Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Blaðsíða 53
Jónasar Hallgrímssonar, þess vegna kallaði
hann kvæðið fyrst í stað Ástin mín, í merk-
ingunni ástamál mín og þess vegna er
kvæðið jafnt um Þóru Gunnarsdóttur sem
aðrar hverfular systur. Annað hvort er sam-
band — eða ást.
*
En kvæðið Ferðalok er líka Gerpla Jónasar
Hallgrímssonar. Vinir hans ætluðu honum
stóran hlut í þágu þjóðarinnar, það sést ber-
lega á bréfum Tómasar Sæmundssonar til
hans þegar Jónas er í Reykjavík. Þá særir
Tómas hann aftur og aftur að drífa sig nú til
Kaupmannahafnar til að verða mikilmenni
og þjóðfrelsisleiðtogi, nokkurs konar 19.
aldar hetja og skáld, því hann sé manna best
til þess fallinn að fylkja þjóðinni um sig; allt
og sumt sem hann þurfi að gera sé að læra
lög og ljúka með sóma og taka svo að príla
upp danska stjómkerfið, og ekki skaði svo
sem heldur að hann geti ort tækifæriskvæði,
eins og Tómas kallar það. En Jónas var á
Reykjavíkurárum sínum fyrri reikull í rás-
inni og farinn að eltast við kvenmann, taldi
jafnvel trúlofun á næsta leiti. Þá skrifar
Tómas og heitir nú á hann sem aldrei fyrr
að duga þeirri gömlu móður, ættjörðinni:
En trúlofist þú, Jónas, þá aumka ég þig
og græt yfir þér, en hætti þó ekki að
vera vinur þinn. Ég græt yfir þér, af því
þú hefur þá faktiskt erklerað — ef þú
villt ekki praktiskt bevísað — að þú
ætlir ekki að bera gæfu til að verða
með þínum sannarlega stöku gáfum
veslings gömlu konunni, henni móður
okkar, til gagns og sóma.
Þjóðhetjan, Hafnar-íslendingurinn, frelsis-
mögurinn frækni, þessi hugsjón 19. aldar
mannanna um garpa og vígamenn hokrar
hins vegar ekki að konum, hann giftist ekki
stelpu úr Reykjavik til þess síðan að þræla
fyrir ómegð, gerast prestur í rýru brauði og
daga uppi í fánýtu basli. Hann sækist ekki
eftir hamingju í einkamálum — hann fer í
pappírsvíkingu, gengur fyrir útlenda
frægðarmenn og grúfír sig þess á milli ofan
í gamla sáttmála, sem erhans atgeir. Það var
löng og góð hefð fyrir því að slíkur maður
giftist til fjár, helst dönskum kvenmanni, og
allra helst afgömlum kroppinbak og voða-
legu flagði. Þetta gerðu Árni Magnússon og
Jón Eiríksson — og ýmsir komu á eftir. Það
var sú fóm sem hann færði Islandi, með
þessu sannaði hann að hann unni ættjörð-
inni öllu öðru heitar, að hún átti hjarta hans
óskipt, rétt eins og þegar kaþólskir munkar
og nunnur gangast kirkjunni á hönd. Og
vera kann að það hafi ekki fyrst og fremst
verið andstæða veraldlegra gæða og þeirra
fjársjóða sem á himnum eru sem vakti fyrir
Jónasi þegar hann leggur í prófræðu sinni í
Bessastaðakirkju 30. maí 1829, tæpu ári
eftir ferðalagið góða, út af þeim ritningar-
orðum sem boða að við skyldum ekki elska
heiminn. Kannski var hann allteins að hug-
leiða kosti hetjunnar. í ræðunni segir hann:
Óráð er því að binda hjartað við það
sem vér eftir voru eðli hljótum að yfir-
gefa, ef það verður ei fyrr búið að
yfirgefa oss, eða þá við hitt sem vér
aldrei náum — einhvörn hverfulan
skugga — það er verra en byggja á
sandi . . . [Og nokkru síðar:] . . . Vér
megum ekki elska heiminn, því hans
gæði eru óviss. Fávíslegt er að elta
skugga sem flýr þá er hann vilja grípa
og mikil mæða að binda hjartað við
óvissa von sem einatt lætur til skamm-
TMM 1990:4
51