Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Blaðsíða 17
nokkuð furðuleg og stundum jaðrar hún
líka við að vera afkáraleg í augum þeirra
sem hafa bara alist vandræðalaust upp í
sinni hefðbundnu, þúsund ára gömlu borg í
Evrópu þar sem allar stærðir eru gefnar og
menningin hefur sinn gang af því að hún
hefur alltaf verið til staðar. Evrópubúum
hættir til að líta á þessa hálfbræður sína í
vestrinu sem annars flokks Evrópumenn og
túlka menningartilburði þeirra sem
varðveisluviðleitni en líta framhjá því sem
er kannski mikilvægara, að þarna er að vaxa
upp ný menning sem er ekki sú sama og var
í gömlu löndunum heldur eitthvað alveg
nýtt sem enginn veit ennþá hvaða stefnu á
eftir að taka. Fjölþjóðamenning Kanada á
örugglega eftir að vaxa og nærast á
fjölbreytileikanum sem gengur þó ekki
sársaukalaust fyrir sig eins og við vitum af
örlögum innfæddra Inúíta og Indjána sem
hafa ekki ennþá fundið sér viðunandi lífs-
hætti í nútímaþjóðfélagi landsins. Og vita-
skuld verður enskan áfram aðalmál ríkisins.
Við þessar aðstæður getum við ekki talað
um þjóð eins og við erum vön úr okkar
evrópska samfélagi. Kanadamenn eru ekki
þjóð á sama hátt og til dæmis Danir. En þeir
eru öðruvísi þjóð eins og við íslendingar
vorum líklega í kringum kristnitökuna árið
1000, rúmum hundrað árum eftir að landið
byggðist af ólíkum þjóðum. Okkur finnst
að íslensk miðaldamenning hafi verið sjálf-
stæð en ekki eingöngu sproti af menningu
Norðurlanda. Og það réttlætum við með því
að íslendingar hafi ekki verið eintómir
norskir innflytjendur enda þótt norrænt mál
hafi orðið opinbert mál landsins. A svip-
aðan hátt eru Kanadamenn samsett þjóð en
ekki bara hreinræktaðir afkomendur Engil-
saxa (og Frakka í Québec) enda þótt flest-
um íbúum landsins sé nú enska tömust.
Einhvers konar fjölmenningarstefna
Norðurlandabúa, að hætti Kanadamanna,
gæti verið farsæl lausn fyrir okkur. Norður-
landaþjóðimar eru á jaðarmenningarsvæði
en gætu kannski varðveitt sérstöðu sína
með því að standa saman. Ef slíkt á að
lánast þarf þó að gera hinum stærri Norður-
landaþjóðum ljóst að þeirra menning stend-
ur mjög höllum fæti gagnvart alþjóðlegum
áhrifum en þær gætu eflt eigin sjálfstæðis-
vitund með því að láta af stórþjóðatilburð-
um sínum gagnvart þeim sem þær telja vera
úti við sjóndeildarhring — og tekið þátt í
varnarbaráttu okkar hinna.
Einhvers konar fjölmenning-
arstefna Norðurlandabúa, að
hœtti Kanadamanna, gœti
verið farsœl lausn fyrir okk-
ur. Norðurlandaþjóðirnar
eru á jaðarmenningarsvæði
en gœtu kannski varðveitt
sérstöðu sína með því að
standa saman.
Þjóðleg menning verður að
endurnýjast og fjalla um
allt í nútímanum
íslensk menning felst í því að sitja heima á
kvöldin og kveða rímur yfir fjölskyldunni
þegar aðrir landsmenn horfa á sjónvarp,
fara í bíó, drekka bjór og hlusta á rokk-
tónlist. íslensk menning felst í því að fara í
réttirnar og taka slátur á haustin og halda
TMM 1990:4
15