Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Blaðsíða 98
*** varð hræddur.
Kona hans tók tilbúin á móti honum, hún var heit og ilmandi, þau
dmkku vínið í flýti, *** megnaði ekki að taka eftir neinum ytri hlutum,
hann var ýmist þakklátur konu sinni að hún skyldi þegja, eða lá henni á
hálsi fyrir að hún spurði einskis . . . og fjandinn hafi það, svona var
hjónaband nútímamannsins, samkvæmt opinberum skikk en tæpast lög-
mætt, venjan komin í staðinn fyiir innileikann, blygðunarleysi í stað
hreinskiptni!
Konan fór að gráta, hvað vildi *** henni, hún truflaðist alveg vegna
þess að hún vissi ekki með hverju hún gæti reiknað, og svo framvegis.
Maðurinn reiknaði um of með hjásofelsinu, var því fljótur að friðmælast
við konuna; ástarleikur þeirra var ekki eins vel heppnaður og hann hefði
viljað, en eftilvill skárri en endranær, langdregnari, fann bara einhvem
veginn ekki réttu sveifluna. — Þau lágu kyrrlát í tvíbreiðu rúminu, og
þegar konan spurði, „Ertu hamingjusamur?“, svaraði hann, „Hamingju-
samur“.
En í rauninni var hann hvað sem var, bara ekki það. Það er að segja,
hann fór einmitt að velta því fyrir sér hvað óhamingja er, því hann taldi
sig hafa logið að konunni, en ef hann var ekki hamingjusamur, þá hlaut
hann að vera óhamingjusamur... Og smám saman var þetta niðurstaðan:
að óhamingja væri einungis orð.
Hann komst í uppnám og rauk á fætur, fór út að glugganum, trén
svignuðu í myrkrinu, gluggamir nötruðu þegar vagn fór hjá, á himin-
hvolfinu vindfægðu og vindsköfnu tindruðu skínandi stjömur, og ljós
blikandi í fjarska sveipaði þær öskuhjúp sem hvarf jafnharðan, blærinn
bar með sér fnyk af kryddi og grjóti, og fölleiti maðurinn, með ákefðar-
von í brjósti, tautaði hvað eftir annað: „orð, aðeins orð, eitt einasta orð.“
Birtist í ritsafninu Bevezetés a szépirodalomba
(Inngangur að fagurbókmenntum), 1986.
96
TMM 1992:3