Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Blaðsíða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Blaðsíða 13
Samkvæmt því legg ég áherslu á þroska- sögu Sölku. Salka Valka hefst á komu Sölku litlu og móður hennar til Oseyrar. Sagan fylgir óblíðum uppvexti hennar í þorpinu, um bams- og unglingsár og lýkur þegar hún er orðin fullþroska, sjálfstæð kona. Þroski Sölku felst í aðskilnaði frá móður (í eigin- legri og óeiginlegri merkingu), niðurlæg- ingu og uppreisn, ást og afneitun, svo fátt eitt sé nefnt. Þegar þroskaferill Sölku er skoðaður kemur í ljós að afdrifaríkasti þátt- urinn í mótun persónuleika hennar og sjálfsmynd er sambandið við móðurina. Sambönd hennar við Steinþór og Amald eru einnig mikilvæg, en skuggi Sigurlínu eða minningin um hana fylgir Sölku ætfð og litar þessi sambönd. Þroski Sölku og sjálfsmynd hennar tengjast alltaf afstöðu hennar til móður sinnar. Valdaleysið Ég vil ekki sjá að vera stelpa. Ég skal aldrei aldrei verða kvenmaður — einsog hún mamma! (91) Saga Sigurlínu hefur verið túlkuð af fræði- mönnum sem tilbrigði við píslarsögu Krists með þeim öfugu formerkjum að píslir og dauði hennar hafi enga þýðingu og beri enga von með sér; að þau séu merkingar- laus. Sigurlína hefur þannig verið túlkuð sem týpa, sem Jesú-gervingur.5 Augljóst trúarlegt myndmál í sögu Sigurlínu, svo og dauði hennar á páskum, þykja renna stoð- um undir þessa túlkun. Trúarlegt myndmál er reyndar gegnumgangandi í öllu verkinu til enda, ekki bara í sögu Sigurlínu. Það er til að mynda einnig notað í ástarsögu Am- alds og Sölku þar sem Salka er í hlutverki Maríu og Amaldur er í hlutverki Jesúbams- ins og frelsarans. En túlkun á Sigurlínu sem Jesú-gervingi skiptir engu meginmáli, hvorki varðandi túlkun á verkinu í heild né á sögu Sigurlínu. Sigurlína er meira en týpa og líf hennar og dauði er alls ekki þýðing- arlaus að öllu leyti því þau hafa úrslitaþýð- ingu varðandi dóttur hennar. Salka horfir upp á valdaleysi móður sinnar, málleysi hennar, þjáningar og píslir og ákveður að svona skuli ekki fara fyrir henni sjálfri. Hún ályktar að til þess að lifa af verði hún að samsama sig karlmönnum en afneita móður sinni — eða því sem hún stendur fyrir. Hún ákveður að bæla hið kvenlega og afneitar þar af leiðandi einnig ástinni. Valdaleysi Sigurlínu er nátengt vangetu hennar við að tjá sig og nota tungumálið. í Sölku Völku eru það Steinþór, Amaldur og aðrir ráðandi karlmenn verksins sem hafa tungumálið á valdi sínu. Þegar Sigurlína er jörðuð neitar presturinn að gera uppáhalds- sálm hennar að umtalsefni í líkræðunni. Árni Sigurjónsson bendir réttilega á að þar með sé henni vamað máls, hennar síðasta ósk hunsuð: Þessi fáu orð sálmsins, sem hefðu getað orðið einhvers konar skilaboð Sigurlínu til eftirlifenda, innlegg í orðræðu staðarins, eru einskis metin og hún hverfur í eilífa þögn (...) Sigurlína er rúin orðinu, ofur- seld þögninni, en þau örlög eru verst í sögu, og enginn dauði er eins eiginlegur sögu og þögnin.6 Þessi orð Áma um endalok Sigurlína varða raunar líf hennar allt og benda á grundvall- aratriði í allri sögu hennar. Þessi endalok em vandlega undirbyggð allt frá upphafi verksins. Málleysi og valdaleysi eru fylgi- fiskar Sigurlína alla tíð og þetta tvennt er samtvinnað. TMM 1992:3 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.