Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Blaðsíða 20
um sína eigin menningu og út frá sínu eigin sjónarhomi. Skólar og skólastarf skipta líka miklu máli fyrir menningu smáþjóða. En það er ekki nóg að vel sé gert við þjóðlega menn- ingu í skólum ef menningin blómstrar ekki líka á öðmm sviðum þjóðlífsins. Tungu- málið er ekki bara kennslutæki og brothætt fyrirbæri sem skólamir þurfa að hlúa að, rækta og vemda með málræktarátökum. Allur nútíminn verður að fara fram á þeim málum sem við viljum að séu töluð í ver- öldinni, hámenning jafnt sem lágmenning eða fjöldamenning. Við þurfum að rokka á smámálunum, eiga tölvuforrit, skrifa bók- menntir og leika leikrit; nota málið til allra hluta þar sem orða er þörf, þýða og staðfæra en ekki láta alþjóðlegu áhrifín á tungumálið gera sig heimakomin hjá okkur með nýju verklagi. Slíkt er fyrsta merkið um dauða málsins og í kjölfarið fylgir hrun þjóðlegrar menningar. Það nægir með öðrum orðum ekki að hafa innlenda hámenningu á sparifötum heldur þurfum við líka að búa til afþreyingu á okkar eigin máli, skrifa reyfara og gera lélegar bíómyndir svo að hægt sé að full- nægja sem flestum þörfum á þjóðlegu smá- málunum. Hér eru kvikmyndimar kannski einna mikilvægastar. Þær eru lang útbreidd- asti miðill nútímans og ef enskan verður allsráðandi í þeim myndum sem sýndar eru og hljóta fjöldaathygli þá er stutt í að þjóð- imar hverfi í enska úthafið. Ekki er nóg að gera menningarlegar elítumyndir á þjóð- málunum heldur þarf allar gerðir mynda þannig að afþreyingin spretti líka upp úr okkar eigin jarðvegi en komi ekki bara inn- pökkuð og tilbúin til neyslu frá Holly wood. I þessu sambandi verðum við að gæta þess að stilla ekki þjóðmenningunni upp Það nœgir með öðrum orðum ekki að hafa innlenda há- menningu á sparifötum held- ur þurfum við líka að búa til afþreyingu á okkar eigin máli, skrifa reyfara og gera lélegar bíómyndir svo að hœgt sé að fullnægja sem flestum þörfum á þjóðlegu smámálunum. sem einhveiju vandræðabami sem þarfnist sérstakrar kynningar í kapp við erlendan afþreyingariðnað. Þjóðmenningin verður að leika eðlilegt hlutverk í lífinu. Svo tekið sé dæmi af íslenskum fomsögum þá bjargar það ekki þjóðmenningunni að gera bara bíómyndir upp úr fornsögum en flytja myndir um nútímann inn frá öðmm lönd- um. Við þurfum líka þjóðlegar myndir um nútímann. Það er vissulega brýnt að halda áfram að vinna bamaefni úr okkar menn- ingararfi, gera myndasögur úr goðafræði og hetjusögum okkar til mótvægis við rambó- manngerðir og köngulóarmenn alþjóða- hyggjunnar en böm verða líka að finna að heimur nútímasögunnar sé ekki síður í þeirra heimamenningu. Ef við gætum ekki að þessu er hætt við að upp komi sú staða þar sem allt þjóðlegt er gamalt og bundið gömlum þjóðfélagsháttum en fyrirmyndir að okkar lífi hér og nú verði að sækja í amrískar Hollywoodmyndir. Þetta hefur jafnvel gengið svo langt að íslensk brúð- kaup em mörg hver að verða eins og sviðs- mynd úr bíó og enginn veit hvemig hann eða hún á að vera nema hvað menn reyna 18 TMM 1990:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.