Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Blaðsíða 92
l’Humour Noir, 1940), Fata morgana
(1942), Sautjándi leyndardómurinn (Arc-
ane 17, 1945), Óður til Charles Fouriers
(Ode a Charles Fourier, 1947), Magísk list
(L’Art magique, 1957) og Tónninn gefinn
(Lela, 1961).
Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér
súrrealismann frekar skal að lokum bent á
Sögu súrrealismans (Historie du surréal-
isme) eftir Maurice Nadeau, sem er ágætt
yfirlitsverk.
Þess skal getið að í ljóðinu Sólblóm þýði
ég nokkur staðanöfn í París. Y firleitt geri ég
það alls ekki en í þessu tilfelli virðist mér
merking þessara staða skipta máli og kafl-
inn um þetta ljóð í bók Bretons, Tryllt ást,
styður það álit. (Sakleysingjatorg: Place
des Innocents, Kaffihúsið reykjandi hund-
ur: Chien qui fume, Hjartahvílugata: Rue
Git-le-Coeur, Skiptimyntarbrúin: Pont-au-
Change. Les Halles hverfið er gjaman kall-
að Hallahverfið í máli íslendinga í París þó
það tengist ekki neinum höllum og læt ég
þá venju halda sér).
1. Af gleðilegum undantekningum má nefna kafla í
inngangi Jóns Óskars að ljóðaþýðingum hans úr
frönsku, Ljóðastund á Signubökkum. Reykjavík
(Menningarsjóður) 1988.
2. Skáldatími. Reykjavík (Helgafell) 1963. Bls. 48.
90
TMM 1990:4