Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Blaðsíða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Blaðsíða 72
(1:35): „Eru brotnar mjög / borgir heila.“ Þótt orðið höggormur í vísu Jámgríms sé hluti af kenningu, þá verður að gera ráð fyrir því að það hafi einnig bókstaflega merkingu; ormar gegna mikilvægu hlut- verki í hinum breska spádómi. Hér skal þó látið nægja að vekja athygli á þessum vísu- orðum Gunnlaugs (1:46): „Er á hans dögum / höggormur alinn, / sá er fyrðum vill / fjörspell gera.“ Eins og vísa Jámgríms boð- ar að hermaður muni hefjast, þá segir í Merlínusspá „mun lofðingur koma“, en vitaskuld eru aðrar spár um menn sem munu birtast og láta til sín taka. Með svo- felldum orðum lýkur þeirri eftirleit sem getið var í upphafi greinar. 1. EinarÓl. Sveinsson (EÓS), UmNjálu (Rv. 1933), Á Njálsbúð (Rvík. 1943), útg. Brennu-Njáls saga (Rvík. 1954). 2. Sjá EÓS (1954), 343, nmgr. 1. 3. Sbr. Hermann Pálsson, Uppruni Njálu og hug- myndir (Rvík. 1984), 86-88. Auk þeirra dæma sem þar em nefnd um minni og meingerðir skal bæta öðmm við. I Trójumanna sögu (1963:98) segir á þessa lund: „Vom þá og engin vopn sljóv- uð né hlífar höggnar, ekki brynjur spilltar eða lamdir hjálmar, ekki skotvopn brotin. Voru þá og hvassir hugir manna að hefna sinna meingerða.“ Hér skal einnig draga athygli að eggjunarorðum á Stiklarstöðum: „Mælti Kálfurað allirþeirmenn er harma og heiftir áttu að gjalda Ólafi konungi skyldu þá fram ganga undir þau merki er fara skyldi í móti merki Ólafs, vera þá minnugir þeirra meingerða er hann hafði þeim veitt.“ Ólafs saga helga (ÍSLENZK FORNRIT XXVII, Rvík. 1945), 376. í Ólafs sögu Tryggvasonar eftir Odd munk er þessi klausa: „Og minnast nú sárlega sinna meingerða, og drápu nú hvert mannsbam, en ræntu öllu fé.“ Og ekki skal Parcevals saga liggja í þagnargildi. Þótt meynni sé liðinn verkur af því höggi sem hún þoldi af Kæa, þá mátti hún ekki gleyma sorg og svívirðing. „Sá gleymir sorg sinni er huglaus er og lcetur deyja með sér, en drengur og hugsterkur hefir sér til frœgðar og hrindur svívirðing sinni með drengskap.“ (1954:240). 4. Svo merkilega bregður við að Flosi Þórðarson er ekki eini maðurinn í fomritum sem dreymir feigðardraum á bæ sem heitir að Svínafelli. Af mági hans, sem raunar fer með smávegis hlutverk í Njálu, er ofurlítill þáttur sem heitir Draumur Þorsteins Síðu-Hallssonar og hefst á þessa lund: Draum þenna dreymdi Þorstein son Halls á Síðu austur að Svínafelli, áður hann væri veginn. Konur þijár komu að honum og mæltu við hann: „Vaki þú, Þorsteinn!" sögðu þær. „Gilli þræll þinn vill svíkjaþig fyrirþað er þú lést gelda hann, og er þetta ekki lygi. Láttu drepa hann!“ Síðan kveða þær sína vísuna hver; í þeim er vikið að vígum og feigð, og minna einstök atriði á draum Flosa. Einn fjórðungurinn: „Fram gekk dóms að dómi / dómspakur hinn er lög rakti“ er ekki alls kostar óskyldur þeim athöfnum sem gerast á alþingi og Jámgrímur bendir til, jafnvel þótt þátíð sé beitt, en annars er erfitt að henda reiður á vísunum í einstökum atriðum, enda eru þær eitthvað afbakaðar. Draumur Þorsteins Síðu- Hallssonar var gefinn út af Jóni Jóhannessyni í ÍF XI (1950), 321-6. Um þetta ritkorn og Þorsteins sögu Síðu-Hallsonar farast honum orð á þessa lund: „Upphaf ‘draumsins’ bendir til, að hann sé kafli úr lengra riti, og er þá varla um annað að ræða en hann sé ritaður upp úr sögunni, enda ríkir hinn sami draumaáhugi í báðum." (cvi). Á sama stað bendir Jón á að Þorsteinn hafi verið veginn á Svínafelli í Hornafirði. Nú er athygli vert að í fomum ritum gætir nokkurs sambands með svínum og draumum. í Heimskringlu segir frá því að Hálfdan svarta dreymdi aldrei, og því leitaði hann ráða hvað hann ætti að taka til bragðs. Þorleifúr spaki sagði „hvað hann gerði ef hann forvitnaði nokkum hlut, að hann færi í svínabæli að sofa, og brást honum þá eigi draumur." Hálfdan fór að þessu ráði og dreymdi þá mikinn draum. (Hálfdanar saga svarta, 7. kap.). Efstu stundir sínar í þessu lífi hírist Hákon Hlaðajarl í svínabæli og Karkur þræll með honum. Þrælinn drey mir þar fyrir feigð sinni, og jarl sofnaði einnig og lét illa í svefni, en enginn veit hvað hann dreymdi. 70 TMM 1990:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.