Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Blaðsíða 54
svonefnt „Víkinganámskeið.“ í námskeiðs-
lýsingu segir m.a. „Afkomendur víking-
anna ættu að huga að því markverða í
starfsháttum þeirra og færa það inn í nútíma
fyrirtækjaumhverfí." Ennfremur segir þar
frá „þolraunum“ sem skipulagðar eru „í
samstarfi við þrautþjálfaða lögreglumenn
úr Víkingasveitinni og miða að því að efla
þolgæði og þrautseigju þátttakenda."4
Gífurlegt framboð er á fræðslu um allt
sem tengist viðskiptum og samkeppni á
markaði, s.s. stjórnun, rekstri og söluað-
ferðum. Löng og stutt námskeið fyrir þá
sem ætla að sigra í samkeppni á markaði
hinna ríku bjóðast í tugatali á ári hverju.
Heiti þeirra segja sitt um viðfangsefnin:
Vöruþróun og markaðssókn, Árangursríkar
söluaðferðir, Gæðavitund og gæðastjóm-
un, Hvatning og frammistöðumat. Launa-
fólki bjóðast einnig fjölmörg tækifæri í
formi námskeiða til að auka markaðsgildi
sitt; hækka verðið á vinnu sinni. Námskeið
sem spanna allt frá framkomu til ýmiss
konar fæmi. Nám sem m.a. er gert eftir-
sóknarvert með því að auglýsa hvernig það
geti bætt vígstöðu þátttakendanna í barátt-
unni á launamarkaðnum.
Bakhliðin
Hér á undan hef ég verið að lýsa frá gagn-
rýnu sjónarmiði ákveðnum einkennum þró-
unarinnar í þjóðfélögum sem ég kalla
umbúðaþjóðfélög en em í hlutlausum fræð-
um oft nefnd iðnríki. Því er tímabært að
taka það fram að ég hlýt að viðurkenna
almennt gildi markaðsviðskipta, s.s. það að
á óheftum markaði ráðist verðlag og skipu-
lag vörudreifingar oft þannig að niðurstað-
an verður hagkvæm. Þegar samkeppni
birtist í því að spara orku og hvers konar
yfirbyggingu í rekstri má einnig líta svo á
að farið sé að gæta sjónarmiða sem eru
heppileg frá vistfræðilegu sjónarmiði.
Samkeppnin á markaði ríkustu þjóða
heimsins er þó afar kostnaðarsöm og ein-
kennist af stundarhag og skammsýni í notk-
un hráefna og auðlinda sem nýtt eru í
vöruframleiðslu. Þróunin er ekki sjálfbær
eins og nú er farið að krefjast, ekki mein-
laus. Skógum, gróðurlendi, fískistofnum,
jurta- og dýrategundum, jafnvel þjóðflokk-
um er fómað á framleiðslualtarið/
í upphafi síðasta kafla var vikið að því
hvemig lífshættir breytast samhliða því að
vöm- og þjónustuframboð eykst og störfm
færast á vinnumarkað. Sú þróun var fram til
þessa af flestum talin horfa til framfara.
Dökk bakhlið hennar kemur nú skýrar í ljós
52
TMM 1992:3