Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Blaðsíða 101
Nei, ekki, bað hún.
Hver er fyrsti stafurinn í nafninu á staðnum þar sem hann pabbi þinn
er? spurði maðurinn.
Telpan varð enn dularfyllri og bláminn jókst í hvítri húðinni.
Byq'ar nafnið á B?
Maðurinn fór næstum með allt stafrófið, en telpan hristi alltaf höfuðið
og nærri lá að hann nennti ekki að halda áfram.
Þú veist það ekki, sagði hann allt í einu og í því var broddur.
Ég veit það ekki, viðurkenndi telpan.
Af hveiju ertu þá að spyrja? sagði maðurinn og broddurinn fór í hjarta
hans sjálfs eins og iðrun.
Ég læt segja nöfnin og stafina svo ég heyri kannski á þeim hvar pabbi
á heima.
Maðurinn horfði á telpuna og hún brosti á móti. Um leið áttu þau
eitthvað sameiginlegt, eitthvað sem þau vissu bæði, hann vel en hún
óljóst, af því hún var bam.
Nú verðum við að fá gott bragð í munninn, sagði hann og teygði
höndina að konfektkassanum.
Það er búið, sagði konan afsakandi en um leið kát.
Jæja, það gerir ekkert til, sagði maðurinn.
Jú-jú, flýtti konan sér að segja. Ég nota bara tækifærið og fer á bílnum
og kaupi nýjan út í sjoppu.
Þegar konan var farin hætti telpan með súkkulaðitaumana að standa
á öðrum fæti og sagði:
Æ, ég nenni ekki að vera lengur í ballet.
Svo fór hún að tala við hina á hljóðlátan hátt eins og börn gera.
TMM 1992:3
99