Morgunblaðið - 11.12.2014, Qupperneq 114
114 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Þ
essi bók hjálpar fólki að
hugsa upp á nýtt,“ segir
Jón Ólafsson, prófessor í
heimspeki við Háskólann
á Bifröst, um bókina
Lýðræðistilraunir – Ísland í hruni og
endurreisn sem hann ritstýrði. „Ég
geri ráð fyrir að bókin verði notuð við
kennslu í stjórnmálafræði og jafnvel
stjórnmálaheimspeki, en hún hentar
ekki síður áhugasömum almenningi,
því þetta er mjög aðgengileg bók.
Svo vona ég að virkir stjórnmála-
menn lesi bókina og átti sig betur á
því að markvisst almenningssamráð
og valddeiling er jákvætt fyrirbæri,
en ekki eitthvað sem þeir þurfa að
óttast og berjast gegn,“ segir Jón og
tekur fram að því miður séu margir
stjórnmálamenn enn fastir í gam-
aldags hugmyndum um hlutverk sitt.
Í bókinni er að finna fimm greinar
eftir sjö höfunda auk inngangskafla
eftir Jón þar sem hann gerir grein
fyrir þeim lýðræðistilraunum sem
gerðar voru hérlendis á árunum
2009-2013 og sumar hverjar hafa
vakið athygli út fyrir landsteinana.
Spurður um val sitt á höfundum, sem
allir nema einn eru erlendir fræði-
menn, bendir Jón á að stór hluti
þeirra hafi tekið þátt í alþjóðlegu ráð-
stefnunni In/Equalities, Democracy,
and the Politics of Transition sem
EDDA – öndvegissetur við Háskóla
Íslands stóð fyrir í samstarfi við Ray-
mond Aron Center for Sociological
and Political Studies (CESPRA) við
Institute of Advanced Studies in the
Social Sciences í París (EHESS) vor-
ið 2012.
Enskan er ekki nóg
„James S. Fishkin, prófessor við
Stanford University, er einn af
þekktustu höfundum um rökræðu-
lýðræði í heiminum og því mikill
fengur að fá hann til að skrifa fyrir
bókina,“ segir Jón, en í bókinni fjallar
Fishkin um stjórnlagaráð og þjóð-
fundina 2009 og 2010. „Hélène Land-
emore, lektor við Yale University, er
vel þekkt í fræðasamfélaginu fyrir
rannsóknir sínar á lýðvistun og skrif
um þekkingarlýðræði. Sökum þessa
fannst mér spennandi að fá hana sem
greinarhöfund,“ segir Jón, en Land-
emore fjallar í grein sinni um kosti og
galla almenningssamráðsins við ritun
stjórnarskrárfrumvarpsins.
Tom Ginsburg, prófessor í al-
þjóðalögum við Chicago University,
og Zachary Elkins, dósent við Uni-
versity of Texas, bera stjórnarskrár-
frumvarpið saman við stjórnarskrár
annarra landa. Paolo Spada, fræði-
maður við University of British Col-
umbia, og Giovanni Allagretti, fræði-
maður við Coimbra University, beina
sjónum að þátttökufjárlögum og til-
raunum Reykjavíkurborgar á því
sviði. Kristinn Már Ársælsson, dokt-
orsnemi við University of Wisconsin,
leggur mat á reynsluna af helstu lýð-
ræðisnýjungum.
