Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Qupperneq 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Qupperneq 13
14.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Séra Hildur Eir Bolladótt- ir í Akureyrarkirkju hefur verið iðin í ræðu og riti undanfarin misseri. Hún birtir fjölda pistla á heima- síðu sinni á vefnum, www.hildureir.is. „Ég hef verið skúffu- skáld til þessa en hef skrif- að ljóð annað slagið; hef verið hugfangin af ljóðum síðan ég var barn, safna ljóðabókum, les sömu ljóð- in aftur og aftur og gríp oft til þeirra í ræðugerð,“ segir hún við Morg- unblaðið. Á heimasíðu Hildar Eirar var að finna þennan kveðskap, Jólaljóð, í vikunni. Í heilagri ritningu er hvergi getið um fæðingarþunglyndi Maríu meyjar. Tilfinningalíf Jósefs er líka ráðgáta. Engar heimildir um fortíð fjárhirð- anna en barnleysi mun hafa hrjáð þann er grét mest við jötuna. Um vitringana er sagt að þeir hafi lesið yfir sig í skóla og haft þrá- hyggju fyrir allskonar stjörnum, bæði á himni og jörðu. Færri vita að Heródes var yndislegt barn, skýrleiks drengur, augasteinn móður sinnar. Litlum sem engum sögum fer af sál- arlífi gistihúseigandans, hann mun þó hafa glímt við félagsfælni og þess vegna neitað að opna dyrnar. Barnið í jötunni er hins vegar enn í greiningu. AKUREYRI Hildur Eir í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Barnið enn í greiningu Morgunblaðið/Skapti Sögurnar sem Björn Jóhannhefur safnað og komið hafaút eru orðnar hátt í eitt þús- und. Nú segir hann enn fleiri sög- ur hvaðanæva úr firðinum. Hér eru nokkur sýnishorn úr bókinni:    Rafvirkjarnir Ásbjörn Skarphéð- insson, betur kunnur sem Böddi á Gili, og Valgarð Björnsson, eða Valli Björns, unnu oft saman. Eitt sinn höfðu þeir verið að vinna fyrir Sauðárkrókshöfn og að því loknu tók Böddi til við að útbúa vinnu- skýrsluna. „Hvað eru mörg b í Sauð- árkrókshöfn?“ spurði Böddi. „Hvað ertu kominn með mörg?“ svaraði Valli. „Þrjú.“ „Láttu það duga.“    Bjarni Har kaupmaður og Hall- ur Jónasson voru einn veturinn samferða yfir Holtavörðuheiðina hvor á sínum vöruflutningabílnum. Veðrið var snældubrjálað og svo fór að þeir festu bílana á miðri heiðinni og komust hvergi. Hallur var kominn út að reyna að moka frá bílnum, bölsótandi og ekki sátt- ur við stöðuna. Rólegheitin eru bestu heitin, hefur verið mottó Bjarna alla tíð, en hann kom til hins kappsama félaga síns og sagði: „Það vorar bráðum.“    Stefán á Gautlöndum vann til margra ára hjá Vegagerðinni og yfirmaður hans var Gísli Felixson. Samband þeirra hefur löngum ver- ið gott og traust og höfðu gár- ungar í Fljótum á orði að Stebbi gerði allt sem Gísli bæði hann um. Fylgdi sögunni að áður en Stebbi fór að sofa á kvöldin hefði hann farið með bæn sem hófst eitthvað á þessa leið: „Gísli Fel, þú sem ert á Krókn- um, helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji …“    Guttormur Óskarsson fékk einu sinni heimsókn á dvalarheimilið frá góðum kunningja, sem nýlega hafði farið á miðilsfund. Þar kom fram sameiginlegur vinur þeirra, Ýtu- Keli, sem hafði fallið frá ekki löngu áður. „Hann sagði allt þetta fína, hér væri gott að vera,“ sagði vinurinn við Guttorm og bætti við: „Og þarna væru engir framsóknar- menn.“ „Já,“ sagði Guttormur, „hvar skyldi Keli hafa lent?“    Lýtingur einn var að störfum við húsbyggingu í hreppnum með hamarinn á lofti, þegar hann lamdi beint á einn puttann á sér. Heyrð- ist hann bölva og ragna: „Hvernig í andskotanum gat þetta skeð? Ég bæði í öryggisskóm og með hjálm.“ SKAGAFJÖRÐUR „Hvað eru mörg b í Sauð- árkrókshöfn?“ SKAGFIRÐINGAR ERU ÞEKKTIR FYRIR HESTAMENNSKU OG SÖNG EN EKKI SÍÐUR FRÁSAGNARGLEÐI. BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON BLAÐAMAÐUR SENDIR NÚ FRÁ SÉR FJÓRÐU BÓKINA MEÐ SKAGFIRSKUM SKEMMTISÖGUM. Hilmir Jóhannesson, Bjarni Har, Brynjar Pálsson og Sigurður Antonsson, í sagnastund á kontórnum hjá Bjarna. Ljósmynd/Björn Jóhann Leik- og lendingarlaug í sundlaug Vestmannaeyja hef- ur verið lokað í óákveðinn tíma. Varmatap er svo mikið vegna veðurlags að of dýrt þykir að hita laug- ina upp. Yfirbreiðsla verður keypt á næsta ári. Hluta laugarinnar lokað Bæjarráð Grindavíkur samþykkti nýverið tillögu formanns ráðsins að bjóða Verkalýðsfélagi Grindavíkur og Sjó- mannafélagi Grindavíkur að taka þátt í uppbyggingu íbúða fyrir eldri borgara við Víðihlíð. Byggi saman fyrir aldraða Björn Jóhann segir frá Króksara einum sem kom um árið til Frið- riks J. Friðrikssonar læknis og vildi fá bót meina sinna. „Friðrik gat verið spaugsamur og vildi í þetta skiptið miklu frekar spjalla en að tala um veik- indi, sem endaði með því að maðurinn sagði: „Ég var nú hingað kominn til að leita mér lækninga.“ „Já, það var nú með hann Guðmund líka,“ sagði Friðrik og benti út um gluggann, „þeir eru að bera líkið út núna.“ Þá segir frá Hauki Pálssyni, ostameistara í Mjólkursamlagi KS á árum áður. Hann var „skemmtilegur karl, heljarmenni að burðum og jafnan bein- skeyttur í tilsvörum. Einhverju sinni kom ungur starfsmaður samlagsins til hans og bar sig illa, hann væri að drepast úr vöðva- bólgu og gæti varla unnið meira þann daginn. „Vöðvabólgu,“ hreytti Haukur út úr sér, „það getur ekki verið, þú ert ekki með neina vöðva, maður!“ Þeir eru að bera líkið út Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 11 - 18 I laugardaga 11 - 16 LÍÐUR AÐ JÓLUM Kr. 6.900 Kr. 4.900 Kr. 9.600 Tilvalinjólagjöf Tilvalinjólagjöf Tilvalinjólagjöf Milton kúruteppi kr. 9.990 Triangle kr. 5.800 Spegill kr. 15.900 Gina kr. 19.900 Aston kr. 15.900 Unfurl svefnsófi kr. 109.900 Betina skenkur kr. 144.700 Dixie 90x45 kr. 48.900 kr. 1.800 kr. 4.700 kr. 1.490 Dixie 55x35 kr. 22.900 Yumi borð / 2 í setti kr. 28.700 Jólatilboð 98.900 kr. 6.600 kr. 7.900 kr. 6.600 Flinga tímaritahillur 80 cm kr. 9.900 160 cm kr. 16.900
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.