Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Blaðsíða 56
. . óstýrilátur bamagrúi þéttbýlisins er haminn af skynsemisskipan skrifræðis- formsins, sem skipuleggur samskiptin við þau eftir götutali, almanaki, bekkjarstærð og stundatöflu. Ekkert af þessu kemur vits- munum bama við, þroska þeirra eða náms- áhuga; ekkert af þessu snertir inntak námsins eða markmið. Það em skipulags- þarfir fullorðinna sem ráða ferðinni, ekki spurningar barnsins eða námsforsendur, forvitni eða fyrri reynsla . . . Það er gömul saga að viðfangsefni námsins höfða ekki til reynslu, spuminga og námshátta bama.“ Heilbrigðiskerfið hér á landi og í öðmm umbúðaþjóðfélögum sætir oft gagnrýni af svipuðum toga; hagsmunir sérfræðinganna og starfsmannanna vega þungt og móta meðferð og samskipti sem bjóðast. Oft er á það bent að áhrif meðferðar innan þess séu ofmetin, t.d. ráði erfðir, umhverfi og lífs- hættir meira um lífslíkur en það sem heil- brigðisþjónusta skilar. Raunveruleikinn svarar sjaldan til vona sem oft em bundnar framkvæmd nýrra eða aukinna lagabálka sem eiga að bæta mannlífið með tilstyrk opinberra stofnana. Því er hæpið að líta á vöxt þeirra fylgifiska markaðsvæðingar- innar sem framfaraspor. I framhaldi af þessu væri ekki úr vegi að velta fyrir sér hvaða áhrif það kann að hafa á fólk að vera sífellt að keppa að því að gera sig verðmeira á vinnumarkaði? Reyna að auka möguleika sína og markaðsgildi með því að fá starfsheiti lögverndað, lengja skólagöngu þeirra sem ætla að fá réttindin, samræma taxtana, sækja dýr námskeið og safna eftirsóttum prófskírteinum. Dýr- keypta leiðin nýtur álits, ekki sú sem kostar lítið þótt jafngóð sé eða betri. Þar á ég m.a. við sjálfsnám, leshringi og þegar þeir sem fyrir em á vinnustað kenna nýliðum. I þessu sambandi er fróðlegt að lesa um skoðanir Erich Fromm eins og þær birtast í bókinni To have or to be. Hann veltir m.a. fyrir sér áhrifum samkeppninnar á vinnumarkaði og segir á einum stað: „Ef það nægði til lífs- framfæris að treysta á það sem menn vita og geta mundi sjálfsvirðing hvers og eins vera í hlutfalli við hæfni hans, þ.e. nota- gildi. En þar sem gengi manna er mjög háð því hvemig gengur að selj a persónuleikann, fara menn að líta á sig sem vöm (comm- odity), eða öllu heldur bæði sem sölumann og vömna sem hann býður. Líf og lífsham- ingja verða ekki viðfangsefnið heldur það að seljast.“ (A person is not concemed with his or her life and happiness, but with becoming saleable).8 Keppnin á vinnumarkaðnum snýst um það að bera sem mest úr býtum og nota afraksturinn til að versla á vöm- og þjón- ustumarkaðnum. Ef að er gáð verður þó hlutur margra á vinnumarkaði afar rýr þeg- ar búið er að borga kostnaðinn sem fylgir því að sækja vinnu sína þangað og neyslu- vömmar dl verslana. Hvað er eftir af með- allaunum þegar búið er að borga af þeim tekjuskatt og síðan virðisaukaskatt og þegar krónumar, sem eftir eru, fara yfir af- greiðsluborð? Hvað er eftir af kaupinu þeg- ar búið er að borga kostnað við bamagæslu, kostnað við að komast í vinnuna, kostnað sem fylgir því að kaupa oft tilbúinn, með- höndlaðan mat? Það er minna eftir en marg- ur hyggur. Umbúðakostnaður, sem fylgir með í kaupum á vöru- og þjónustumarkaði er ótrúlega margþættur. Með í kaupunum er fjármagnskostnaður þess sem selur, flum- ings-, auglýsinga- og geymslukostnaður hans, tryggingagjöld og skattar auk launa- kostnaðar hjá fyrirtækinu. Og á flest sem 54 TMM 1992:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.