Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Blaðsíða 103
drekka af brunninum, verða flúðir af bláum atkvæðum,
sem falla af steinvörunum,
sitjandi á bakka nætur líkt og Búdda á sínum eigin bakka,
vera flöktandi augnablik,
eldurinn og eyðingin og fæðing andartaks og andardráttur næturinnar,
sem ógnarstór flæðir á bakka tímans,
segja það sem fljótið segir, stórkostlegt orð sem líkist vörum, stórkostlegt orð
sem endar aldrei,
segja það sem tíminn segir í hörðum setningum af steini, í víðu veifi hafs
að hylja heima.
í miðju ljóðs gagntekur mig alltaf lamandi bjargarleysi, að allt hafi
yfirgefið mig,
enginn við hlið mér, ekki einusinni þessi augu sem yfir öxl mér fylgja öllu
sem ég skrifa,
enginn fyrir aftan mig, né heldur framan við, penninn gerir uppreisn,
ekkert upphaf, né endir, ekki einu sinni veggur til að hlaupa,
þetta er yfirgefin strönd Ijóðsins, hið sagða er ekki sagt
og hið ósagða er ósegjanlegt,
tumar, verandir komnar að hruni, babílonir, haf af svörtu salti, riki blindunnar.
Nei
stilla mig, þegja, loka augum, þar til sprotinn ryðst út um augnlokin,
gos af sólum,
stafrófið bylgjast í stórfenglegri öldu, fyrir vindi draums og aðfalli sjávar,
og aldan brýtur flóðgarðana,
bíða þar til örkin er þakin stjömum og ljóðið skógur af samkræktum orðum,
Nei,
ég hef ekkert að segja, enginn hefur neitt að segja, ekkert og enginn
nema blóðið,
ekkert nema þessi koma og för blóðsins, að skrifa yfir hið skrifaða,
og aftur sama orð í miðju ljóði,
atkvæði tíma, brotnir stafir, blettir af bleki, blóð sem fer og kemur,
og segir ekki neitt, og ber mig með sér.
Og ég tala, andlit mitt grúfir yfir örkina og einhver til hliðar að skrifa
meðan blóðið fer og kemur,
og borgin fer og kemur um blóðið í honum, langar að segja eitthvað,
TMM 1990:4
101