Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Blaðsíða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Blaðsíða 24
og mjúkhærður, lítt skeggjaður og dökk- brýnn. Andlitið er karlmannlegt, ennið all- mikið, granstæðið vítt og vangamir breiðir — stóreygður og móeygður. Og við heyrum hann mæla fyrir munni sér fáein stef, þetta fyrst: Enginn grætur íslending einan sér og dáinn, þegar allt er komið í kring kyssir torfa náinn. í skammdeginu hefur myrkrið völd. En þegar Jónas flytur inn í St. Pétursstræti þann 16. aprfl þá er orðið bjartara þótt auraleysið sé bagalegt. Og hann er að biðja þann góða Finn, leyndarskjalavörð Kristjáns konungs VIII og bróðurson Eggerts Ólafssonar, huldu- vinar síns, um marsgreiðsluna. Finnur borgar Jónasi um þessar mundir yfirleitt 20 ríkisdali á mánuði, þótt mánuðirnir í árinu séu 12 en ekki 10 og ársgreiðslan eigi að vera 200 ríkisdalir samkvæmt samþykkt Bókmenntafélagsins. Úr sjóði sama félags hafði Finnur einnig borgað bæði ferðina yfir Atlantshafíð frá Eskifirði til Hafnar á sínum tíma og líka fargjaldið með póst- vagninum frá Sórey vorið áður. Og þegar skáldið varð að sitja heima vegna klæð- leysis, þá var það Finnur sem hljóp undir bagga og lagði út fyrir fötum. Tæplega hef- ur það þó verið blár frakki með gylltum hnöppum, eins og Jónas gekk í þegar hann var skrifari hjá Ulstrup landfógeta hér við Aðalstrætið í Reykjavík fyrr á árum, — því Finnur var sparsamur maður og hélt sig við nauðsynjar. A yfirlitsmiða úr fórum Finns má sjá að samtals greiddi hann Jónasi 530 ríkisdali frá haustinu 1842 til vors 1845, auk 25 ríkisdala í ferðakostnað yfir hafið. Þar sést einnig að sama dag og Jónas sendir honum áðumefndan seðil, það er þann 16. apríl 1845, þá hefur Finnur borgað strax 20 ríkis- dali. Aldrei fær þó Jónas heila 150 ríkisdali í einu úr sjóði Bókmenntafélagsins eins og Finnur greiðir Jóni okkar forseta þann 27. júní 1843 fyrir störf að sama verkefni, þ.e. Islandslýsingunni, og lauk þó forseti aldrei sínum þætti fremur en Jónas þótt lengur lifði. En máske hefur Finnur með réttu treyst Jóni, þáverandi skrifara Bókmennta- félagsins, betur fyrir stórum upphæðum heldur en Jónasi. Þessir 200 ríkisdalir á ári frá Bókmennta- félaginu vom reyndar einu tekjumar sem Jónas gat treyst á og við getum haft til viðmiðunar að sæmileg árslaun embætt- ismanns vom þá um 1000 ríkisdalir. Við mat á gildi fjárhæðarinnar má líka hafa til marks að Jón forseti greiddi 200 ríkisdali á ári fyrir húsaleigu þegar hann fyrst hóf bú- skap með Ingibjörgu sinni í Aðmírálsgötu, einmitt sama árið og Jónas dó. Og nú skulum við færa okkur til um þrjá daga á þessu löngu liðna vom. Það er 19. apríl sem við stöldmm við. Þann dag er haldinn ársfundur Hafnardeild- ar Bókmenntafélagsins. Þar leggur Jónas fram skýrslu um störf sín að íslandslýs- ingunni. I skýrslunni segir m.a. á þessa leið: ... Ég er kominn nokkuð á leið með minn hluta „íslandslýsingar" og þó skemur en ég vildi; ég hefi hlotið að verja miklu meiri tíma til vísindaiðkana þar að lútandi og til undirbúnings en til samningsins sjálfs, ég ætla mér að vanda það allt eins og kostur er á. Ég var ekki einfær um allt, sem koma verður í þann hluta „íslandslýsingar" sem 22 TMM 1990:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.