Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Blaðsíða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Blaðsíða 49
ellegar þá hitt að guð sé mættur á svæðið í göfgunarskyni. Og þessi skyndilega ef-þá uppbygging er hreinlega ljót. Hún kemur gersamlega á skjön inn í stranglega byggt kvæðið, þar sem fyrstu þrjú erindin standa saman og segja frá sálarástandi ljóðmæl- anda í nútíð og gerðum hans. Hún er afkára- leg á þessum stað, enda stenst hún ekki nánari skoðun. Athugi maður eiginhandar- rit Jónasar að kvæðinu sér maður nefnilega að Jónas hefur skrifað „Sekk eg mjer og sie eg“ og þama er ekki með nokkru móti hægt að lesa viðtengingarhátt inn í textann.1 Það hefur svo eflaust verið editorinn Konráð sem benti skáldinu á að þama er röng sögn á ferðinni, sögnin sökkva-sökk-sukkum- sokkið, en ekki áhrifssögnin sökkva-sökkti -sökkt. Eftir stendur hins vegar hitt: skáldið brýtur vissulega hlekki hugar og fleygir sér heilum „faðm þinn í“ og guð almáttugur er þama líka, að vísu sviptur ef-þá uppbygg- ingunni, og aðeins í mýflugumynd auka- setningarinnar, en samt sem áður, hann er þama, ég get ekki vísað honum á dyr eins og ég gerði við sögnina að vera og ég get ekki heldur látið sem hann skipti ekki máli. Guð almáttugur hlýtur að skipta máli. Tvisvar er minnst á þessa aðalpersónu ljóðsins sem Dagný Kristjánsdóttir telur vera: „Veit ég hvar von öll / og veröld mín / glædd er guðs loga“ — og — „andartak sérhvert, / sem ann þér guð, / fmn ég í heitu hjarta.“ í fyrra tilvikinu er rétt að hafa í huga hversu Jónasi var tamt að kenna það sem honum var kærast við guð, og nægir að nefna sólina í því sambandi: „guðsauga“ er hún til dæmis kölluð í Sólhvörfum og í náttúmkvæðum Jónasar vakir guð einatt yfir lífinu á jörðinni, faðir og vinur alls sem er, höfundur alls sem er, kærleiksríkur, skilningsríkur — og aðgerðalaus. Hann er. Ekki er heldur óalgengt að sjá í kvæðum kenndum við rómantík það sem nefna má göfgun hvatar, jarðnesk kennd er gerð há- leitari með því að kenna hana við guð- dóminn, en það breytir því ekki að kvæðið snýst um þessa jarðnesku kennd fremur en guðdóminn. „Guðs logi“ er hér tákn ást- arinnar — ástin er ekki tákn guðs. Dagný snýr hér við hlutverkum táknmyndar og táknmiðs. * „Sökkvi ég mér og sé ég.“ Þetta er mikilvæg lína og það er mikilvægt að skilja hana rétt: sögnin að sjá er hér mikilvæg vegna þess að Ferðalok sýna það sem blasir við augum þegar guðs logi hefur lýst upp allt sviðið og hugarhlekkimir liggja brotnir, meginhluti ljóðsins er sýn, það geymir öðm fremur hugsjón — í öllum skilningi þess orðs. I fmmgerð Söknuðar sem ort er á árunum 1830 til ’32 er að finna þetta erindi sem Jónas strikaði svo út þegar hann bjó kvæðið til prentunar í Fjölni áratug síðar: Skær em hin háu himinljós, fögur foldarblóm. Unir auga ímynd þinni, saknar sjálfrar þó.2 Hann strikaði erindið sem sé út og tók þenn- an þráð upp í Ferðalokum\ þau em um þetta: að augað unir ímynd þeirrar elskuðu, en saknar hennar sjálfrar. Þetta er auga skáldsins. Þetta er rómantíska hugmyndin um skáldið sem sjáanda inn í hulda heima. Svona byrjar kvæðið: ótiltekinn sveinn er staddur í djúpum dali um nótt og sér ekki Venus yfir Hraundranga fyrir skýjunum, hann er staddur í skuggum af skýjum og yfir TMM 1990:4 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.