Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Side 53

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Side 53
Jónasar Hallgrímssonar, þess vegna kallaði hann kvæðið fyrst í stað Ástin mín, í merk- ingunni ástamál mín og þess vegna er kvæðið jafnt um Þóru Gunnarsdóttur sem aðrar hverfular systur. Annað hvort er sam- band — eða ást. * En kvæðið Ferðalok er líka Gerpla Jónasar Hallgrímssonar. Vinir hans ætluðu honum stóran hlut í þágu þjóðarinnar, það sést ber- lega á bréfum Tómasar Sæmundssonar til hans þegar Jónas er í Reykjavík. Þá særir Tómas hann aftur og aftur að drífa sig nú til Kaupmannahafnar til að verða mikilmenni og þjóðfrelsisleiðtogi, nokkurs konar 19. aldar hetja og skáld, því hann sé manna best til þess fallinn að fylkja þjóðinni um sig; allt og sumt sem hann þurfi að gera sé að læra lög og ljúka með sóma og taka svo að príla upp danska stjómkerfið, og ekki skaði svo sem heldur að hann geti ort tækifæriskvæði, eins og Tómas kallar það. En Jónas var á Reykjavíkurárum sínum fyrri reikull í rás- inni og farinn að eltast við kvenmann, taldi jafnvel trúlofun á næsta leiti. Þá skrifar Tómas og heitir nú á hann sem aldrei fyrr að duga þeirri gömlu móður, ættjörðinni: En trúlofist þú, Jónas, þá aumka ég þig og græt yfir þér, en hætti þó ekki að vera vinur þinn. Ég græt yfir þér, af því þú hefur þá faktiskt erklerað — ef þú villt ekki praktiskt bevísað — að þú ætlir ekki að bera gæfu til að verða með þínum sannarlega stöku gáfum veslings gömlu konunni, henni móður okkar, til gagns og sóma. Þjóðhetjan, Hafnar-íslendingurinn, frelsis- mögurinn frækni, þessi hugsjón 19. aldar mannanna um garpa og vígamenn hokrar hins vegar ekki að konum, hann giftist ekki stelpu úr Reykjavik til þess síðan að þræla fyrir ómegð, gerast prestur í rýru brauði og daga uppi í fánýtu basli. Hann sækist ekki eftir hamingju í einkamálum — hann fer í pappírsvíkingu, gengur fyrir útlenda frægðarmenn og grúfír sig þess á milli ofan í gamla sáttmála, sem erhans atgeir. Það var löng og góð hefð fyrir því að slíkur maður giftist til fjár, helst dönskum kvenmanni, og allra helst afgömlum kroppinbak og voða- legu flagði. Þetta gerðu Árni Magnússon og Jón Eiríksson — og ýmsir komu á eftir. Það var sú fóm sem hann færði Islandi, með þessu sannaði hann að hann unni ættjörð- inni öllu öðru heitar, að hún átti hjarta hans óskipt, rétt eins og þegar kaþólskir munkar og nunnur gangast kirkjunni á hönd. Og vera kann að það hafi ekki fyrst og fremst verið andstæða veraldlegra gæða og þeirra fjársjóða sem á himnum eru sem vakti fyrir Jónasi þegar hann leggur í prófræðu sinni í Bessastaðakirkju 30. maí 1829, tæpu ári eftir ferðalagið góða, út af þeim ritningar- orðum sem boða að við skyldum ekki elska heiminn. Kannski var hann allteins að hug- leiða kosti hetjunnar. í ræðunni segir hann: Óráð er því að binda hjartað við það sem vér eftir voru eðli hljótum að yfir- gefa, ef það verður ei fyrr búið að yfirgefa oss, eða þá við hitt sem vér aldrei náum — einhvörn hverfulan skugga — það er verra en byggja á sandi . . . [Og nokkru síðar:] . . . Vér megum ekki elska heiminn, því hans gæði eru óviss. Fávíslegt er að elta skugga sem flýr þá er hann vilja grípa og mikil mæða að binda hjartað við óvissa von sem einatt lætur til skamm- TMM 1990:4 51
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.