Morgunblaðið - 11.12.2014, Qupperneq 124

Morgunblaðið - 11.12.2014, Qupperneq 124
FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 345. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Linda Pé lokar Baðhúsinu 2. Bætir enn í vind um hádegi 3. Varð konu að bana af gáleysi 4. Íslendingur í Ríki íslams? »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sinfóníuhljómsveit Norðurlands mun leika á tónleikum Todmobile og gítarleikarans Steve Hackett, úr hljómsveitinni Genesis, sem haldnir verða í Eldborg í Hörpu 16. janúar og í Hofi degi síðar. Hljómsveitin bætist við sk. rokkestru Todmobile á tónleik- unum sem skipuð verður hljóðfæra- leikurum Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands og kórnum Hljómeyki. Flytjendur á tónleikunum verða því um 60 í heildina. SN með Todmobile  Menningarhúsið Mengi við Óðins- götu býður upp á fjölbreytta list- viðburði í vikunni. Í kvöld kl. 21 sýnir myndlistarkonan Ásdís Sif Gunn- arsdóttir þrjú vídeóverk eftir sig og á morgun kl. 17 halda tónlistarkonan Ólöf Arnalds og rithöfundurinn Guð- rún Eva Mínervudóttir sameiginlegt útgáfuhóf vegna plötunnar Palme og bókarinnar Englaryks. Á laugardag- inn kl. 21 mun tvíeykið Ghostigital og mynd- listarmaðurinn Finn- bogi Pétursson svo teygja á sannleik- anum eina kvöld- stund, eins og því er lýst í til- kynningu. Fjölbreytt Mengi VEÐUR Á meðal þeirra átta Íslend- inga sem fengu í síðasta mánuði loforð um sérstakan styrk frá Ólympíu- samhjálpinni, til að komast á Ólympíuleikana í Ríó 2016, er taekwondo-kappinn Mei- sam Rafiei. Hann stefnir að því að vinna til verðlauna á heimsmeistaramótum og Ól- ympíuleikum fyrir Íslands hönd á næstu árum. „Það er minn draumur,“ segir Mei- sam. »3 Ætlar að komast á verðlaunapall „Fyrir nokkrum árum, þegar við flutt- um til Eyja eftir að hafa búið í nokkur ár á höfuðborgarsvæðinu og ekki lík- að neitt sérstaklega vel, sáum við ekki fram á að við flyttum frá Eyjum. Flest er breytingum undirorpið. Nú búum við í Vínarborg og eigum fyrir höndum flutning til Berlínar. Maður getur aldrei útilokað neitt í lífinu,“ segir hand- knattleiks- þjálfarinn Erlingur Rich- ardsson sem í byrjun vik- unnar var ráðinn þjálfari þýska fyrstudeild- arliðsins Füchse Berlin frá og með næsta sumri. »4 Maður á aldrei að úti- loka neitt í lífinu Landslið Íslands í hópíþróttum hafa skrifað nýja kafla í íþróttasöguna á umliðnum árum. Á einungis nokkurra ára tímabili hafa íslensku hópíþrótta- landsliðin komist yfir hverja hindr- unina á fætur annarri. Háfleygir tala eflaust um vor í íslenskum boltagrein- um. Nú alast upp kynslóðir íþrótta- krakka sem þykir sjálfsagt að íslensku landsliðin komist á stórmót. »2 Þykir sjálfsagt að lands- lið komist á stórmót ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á NÝTT KORTATÍMABIL ALLA DAGA FRAM AÐ JÓLUM OPIÐ TIL Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sveitabúðin Sóley á bænum Tungu í Flóahreppi er öðruvísi en aðrar versl- anir. „Það er alltaf opið þegar ég er heima,“ útskýrir Sóley Andrésdóttir, kaupmaður og bóndi. Verslunin er 10 ára um þessar mundir en hjónin Sóley og Björgvin Njáll Ingólfsson hafa búið á jörðinni, sem er um sjö km fyrir austan Stokkseyri og um 16 km fyrir sunnan Selfoss, í 12 ár. Björgvin starfar á höfuðborgarsvæðinu og Sóley segist hafa viljað skapa sér vinnu á staðn- um. Við íbúðarhúsið hafi verið byggð- ur bílskúr sem hafi alltaf verið not- aður sem kartöflugeymsla. Þar hafi hún átt sér þann draum að vera með textílverkstæði en síðan hafi kviknað sú hugmynd að opna sveitaverslun og hún byrjað að flytja inn gjafavörur frá Danmörku. „Það var engin sveita- búð eins og þessi á Íslandi og hug- myndin varð að veruleika.“ Slakað á í sveitinni Sóley og Björgvin hafa gert ým- islegt á bænum. Fyrstu árin tóku hjónin börn í sveit, þau hafa boðið hópum upp á súpu og brauð og eru nú með um 30 ær, nokkur hross og hæn- ur. Í búðinni er fjölbreytt úrval af er- lendri og innlendri gjafavöru, krem, sælgæti og fleira. „Það er mikilvægt að vera með mikið vöruval. Búðin er í jólabúningi núna en ég klæði hana í búning eftir árstíðum,“ segir Sóley og bætir við að búðin sé ekki síst vin- sæl á vorin. Þá kíki fólk í sauðburðinn og líti svo í búðina á eftir. „Þetta er pínulítið sveitalúðalegt en ég vil að umhverfið sé afslappað og mér er sagt að það sé mjög slakandi að koma hingað. Þá er markmiðinu náð því að- alatriðið er að fólk vindi aðeins ofan af sér.“ Sóley segir að búðin hafi alla tíð gengið vel. „Ég á tryggan hóp ynd- islegra viðskiptavina og fólk veit að hverju það gengur. Ég hef aldrei fengið ákúrur fyrir að vera ekki heima,“ segir hún og bætir við að fólk hringi gjarnan á undan sér og líka ef það komi að læstum dyrum. Þá hinkri það bara á hlaðinu þar til hún komi og opni. „Margir koma hérna og dunda sér í rólegheitum, fá sér jóla- glögg og piparkökur og jafnvel bita af sauðalæri, kíkja í blöð í sólstofunni og gera síðan góðu kaupin.“ Afslöppun í sveitabúðinni  Viðskiptavinir í bústörfin, lesa, borða og kaupa Morgunblaðið/Árni Sæberg Sveitabúðin Vöruúrvalið er fjölbreytt og Sóley Andrésdóttir vill að gestum líði vel. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 9-15 m/s, snjókoma eða él, en úr- komulítið á Suður- og Suðausturlandi. Lítið eitt hægari þegar líður á daginn og dregur úr úrkomu vestantil. Frost 1 til 7 stig. Á föstudag Norðlæg eða breytileg átt, 5-10, en norðvestan 8-15 austast. Dálítil él, en þurrt sunnan- og vestantil fram eftir degi. Frost 5 til 15 stig, kaldast inn til landsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.