Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Blaðsíða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Blaðsíða 108
slítandi túramennsku. Unga fólkið, Hrafn og vinir hans, eru heldur ekki hugsjónalaus á menntaskólaárunum. Þau skilgreina sig flest sem marxista en hugmyndir þeirra eru óreiðu- kennt fálm og eftir að þau komast á fullorðinsár gleymast þær og tilvera þeirra verður í algeru ósamræmi við þá andborgaralegu lífssýn sem þau héldu áður að þau hefðu. Öll hafa þau það svo sem ágætt en enginn er virkilega ánægður með hlutskipti sitt. Þau ætluðu að skapa sér líf en nenntu ekki að vinna að því. Það virðist því vera tvíbent afstaða í verkinu gagnvart lífinu og þeim hugmyndum eða hugsjónum sem það grundvallast á. Um leið og hugsjónirnar eru gerðar ábyrgar fyrir hamförunum er upplýs- ingakynslóðin gagnrýnd fyrir hugsjónaleysi sitt en sú gagnrýni helgast af þeirri ástæðu að þessi kynslóð gerir sömu mistökin og kynslóðin á undan, ekki af því að hún viti ekki betur, heldur vegna þess að hún er of löt eða of siðblind til að bæta þar um betur. Það er því í raun og veru sama ástæðan fyrir því að hugsjónamóður stríðskynslóðarinnar er gagnrýndur í sömu and- ránni og hugsjónaleysi upplýsingakynslóðar- innar; í báðum tilvikum er blekkingin veru- leikanum yfirsterkari, það er trúað á leikritið en ekki raunveruleikann. Því lífið, þetta ókomna líf, er ætíð tilbúinn veruleiki. Það er gert úr orðum sem lýsa því, nefna það og segja frá því en geta seint eða aldrei orðið það í raun og veru. Þessi orð mynda ekki aðeins lífið heldur allan hinn íslenska veru- leika, jafnvel sjálft landið sem „er bara gijót og melar“ er gert úr orðum. Stytta frelsisleiðtog- ans, Jóns Sigurðssonar, er því ekki stytta bar- dagamanns heldur ræðumanns. Hún táknar upphaf landsins, upphafið sem var fólgið í orð- unum: „Vér mótmælum allir!“ „Þetta byijaði allt með þessum orðum, þá varð ísland aftur til“ (44). Á sama hátt eru það Island og sú íslenska þjóð sem Sigurður vill teljast til mynduð af hugtök- um sem valdhafar nýbakaðs lýðveldis sveipa um sig. Hugtökum eins og „fyrirmyndarríki“, „framtakssemi“ og „sjálfstæði“. I ræðu Ólafs Thors þann 17. júní 1946 finnur hann inntak þess sem hann vill verða. Hann vill verða þátttakandi í sköpun þessa sjálfstæða, framtaks- sama fyrirmyndarríkis, hann vill verða athafna- skáld. Vandamálið er aðeins að þessi valdastétt sem seinna þennan dag heldur á sér sýningu í skrúðgöngu menntaskólans, veit ekki einu sinni sjálf hvað hún er að segja, hún er ekki að hugsa, hún er að skálda. Orðaveruleiki íslendinga er nefnilega meira en aðeins sú kennisetning í mannlegum fræðum nútímans að allur veruleiki sé gerður af tungumáli. Orðin sem þessi veru- leiki er gerður úr er skáldaður veruleiki því það eru til önnur orð, ígrunduð orð, raunhæf orð en hinn íslenski veruleiki er ekki myndaður úr þeim heldur hinum sem tjá draumsýn og ósk. í verkinu er sífellt verið að benda á hve hættuleg þessi orð geta orðið, hve hættulegt það sé að mynda veruleikann úr vitlausum orðum. Því ef samfélagið trúir á þau geta þau gert veruleikann að blindgötu en ekki sælustað, tekið völdin og skapað hættulega blekkingu. Reyndar er það aðeins þunnur þráður sem heldur mönnum frá því að nýta sér þessa blekk- ingarþrá, setja upp leikrit og leika lffið í stað þess að lifa því, nokkuð sem sífellt er verið að benda á í verkinu að sé séríslenskur siður. Séu menn á annað borð haldnir siðferðilegum krankleika geta þeir nýtt sér blekkinguna út í ystu æsar og Kjartan er nógu sjálfhverfur til að gera hana að lagskonu sinni. Kjartan elskar ekki Helgu nema því aðeins að hann segi það, að ástin sé búin til með orðum og á sama hátt býr hann til velgengni. Hann talar við bankastjóra og fjölmiðla og vefur þeim um fingur sér því allir vilja þeir trúa sögu hans, þeim orðum sem lýsa framtakssemi og atorku. Á þann hátt leikur Kjartan leik sem við könnumst allt of vel við. Herjar milljónir út úr bönkum án þess að eiga fyrir þeim nokkra innistæðu og svíkur að lokum hús og eignir vinar síns út úr honum. Það sem Sigurður faðir hans ætlaði að verða með iðju- semi verður hann fyrir tilstyrk blekkingarinnar. Forsendur drauma þeirra feðga eru þær sömu en á meðan faðirinn tekur drauminn alvarlega og 106 TMM 1992:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.