Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Blaðsíða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Blaðsíða 76
Bíddu. Frjós. Þú fagra kona. ★ ★★ Ég var að hugsa aðeins áðan. Þegar ég var uppi á bamum. Hann er nefnilega uppi á efstu hæðinni og það eru gluggar í allar áttir og alveg ofboðslega langt niður á götu. Mig svimar bara. Þetta er svo hátt hús, gnæfir yfir öll hin og maður sér í allar áttir. Ég var að hugsa um hvað það er gott að vinna á nóttunni. Þegar enginn annar er að vinna. Hersteinn bróðir hefur svolítið verið að segja að ég ætti að fara á sjóinn, en ég vil það ekki. Langar ekki. Hann er á togara, Hersteinn sko. Hann er eiginlega fínn. Hann er ekki vondur í raun og veru, það var bara sko . . . Þú ert svo falleg, að þú gætir aldrei gert neitt svoleiðis — þú ert ekki þannig. Þú ert góð. Æ, fyrirgefðu. Þér finnst þetta kannski bara væmið. Kannski er ég bara fullur. Sennilega ætti ég ekki að fara í lögguna. Þeir voru alltaf að spyija mig hvers vegna ég hefði gert þetta. Hvort mér þætti hann hafa átt þetta skilið. Ég sagði bara já. Þá spurðu þeir: Af hverju átti hann þetta skilið? Og ég sagði: Mér finnst það. Þeir voru orðnir reiðir. Töluðu um geðrannsókn. Ég sagði bara já. Skilurðu? Þetta hefði verið allt í lagi ef ég ... Bíddu. Vertu kyrr aðeins. Á meðan ég útskýri þetta. Ég meina, ég hefði ekki þurft að fara burt ef ég hefði getað sagt þeim af hverju. Þá hefði þetta bara farið á sakaskrána. En sumt er ekki hægt að segja. Orðin passa ekki saman. Ég er búinn að hugsa þetta allt mörgum sinnum og þetta á að vera svona. Þú bara ert þama inni í þessum kassa og það er gott, því að þá get ég séð andlitin þín þegar ég vil. Núna — eftir fréttatímann í kvöld — á ég næstum tvo klukkutíma af þér. Það er rúmlega ein spóla, vissirðu það? ★ ★★ Ég man það alltaf... Sé það alltaf fyrir mér hvemig hann horfði á þig. Sat í sófanum þar sem mamma var vön að sitja. Hann meira að segja teygði fram hausinn og glennti upp augun eins og kötturinn okkar gerði þegar hann ætlaði að veiða fugl. — Pabbi var ekki heima. Það hafði verið hríð í þrjá daga og ekkert flogið. Þú ættir bara að vita hvað það verður allt dimmt og lokað í litlu þorpi úti á landi þegar er botnlaus hríð. Götuljósin eru svo fá að þau týna hvert öðru og birtan frá þeim breytist í röð af hvítum kúlum. Eins og jólakúlur sem einhver hefur gleymt að taka niður. Himinninn er þungur eins og stór sæng sem fyllir út í milli fjallanna og það kemst ekki glóra niður. Maður húkir kolfastur þama 74 TMM 1990:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.