Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 54

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 54
svonefnt „Víkinganámskeið.“ í námskeiðs- lýsingu segir m.a. „Afkomendur víking- anna ættu að huga að því markverða í starfsháttum þeirra og færa það inn í nútíma fyrirtækjaumhverfí." Ennfremur segir þar frá „þolraunum“ sem skipulagðar eru „í samstarfi við þrautþjálfaða lögreglumenn úr Víkingasveitinni og miða að því að efla þolgæði og þrautseigju þátttakenda."4 Gífurlegt framboð er á fræðslu um allt sem tengist viðskiptum og samkeppni á markaði, s.s. stjórnun, rekstri og söluað- ferðum. Löng og stutt námskeið fyrir þá sem ætla að sigra í samkeppni á markaði hinna ríku bjóðast í tugatali á ári hverju. Heiti þeirra segja sitt um viðfangsefnin: Vöruþróun og markaðssókn, Árangursríkar söluaðferðir, Gæðavitund og gæðastjóm- un, Hvatning og frammistöðumat. Launa- fólki bjóðast einnig fjölmörg tækifæri í formi námskeiða til að auka markaðsgildi sitt; hækka verðið á vinnu sinni. Námskeið sem spanna allt frá framkomu til ýmiss konar fæmi. Nám sem m.a. er gert eftir- sóknarvert með því að auglýsa hvernig það geti bætt vígstöðu þátttakendanna í barátt- unni á launamarkaðnum. Bakhliðin Hér á undan hef ég verið að lýsa frá gagn- rýnu sjónarmiði ákveðnum einkennum þró- unarinnar í þjóðfélögum sem ég kalla umbúðaþjóðfélög en em í hlutlausum fræð- um oft nefnd iðnríki. Því er tímabært að taka það fram að ég hlýt að viðurkenna almennt gildi markaðsviðskipta, s.s. það að á óheftum markaði ráðist verðlag og skipu- lag vörudreifingar oft þannig að niðurstað- an verður hagkvæm. Þegar samkeppni birtist í því að spara orku og hvers konar yfirbyggingu í rekstri má einnig líta svo á að farið sé að gæta sjónarmiða sem eru heppileg frá vistfræðilegu sjónarmiði. Samkeppnin á markaði ríkustu þjóða heimsins er þó afar kostnaðarsöm og ein- kennist af stundarhag og skammsýni í notk- un hráefna og auðlinda sem nýtt eru í vöruframleiðslu. Þróunin er ekki sjálfbær eins og nú er farið að krefjast, ekki mein- laus. Skógum, gróðurlendi, fískistofnum, jurta- og dýrategundum, jafnvel þjóðflokk- um er fómað á framleiðslualtarið/ í upphafi síðasta kafla var vikið að því hvemig lífshættir breytast samhliða því að vöm- og þjónustuframboð eykst og störfm færast á vinnumarkað. Sú þróun var fram til þessa af flestum talin horfa til framfara. Dökk bakhlið hennar kemur nú skýrar í ljós 52 TMM 1992:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.