Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Blaðsíða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Blaðsíða 23
segir sjálfur í gagnmerku sænsku viðtali frá árinu 1981 (BLM 1981:5), sem hefur ekki nema að litlum hluta birst á íslensku, að hann hafí hresst við eftir að hafa skrifað sig í gegnum kreppu skáldsögunnar með Kristnihaldinu og skrifað fjölda skáldsagna eftir það, en allar í 1. persónu. Bækumar íjórar eru þá öðmm þræði fyrstu persónu skáldsögur, ólíkt Skáldatíma sem er „upp- gjör skálds“ einsog danski titillinn gaf til kynna, og því kannski skyldastar brotinu Heiman eg fór sem Halldór skrifaði 1924. Rétt er að geta þess að eitt af því síðasta sem Halldór hefur birt til þessa er eins konar eftirmáli við minningasögumar, þ.e. for- máli hans að klausturdagbókinni, Dagar hjá múnkum og kom út 1987. Fyrirvarinn breytir þó ekki sjálfsævisögulegu eðli bók- anna, höfundur styðst við þessi tilteknu æviár sín, en hann tryggir honum eins konar skáldaleyfí sem hann er óhræddur við að notfæra sér, einsog síðar verður vikið að. Ekki skal ég draga dul á að mér finnst alveg sérstök birta yfir þessum bókum, veð- ur háskýjað með mildu ljósi þar sem ótal smáatriði blasa við án þess að birtan beinist að einu fremur en öðm, og lesandanum því í sjálfsvald sett að skoða þau aftur og aftur. Bækumar em ekki síst merkar fyrir þetta sem ég ætla að reyna að víkja betur að hér: Þær em einstök heimild um aðferð sagna- mannsins Halldórs Laxness, þetta em hans skáldskaparmál, og um lífssýn sem er svo nátengd sagnalistinni. Bálkurinn er bók Halldórs um veginn, en sú fomkínverska speki hafði verið að gerjast með honum allt frá því hann eignaðist Tao te king á dönsku árið 1919. Hinu skal ekki neitað að það fundu ekki allir púðrið í „þessum smábókum fjórum“ (orðalag Halldórs) þegar þær birtust og er ekki mikið til skrifað um þær: merkust er grein Peters Hallbergs úr TMM 1982:2, Erik Spnderholm náði aðeins að gera þeim lítil skil í mónógrafíu sinni, en af öðm sem ég hef rekist á vil ég sérstaklega nefna ritdóm Sigfúsar Daðasonar um 1 túninu heima frá árinu 1976 (TMM 1976:1). En hvað sem mönnum kann að finnast um þessar bækur hljóta ævisögubrot höfundar á borð við Halldór að skipta okkur máli. Peter Hallberg vitnar til heimspekingsins Dilthey um að sjálfskönnunin sé mikilvæg- asta leið okkar til skilnings á lífinu, og sjálfsævisagan því í raun fmmmynd allrar sögu. Enda hefur ævisagan orðið ein af þeim grunnfléttum sem ótal skáldsögur eru reistar á. Hversu mikill skáldskapur sem kann að vera í minningasögum Halldórs eru þær vissulega sjálfskönnun. Og vilji menn kalla þær karlagrobbsbækur, þá er því til að svara að sjálfsævisögur em auðvitað alltaf skrifaðar um það hvemig sögumaður varð það sem hann varð. Því em í meginatriðum tvö sjónarhom hugsanleg: Misheppnaðist ætlun sögumanns, og þá hlýtur saga hans að eiga heima í flokknum Harmsaga ævi minnar, eða heppnaðist hún? Og þegar hið síðamefnda verður einsog hjá Halldóri, höfundur í bærilegri sátt við sjálfan sig, hlýturfrásögnin öll að litast af því. Bækum- ar fá á sig blæ kómedíu fremur en harm- sögu, þar er mikið af kátlegum sögum lituðum angurværð. Bygging verkanna er sérstæð, ferill sögu- manns er ekki rakinn í tímaröð, heldur er stokkið til og frá um víðan völl samfélags og skáldskapar, frá mannkynssögu til sveitakróníku. Þetta em svo sannarlega sögur í ritgerðaformi, allt getur orðið Hall- dóri kveikja hugleiðinga. I fyrrnefndu sænsku viðtali segir Halldór að byggingin TMM 1992:3 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.