Morgunblaðið - 11.12.2014, Síða 106

Morgunblaðið - 11.12.2014, Síða 106
106 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 ✝ Árni Daní-elsson var fæddur á Reykhól- um 1. apríl 1922. Hann lést á Heil- brigðisstofnuninni á Hólmavík 22. nóvember 2014. Árni var sonur hjónanna Ragn- heiðar Árnadóttur, f. 25. júní 1890, d. 29. mars 1982 frá Kollabúðum í Reykhólasveit og Daníels Ólafssonar, f. 8. október 1894, d. 23. júní 1976 frá Borgum í Hrútafirði. Systkini Árna eru: Ólafur, f. 1919, d. 1974, Oddur, f. 1920, d. 1964, Jón, f. 1923, d. 1982, Þórir, f. 1923, d. 2008, Stefán, f. 1926, d. 2004 og Kristrún, f. Ólöf Hilmarsdóttir, þau eiga þrjú börn. Jónína Rósamunda, f. 1950, eiginmaður hennar er Ivan Pulic, Jónína á þrjú börn og tvær fósturdætur. Guðrún, f. 1951, gift Einari Braga Bergssyni, þau eiga tvo syni. Ingibjörg Fanndal, f. 1952, maður hennar er Valur And- ersen, þau eiga tvo syni. Rós- mundur, f. 1954, d. 1996, hann átti tvær dætur. Barna- barnabörnin eru 28. Árni bjó í Tröllatungu með foreldrum sínum og bræðrum, þeim Jóni og Stefáni, en árið 1973 flutti hann til Hólmavík- ur þar sem hann starfaði sem verkstjóri við áhaldahús sveit- arfélagsins. Árni og Helga voru miklir náttúruunnendur og dýravinir og héldu alltaf kindur og áttu marga hesta. Útför Árna var gerð frá Hólmavíkurkirkju laugardag- inn 29. nóvember 2014. 1928. Uppeldis- bróðir Árna er Sigurbjörn Hlöð- ver Ólafsson, f. 1934. Þegar Árni var 10 ára gamall fór hann sem vika- drengur til Stur- laugs Hallssonar, leiguliða í Trölla- tungu, og var þar þangað til Ragn- heiður og Daníel keyptu jörð- ina Tröllatungu árið 1941. Ár- ið 1974 hóf Árni búskap með Helgu Rósmundsdóttur, f. 14. maí 1925. Helga lést 25. júní 2013. Börn Helgu og Bernódusar Sigurðssonar eru: Sigurður Hólm, f. 1949, kona hans er Elsku Árni okkar, nú ert þú far- inn og búinn að hitta mömmu. Hún hefur örugglega tekið vel á móti þér, tilbúin með hestana. Mamma fór 17 mánuðum á und- an þér. Við vorum komin á þrítugs- aldur þegar við kynntumst Árna Daníelssyni. Hann var seinni mað- urinn hennar mömmu, var mjög heilsteyptur og mikið góðmenni og áttu þau 39 góð ár saman. Árni var okkur systkinunum alltaf góður og yndislegur og bar þar aldrei skugga á. Árni var afi barnanna okkar, strákarnir okkar fóru til Hólma- víkur á vorin og voru yfir sumarið hjá ykkur í mörg ár. Viljum við þakka þér fyrir hvað þú varst þeim alltaf góður og kenndir þeim að vinna, fórst með þá í hestaferðir og að stússast við búskapinn, sauðburð, heyskap og allt sem því fylgir. Á Grænanesi áttuð þið margar góðar stundir saman. Þegar við nú kveðjum þig er okkur efst í huga þakklæti fyrir allt sem þú varst mömmu og okkur. Guð blessi þig. Einnig viljum við þakka öllu starfsfólki á Heilbrigðisstofnun Hólmavíkur fyrir góða og hlýja umönnun. Guðrún, Ingibjörg og fjölskyldur. Árni Daníelsson Frumkvöðull, baráttukona, eld- hugi og hugsjóna- manneskja. Allt eru þetta lýsingar sem eiga vel við Ebbu. Hún var frumkvöðull á svo margan hátt en sú hlið sem ég kynntist sneri að mála- flokkum fatlaðs fólks. Þar var hún baráttumanneskja fyrir því að fatlað fólk hefði sama rétt og aðrir til að taka þátt í samfélag- inu og öllum lífsins gæðum. Hún upplifði sjálf, sem ung manneskja, að búa á stofnun og sú reynsla hafði djúpstæð áhrif á hana og mótaði lífsgildi henn- ar. Þessari lífsreynslu og ann- arri lýsir Ebba á áhrifaríkan hátt í lífssögu sinni sem út kom árið 2010. Ebba var réttsýn manneskja og hún sagði oft að hún væri fyrst og fremst að berjast fyrir þá sem ekki gætu talað fyrir sig sjálfir. Síðasta áratug hefur Ebba miðlað nem- endum í Háskóla Íslands af reynslu sinni og sögu sem hafði mikil áhrif á þá sem á hlýddu. Ebba sagði skemmtilega frá og átti auðvelt með að koma orðum að hlutunum og finna kjarnann. Það eru margir sem hafa hlust- að á Ebbu og síðar farið að vinna með fötluðu fólki sem hafa sagt mér að fátt í námi þeirra hafi haft eins djúpstæð áhrif á þá og mótað viðhorf þeirra til fatlaðs fólks jafn mik- ið og fyrirlestrar Ebbu. Eitt sinn var Ebba spurð að því hvernig hún teldi að fagfólk ætti að koma fram við fatlað fólk. Hún svaraði stutt og hnit- miðað: „Alveg eins og við alla aðra. Við erum öll jafnmikið fólk.