernig má það vera að hann sé allur? Ég hugsa til baka, minningarnar eru margar og þær eru allar góðar. Árni vin- ur minn er heilsteyptasti og sannasti maður sem ég hef kynnst og á ég sem betur fer marga góða vini. Ætíð þegar eitt- hvað stóð til hjá mér var fyrsta hugsun mín að heyra í vini mín- um og kanna hvort ég hefði hann með mér. Manni leið alltaf betur ef hann var með. Alltaf var hann til í slaginn, gilti einu hvort um var að ræða stórfellda aðstoð heima hjá mér, því að þessi drengur var laghentur í meira lagi, eða eitthvað KA-tengt. Allt- af gat ég hringt í vin minn og ætíð var hann til. Ég man frábærar veiðiferðir okkar, ég man allt KA-stússið okkar saman, ég man ferðalög, ég man frábærar stundir í stof- unni heima með eitthvað boðlegt í glasi. Ég man þetta ótrúlega góðlátlega fína grín sem vinur minn gerði að mér. Alltaf þannig að það gladdi fremur en særði. Árni vinur minn særði nefnilega ekki fólk, til þess var hann allt of vandaður og heill. Hann bar hins vegar ótrúlega gott skynbragð á óteljandi möguleika á þessu notalega gríni sem aðeins sá get- ur beitt sem er vinur, sannur vin- ur. Ef þessi heimur ætti nú fleiri menn eins og hann Árna vin minn Jóh. værum við í mun betri málum, það er mér og öllum sem fengu að kynnast þessum hæg- láta, trausta manni ljóst. Betri vin er ekki hægt að hugsa sér. Ég veit að honum þætti ekki merkilegt að menn væru að skrifa um hann langan pistil, segði slíkt ekki boðlegt – en ég varð. Vertu sæll, minn kæri vinur, og bestu þakkir fyrir vináttuna. Foreldrum, systkinum og öðrum ástvinum Árna sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Gunnar Níelsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.