„Þeir erlendu fræðimenn sem eiga
greinar í bókinni höfðu verið að stúd-
era Ísland og gert eftirköst hrunsins
að rannsóknarefni sínu. Þar sem lýð-
ræðistilraunir hérlendis voru komn-
ar í fræðilega umræðu fannst mér
gott tilefni til að reyna að ná því inn í
íslenska útgáfu og íslenska fræði-
umræðu,“ segir Jón og bendir á að
oft sé látið eins og nóg sé að fræði-
greinar séu birtar á ensku. „Ég er al-
gjörlega ósammála því. Ég held að
það skipti gríðarlega miklu máli að
greinar séu á íslensku til þess að efn-
ið rati inn í fræðilega umræðu hér-
lendis,“ segir Jón og bendir á að
greinarhöfundar hafi allir tekið mjög
vel í þá ósk hans að skrifa greinar
sérstaklega til útgáfu á Íslandi, þótt
málsvæðið væri lítið og þar með les-
endahópurinn. „Þeim fannst öllum
mjög spennandi að eiga þessa inn-
komu í umræðuna hér.“
Sárvantaði fræðilega umræðu
Í samtali við Morgunblaðið fer Jón
ekki dult með þá skoðun sína að sár-
lega hafi vantað fræðilega umræðu
um þær lýðræðistilraunir sem gerðar
voru hérlendis í kjölfar efnahags-
hrunsins. „Það sem hefur komið út úr
þessu er mjög litað af átökunum um
stjórnarskrárferlið. Þess vegna hefur
alltof lítið verið birt af því sem maður
gæti kallað fræðilega úttekt sem er
ekki heltekin af deilunum um stjórn-
arskrárferlið,“ segir Jón og bendir á
að margir sjái ekki verkefni og at-
burði sem lýðræðistilraunir þótt þeir
hafi verið það.
„Mér finnst t.d. mjög mikilvægt að
sjá Besta flokkinn sem lýðræð-
istilraun, vegna þess að þarna er
ákveðinn hópur fólks sem tók sig til
og sá tækifæri til að prófa eitthvað
nýtt og leika sér að lýðræðinu,“ segir
Jón og bendir á að Besti flokkurinn
hafi gjörbreytt borgarpólitíkinni um
tíma og hugsanlega til frambúðar. „Í
raun tókst Besta flokknum að auð-
mýkja hefðbundnu flokkana á svo
eftirminnilegan hátt að því getur
varla nokkur pólitíkus gleymt, síst af
öllu þeir sem lentu í þessu. Það er
gríðarlegur árangur út af fyrir sig að
takast það að taka völdin, halda þeim
í fjögur ár, gera engin meiriháttar
mistök og breyta orðræðu stjórnmál-
anna.“
Fræjum hefur verið plantað
Af öðrum lýðræðistilraunum nefn-
ir Jón baráttu Smára McCarthy,
Birgittu Jónsdóttur og fleiri fyrir
breyttri löggjöf hérlendis þess efnis
að Ísland yrði griðastaður fyrir tján-
ingarfrelsið og frjálsa fjölmiðlun.
„Þetta var auðvitað stöðvað. Því þeg-
ar pólitíkusarnir gerðu sér grein fyr-
ir því hvað í þessu fólst þá komst
þetta ekki í gegn. En á hinn bóginn
leiddi þetta til þess að flokkur Pírata
varð til sem flokkur á þingi og tengsl-
in við Wikileaks urðu til þess að Ís-
land fékk mjög mikla mikla al-
þjóðlega athygli. Þarna var á ferðinni
fyrirferðarmikill hópur sem yfirleitt
hefur ekki aðgang að hefðbundnu
valdi,“ segir Jón og bætir við: „Ég
held að þarna hafi verið plantað
ákveðnum fræjum sem gætu haft
umtalsverð áhrif í framtíðinni á
stjórnsýslu, gagnsæi og fleira.“
Ekki er hægt að sleppa Jóni án
þess að spyrja hann hvað læra megi
af umfangsmestu lýðræðistilraun-
inni, þ.e. vinnunni við nýja stjórn-
arskrá, sem gekk ekki eftir sem
skyldi. „Það er alveg hægt að segja
að stjórnarskráin, sem var auðvitað
langflóknasta og viðamesta verk-
efnið, hafi misheppnast á mörgum
stigum. En ef menn nenna að læra af
þessu þá fólst í þessu ferli dýrmæt
reynsla um það hvernig hægt er að
skipuleggja svona verkefni,“ segir
Jón og bendir á að í t.d. Mexíkó,
Brasilíu, Írlandi og Bretlandi sé og
hafi verið horft til reynslu Íslendinga
í sambærilegum ferlum erlendis.
