Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Blaðsíða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Blaðsíða 34
kynnt. Og það fór víst heldur ekkert á milli mála með bókhaldið hjá Finni — fylgi- skjölin sem hann lagði fram sögðu allt sem segja þurfti. Við skulum líta hér nánar á nokkur þeirra, þau varða útfararkostnaðinn. Það er þá fyrst reikningur frá líkkistusmiðnum, honum Engelmann snikkara, 10 ríkisdalir fyrir lrk- kistu og 2 ríkisdalir og 48 skildingar fyrir lrkblæju. Svo er það Sören okkar Kattrup. Hann hefur kraftð Finn um greiðslu sam- kvæmt nótu sem er á þessa leið og sýnir ýmsan kostnað við útför Jónasar: Til ganga- konunnar 1 rtkisdalur 2 merkur og 8 skild- ingar, skyrta (á hinn látna) 1 dalur, krans 4 merkur, til fatageymslufólksins 2 merkur, drykkjupeningar fyrir kistuna (trúlega fyrir líkkistusmiðinn) 2 merkur, eitt par af hönskum 1 mörk — ekki máttu menn fara berhentir í gröfrna — og srðasti liðurinn hjá Sören er þessi: forat tilskrue Kisten, sem útleggst: fyrir að skrúfa lokið á kistuna — 8 skildingar. Hér er allt týnt til og ekkert ókeypis. Finnur borgar. Og þá kemur loks meginreikningurinn yfrr útfararkostnað Jónasar Hallgrímsson- ar. Hann er frá Hjástoðarkirkjugarði þar sem Jónas fékk leg. Textinn er svona í laus- legri þýðingu: Laugardaginn 31. maí var jarðaður r Trin- itatissóknar Hjástoðarkirkjugarði kandídat í heimspeki Jónas Hallgrrmsson 36 ára gamall (rétt: 37), dáinn þann 26. mar. Ltkið var flutt frá Friðrikssprtala og kostaði lrk- vagninn 2 ríkisdali. Sex burðarmenn voru tilkvaddir. Utgjöldin voru sem hér segir: For Jorden, þ.e. legkaup fyrir jörð að liggja í, 2 ríkisdalir, tveggja rrkisdala líkvagn ásamt hestaleigu 2 dali 1 mörk og 10 skild- ingar, kúskurinn á lrkvagninum 2 merkur, sex lrkburðarmenn 6 ríkisdalir, taka graf- arinnar 1 dalur og 2 merkur, „pælepenge" (það er gjald fyrir grafarmerki) 1 mörk og 12 skildingar, til sendimanns er sótti lrkið 1 mörk og 8 skildingar, lrkvagnsklæðið 1 dal- ur, þrír aðstoðargrafarar 1 dalur og 3 merk- ur, grafarkarlinn 2 merkur, laun prestsins 2 rrkisdalir, laun hringjarans 4 merkur, spít- alagjald fyrir læknisvottorð 2 dalir 2 merk- ur og 8 skildingar, tveir vagnar fyrir lrk- mennina með drykkjupeningum 2 dalir, vagn fyrir prestinn með drykkjupeningum 1 dalur, vagn fyrir útfararstjórann með drykkjupeningum 1 ríkisdalur, þjónninn á útfarardegi 1 dalur, púrtnerinn og ræstinga- konan á sprtalanum 2 merkur og srðast eru það svo 2 dalir til útfararstjórans. Samtals gerir þetta 27 ríkisdali 5 merkur og 6 skild- inga. Reikningurinn er dagsettur Kaup- mannahöfn, 31. mar 1845 og neðst stendur: Ofangreind upphæð hefur mér verið greidd, sem hérmeð kvittast fyrir sem vera ber. Undirskriftin gæti verið Örum en er illlæsi- leg. Það er kirkjugarðsgjaldkerinn. Þetta hefur greinilega verið allvirðuleg jarðarför. Finnur Magnússon, leyndar- skjalavörður konungs, vildi ekki að þeir sem lifðu í brauði Hins íslenska bók- menntafélags færu í gröfina eins og vesælir sveitarómagar, þótt stundum hafi verið naumt skammtað í lifanda lífi. Og sjálfur kvittar hann á heildarreikninginn yfir allan útfararkostnað Jónasar: Ofantaldir fjörutíu og fjórir ríkisbankadalir 38 skildingar eru mér endurgoldnir af sjóði Félagsins eftir þess ályktun og mínum afreikningi. Og þegar hann nokkru síðar greiddi skuldir Jónasar við skraddarann, fyrir klæðnaðinn, sem skorinn var af skáldinu á spítalanum, og einnig skuld við skóarann, þá höfðu allir 32 TMM 1990:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.