Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Blaðsíða 76
Bíddu. Frjós. Þú fagra kona.
★ ★★
Ég var að hugsa aðeins áðan. Þegar ég var uppi á bamum. Hann er nefnilega uppi á efstu
hæðinni og það eru gluggar í allar áttir og alveg ofboðslega langt niður á götu. Mig svimar
bara. Þetta er svo hátt hús, gnæfir yfir öll hin og maður sér í allar áttir.
Ég var að hugsa um hvað það er gott að vinna á nóttunni. Þegar enginn annar er að
vinna. Hersteinn bróðir hefur svolítið verið að segja að ég ætti að fara á sjóinn, en ég vil
það ekki. Langar ekki. Hann er á togara, Hersteinn sko.
Hann er eiginlega fínn. Hann er ekki vondur í raun og veru, það var bara sko . . . Þú
ert svo falleg, að þú gætir aldrei gert neitt svoleiðis — þú ert ekki þannig. Þú ert góð.
Æ, fyrirgefðu. Þér finnst þetta kannski bara væmið. Kannski er ég bara fullur.
Sennilega ætti ég ekki að fara í lögguna. Þeir voru alltaf að spyija mig hvers vegna ég
hefði gert þetta. Hvort mér þætti hann hafa átt þetta skilið. Ég sagði bara já. Þá spurðu
þeir: Af hverju átti hann þetta skilið? Og ég sagði: Mér finnst það. Þeir voru orðnir reiðir.
Töluðu um geðrannsókn. Ég sagði bara já.
Skilurðu? Þetta hefði verið allt í lagi ef ég ... Bíddu. Vertu kyrr aðeins. Á meðan ég
útskýri þetta. Ég meina, ég hefði ekki þurft að fara burt ef ég hefði getað sagt þeim af
hverju. Þá hefði þetta bara farið á sakaskrána.
En sumt er ekki hægt að segja. Orðin passa ekki saman. Ég er búinn að hugsa þetta
allt mörgum sinnum og þetta á að vera svona. Þú bara ert þama inni í þessum kassa og
það er gott, því að þá get ég séð andlitin þín þegar ég vil. Núna — eftir fréttatímann í
kvöld — á ég næstum tvo klukkutíma af þér. Það er rúmlega ein spóla, vissirðu það?
★ ★★
Ég man það alltaf... Sé það alltaf fyrir mér hvemig hann horfði á þig. Sat í sófanum þar
sem mamma var vön að sitja. Hann meira að segja teygði fram hausinn og glennti upp
augun eins og kötturinn okkar gerði þegar hann ætlaði að veiða fugl. — Pabbi var ekki
heima. Það hafði verið hríð í þrjá daga og ekkert flogið. Þú ættir bara að vita hvað það
verður allt dimmt og lokað í litlu þorpi úti á landi þegar er botnlaus hríð. Götuljósin eru
svo fá að þau týna hvert öðru og birtan frá þeim breytist í röð af hvítum kúlum. Eins og
jólakúlur sem einhver hefur gleymt að taka niður. Himinninn er þungur eins og stór sæng
sem fyllir út í milli fjallanna og það kemst ekki glóra niður. Maður húkir kolfastur þama
74
TMM 1990:4