„Það hefur ekkert með það að gera
að Ísland sé svona frábært. Þetta
hefur með það að gera að þarna var
gerð ákveðin tilraun sem er mjög
merkileg og þess vegna er fólk að
reyna að læra af henni út um allt.
Þannig að þótt við höfum ekki fengið
okkar nýju stjórnarskrá, alla vega
ekki ennþá, þá er ótal margt sem má
segja að hafi leitt af þessu.“
„Að hugsa upp á nýtt“
Jón Ólafsson ritstýrði bókinni Lýðræðistilraunir – Ísland í hruni og endurreisn Vinnan við nýja
stjórnarskrá viðamesta lýðræðistilraunin Ritstjórinn vonar að virkir stjórnmálamenn lesi bókina
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jákvætt „Svo vona ég að virkir stjórnmálamenn lesi bókina og átti sig betur á því að markvisst almenningssamráð og valddeiling er jákvætt fyrirbæri, en
ekki eitthvað sem þeir þurfa að óttast og berjast gegn,“ segir Jón Ólafsson prófessor í heimspeki og ritstjóri bókarinnar Lýðræðistilraunir.
Vonarlandið hefst þar semGuðfinna gengur uppBakarastíginn á leið íLaugar með þvott í bala.
Ekki er langt síðan hún kom í bæ-
inn með Stefaníu vinkonu sinni
með það fyrir augum að komast í
þægilega vist. Þó það sé minni
vinnu að fá en þær áttu von á er
stritvinnan þó betri en það sem
bauðst í sveitinni; víst var þar
húsaskjól og matur, en líka enda-
laus þrældómur.
Snemma í bók-
inni kemur fram að
þær stöllur koma
til Reykjavíkur
1871 og Kristín
notar líka sögulega
atburði til að
krydda söguna og
eins sögulegar per-
sónur þó þær séu ekki í stórum
hlutverkum og ekki endilega líkar
sjálfum sér af lýsingum. Hún lýsir
að nokkru Reykjavík sem var, en
ekki þó raunverulegri Reykjavík,
færir í stílinn og hnikar til eins og
hentar sögunni, en inntak hennar
er raunverulegt; það var basl að
vera verkamaður í Reykjavík undir
lok nítjándu aldar og verra að vera
verkakona.
Sjónarhorn Kristínar er á þær
konur sem neðstar voru í mann-
virðingarstiganum, þvottakonur,
vatnsberar og verkakonur, sem
fengu að strita á móti körlunum en
ekki nema helmings úttekt hjá
kaupmanninum þó þær hafi afkast-
að fullt eins miklu og jafnvel meira.
Söguhetjurnar, Guðfinna og stöllur
hennar, snúa bökum saman í ógæf-
unni og með samvinnu, samstöðu
og heilmikilli útsjónarsemi ná þær
að breyta kotinu í vistlegt heimili.
Konurnar sem koma fyrir í sög-
unni er ólíkar, en karlarnir eru
flestir eins, graðir, ógæfulegir
hrokagikkir og fylliraftar. Einu
karlarnir sem eitthvað er spunnið í
er enskur hrossakupmaður sem
verður söguhetjunum að liði á ög-
urstundu og kurteis og prúður
franskur duggari.
Þó sagan risti ekki djúpt dregur
Kristín upp skemmtilega skýra
mynd af streði reykvískra verka-
kvenna undir lok nítjándu aldar.
Þetta er hlýleg frásögn og
skemmtileg og greinilegt að Krist-
ínu þykir vænt um konurnar sem
hún segir frá. Sú væntumþykja
skilar sér til lesandans og mér stóð
ekki á sama um afdrif kvennanna –
ég væri til í að hitta Guðfinnu ráða-
góðu aftur.
Hlýleg frásögn og skemmtileg
Morgunblaðið/Kristinn
Samstaða Kristín Steinsdóttir segir sögu af þeim konum sem neðstar voru
í mannvirðingarstiganum, þvottakonum, vatnsberum og verkakonum.
Skáldsaga
Vonarlandið bbbmn
Eftir Kristínu Steinsdóttur.
Vaka-Helgafell, 2014. 199 bls.
ÁRNI
MATTHÍASSON
BÆKUR