“ Ebba var á síðustu árum þátttakandi í erlendu rannsókn- arsamstarfi og eftir að hún lést hafa margir haft samband og lýst þeim áhrifum sem Ebba hafði í alþjóðlegu samhengi. Ebba er meðhöfundur nokkurra greina í erlendum tímaritum en Eygló Ebba Hreinsdóttir ✝ Eygló EbbaHreinsdóttir fæddist 19. desem- ber 1950. Hún and- aðist 26. nóvember 2014. Útför Ebbu fór fram 10. desem- ber 2014. síðasta afrekið var að nú í haust kom út bók í Bretlandi þar sem saga henn- ar og Sigurjóns, eiginmanns hennar, var birt. Ebba og Jonni voru sálu- félagar og vinir. Þau studdu hvort annað í lífsins ólgu- sjó og var ákaflega fallegt að sjá hvernig Jonni hugsaði um Ebbu, eiginkonu sína, eftir að hún veiktist og allt til enda. Ég átti því láni að fagna að ferðast með Ebbu og Jonna á margar erlendar ráðstefnur og fundi en þau voru góðir og skemmtilegir ferðafélagar. Oftast tókum við nokkurra daga frí eftir fundi eða ráðstefnur. Ebba og Jonni nutu þess að ferðast, skoða nýja staði, fara út að borða og bara vera til. Jonni sá líka um að koma okkur Ebbu á réttu stað- ina en hann er einkar ratvís maður. Verslunarferðir okkar Ebbu að hætti Íslendinga á er- lendri grund gleymast seint. Ebba var stórtæk og gjafmild, keypti ávallt gjafir fyrir fjöl- skyldu og vini og þar var smá- fólkið í aðalhlutverki. Það er af mörgu að taka þeg- ar rifjuð eru upp árin og allar samverustundirnar með Ebbu og ekki síst öll símtölin. Það sem eftir situr er einlæg vinátta og endalaust traust sem hún sýndi mér og fjölskyldu minni. Fyrir það er ég óendanlega þakklát en mikið á ég eftir að sakna hennar Ebbu. Elsku Jonni og fjölskyldan öll, innileg- ustu samúðarkveðjur. Minning- in um góða og merkilega konu lifir. Guðrún V. Stefánsdóttir. Nú er tómlegt hjá okkur í Hátúninu því fallinn er frá dyggur félagi í Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. Eygló Ebba var félagslynd og tók virkan þátt í öllu innan okkar félags hvort sem um var að ræða bingó, karókí, ball eða pólitíska umræðu. Hún skemmti sér ávallt vel með hópnum enda var hún vel liðin en hún var líka mjög réttsýn og lét sig málin varða. Hún var dugleg að mæta á umræðufundi um málefni fatlaðra og ófeimin við að tala sínu máli. Hún stóð upp og sagði sitt ef henni fannst gengið á réttindi sín eða að réttur fatlaðra væri á einhvern hátt skertur. Þetta gerði hún bæði hér heima og einnig á ráð- stefnum um málefni fatlaðra er- lendis. Hún þekkti sínar tak- markanir og var meðvitaðri um þær en margur annar en hún lét aldrei deigan síga fyrir því. Hún hafði yndi af útiveru í Krika, sumarhúsi félagsins við Elliðavatn, og elskaði að ferðast um landið og heiminn allan með Sigurjóni, ástinni í lífi hennar. Jafn samhent og náin hjón eru vandfundin. Eygló Ebba greindist með krabbamein fyrir tveimur árum sem dró dilk á eftir sér þrátt fyrir góð batamerki til að byrja með, en hún fór í gegnum veik- indin eins og tilveruna alla með þvílíkri tilhlökkun og æðruleysi að það er til eftirbreytni. Ég held að baráttunni hefði lokið mun fyrr hefði hún ekki tekist á við hvern dag með já- kvæðni og æðruleysi sem fáum einum er gefið. Við samhryggjumst eftirlif- andi eiginmanni hennar, Sigur- jóni Grétarssyni, systkinum þeirra beggja og ættingjum. Þó sorgin sé mikil þá brosum við í gegnum tárin og förum út í lífið reynslunni ríkari eftir góð kynni við góða konu – jákvæð og glöð. F.h. Sjálfsbjargar á höfuð- borgarsvæðinu, Ásta Dís Guðjónsdóttir, formaður. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Kíktu á heimasíðuna lifstykkjabudin.is Mikið úrval Alsilki- nátt- fatnaður Falleg jólagjöf Póstsendum Nýtt kortatímabil Sundbolir • Tankini Bikini • Náttföt Undirföt • Sloppar Inniskór • Undirkjólar Aðhaldsföt Frú Sigurlaug Fylgstu með á facebook Mjóddin s. 774-7377 Úrval af náttfötum, náttkjólum og sloppum Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ýmislegt Antikskápar frá 19. öld Jólaskeiðar og jólaóróar Úrval af kertastjökum Antik húsgögn og munir í úrvali. Postulíns matar- og kaffistell. Silfurborðbúnaður, postulíns- styttur, kristall og gjafavara. Opið frá kl. 10 til 18 og laugar- daga og sunnudaga frá kl. 11-16. Þórunnartúni 6, sími 553 0755 – antiksalan.is Antík Smáauglýsingar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.