Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Blaðsíða 18
sviðaveislur með hákarli og brennivíni í forrétt á meðan hitt fólkið í landinu úðar í sig flatbökum með rauðvíni að ítölskum hætti eða glóðarsteikir nautavöðva úti í garði með bökuðum kartöflum og græn- meti rétt eins og það ætti heima í Amríku. íslensk menning felst í því að hlusta frekar á útvarp en horfa á sjónvarp, lesa frekar bók en horfa á myndband, segja frekar sögur en tala saman, segja aldrei mér langar, og leiðrétta þá sem það gera, nota aldrei dönskuslettur eins og fortó um gangstétt, eins og ömmur okkar gera, tala um flat- bökur í staðinn fyrir pítsur og glóðarsteikja sitt kjöt á meðan aðrir grilla. Á þennan hátt birtist íslensk menning í daglegum athöfnum margra þeirra sem vilja af einlægni halda menningarlegri sér- stöðu íslands. Menn horfa til nýliðins tíma í íslandssögunni og telja að einmitt á þeim tíma hafi ríkt hér íslensk fyrirmyndarmenn- ing — rétt eins og íslensk menning sé eitt- hvað eitt og óbreytanlegt. Þannig fær mikið af því starfi sem snýst um að varðveita menningu okkar útrás í að halda við alls kyns gömlum siðum, þjóðlögum og döns- um, verkmenningu, húsum og sögum að ógleymdu sjálfu tungumálinu. En slíkt kostar átak og það að menn fari í sínar sérstöku þjóðlegu stellingar sem eru oft ekki hluti af hversdagslegu lífi. Það eru fráteknir tímar fyrir öll þjóðlegheitin á tylli- dögum en venjulega syngjum við alþjóð- legu dægurlögin, dönsum diskódans, not- um nýtískuvélar, búum í upphituðum hús- um með rennandi vatni og horfum á kvik- myndir á ensku. Þannig hefur þjóðleg menning tilhneigingu til að lenda í sérflokki með skyldustörfum sem þarf að rækta sér- staklega eins og kartöflur en er líka hægt að kaupa úti í búð. Slíkur sérflokkur fyrir þjóð- lega menningu er öruggasta leiðin til að drepa hana úr leiðindum með einni kynslóð eða tveimur. Þjóðfélagið sem mótaði þessa þjóðlegu menningu sem við keppumst við að varð- veita er horfið. Menningin lifir þó áfram en er síbreytileg og við viljum að hún geymi sín þjóðlegu einkenni þrátt fyrir breyting- amar. Við viljum að hún breytist með okkur til þess að við þurfum ekki að taka upp erlenda, innflutta menningu. Flaggskip allrar þjóðlegrar menningar er tungumálið. Myndmál þess og orðtök mótast af verkiagi hvers tíma og þess vegna verðum við líka að leyfa tungumálinu að endumýja sig með þjóðfélaginu. Það er til dæmis ekki rétt að halda sífellt á loft orðtökum frá fyrri tíð (sem byggja á löngu gleymdu verklagi til sjós og lands og hafa misst samband sitt við veruleikann umhverfis) og ímynda sér að þannig sé þjóðlegum menningarverðmæt- um borgið. Slíkri varðveisluhugmynd fylg- ir að unglingar sem sækja myndmálið til tölvunnar, knattleikja, bfia og hraðbrauta séu að svíkja arfinn, kasta honum og taka í staðinn upp fánýtan hégóma. En við höfum þegar valið nútímann með lífsháttum okkar og spumingin stendur um það hvort við ætlum að taka hver sitt tungumál með okkur til framtíðarinnar eða hvort við ætlum að láta enskuna flæða yfir okkur með tækninni sem henni fylgir. Ef orka okkar eyðist upp við að berja rótslitið tungumál sveitamenningar inn í bömin þá fara þau bráðlega að nota ensku til að lifa lífinu en umgangast foreldra sína og afa og ömmu á gamla málinu. Slík hafa orðið örlög íslenskunnar meðal Islendinga í Kanada. Þeir fluttu með sér íslenskt sveita- mál frá seinni hluta nítjándu aldar sem eng- inn hafði þá notað til að tala um iðnvæð- 16 TMM 1990:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.