Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Qupperneq 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Qupperneq 20
Víetnamar aka flestir mótorhjólum. Lítil áhersla er lögð á umferðaröryggi. Á rið 2014 hefur svo sann- arlega verið merkilegt. Íslendingar fengu loksins afgreidda skuldaleiðrétt- ingu, eldgos hófst í Holuhrauni og svo virðist sem hálf þjóðin hafi verið að krefjast hærri launa. Fyrir mér var þó annar hápunktur. Halldóra Geirharðs hafði áhrif Af einhverjum dularfullum ástæðum ákváðum við faðir minn að ferðast til Suðaustur-Asíu. Ferðin hafði verið í mótun í rúmlega tvö ár og fór frá því að vera heimsreisa í nokkra mánuði yfir í hið endanlega plan. Kveikjan var, að ég held, þegar við vorum einhvern morguninn að hlusta á viðtal við Halldóru Geir- harðsdóttur leikkonu um tilvonandi heimsreisu hennar með fjölskyldu sinni. Við hugsuðum bara: fyrst hún getur selt húsið sitt og farið, af hverju ekki við? Miðar voru bókaðir, bakpokar fylltir og daginn eftir út- skrift mína úr grunnskóla héldum við af stað. Við seldum samt ekki húsið heldur skildum það eftir í umsjá móður minnar og kattarins. Dagur í París – svo til Víetnam Í fyrsta legg ferðarinnar skellti ég mér á tónleika í Lundúnum og síðan tókum við lest til Parísar. Að fara Ermarsundsgöngin var eitt af því sem ég hafði haft mikinn áhuga á að upplifa, það kom þó í ljós að þessi göng voru ekki mikið öðruvísi en önnur göng svo að ég svaf bara mestalla leiðina. Eftir einn dag í París tókum við svo flug til Hanoi í Víetnam. Ég hafði aldrei verið í ellefu klukkustunda flugi áður og fannst það frekar óþægileg tilfinning að vera föst í þessu „málmboxi“ svo lengi, en þetta var nú samt bara in- dælis flugferð. Flugfreyjurnar stóðu allan tímann með bros á vör og vildu gera allt fyrir mann. Þetta var svo- lítið eins og að vera í mat hjá ömmu. Klukkan sjö að morgni hinn 10. júní vorum við lent í Hanoi, höf- uðborg Víetnam. Hótelherbergið var ekki tilbúið svo ég fékk þá ágætu hugmynd að við fengjum okkur bara göngutúr. Líkaminn reyndist hins vegar ekki alveg vera búinn að venjast 30 gráðu hita. Er við komum lafsveitt á hótelið sagði hinn ágæti maður er vísaði okkur til herbergisins þessa frægu setn- ingu: „It is a bit hot“ á meðan hann horfði á gegnblauta skyrtu föður míns. Víetnamar eru alveg yndisleg þjóð. Landinu er stjórnað af komm- únistum og það er mikil spilling í stjórnkerfinu, en fólkið er duglegt og vinnur fyrir sínu. Mótorhjólið er fjölskyldubíllinn Ég fékk ekki beint „menning- arsjokk“ við komu mína til landsins, en það sem sló mig mest var um- ferðin. Að meðaltali deyja 29 manns á dag í umferðarslysum og skýrist það af því að nánast enginn fylgir umferðarreglum, rauð ljós og stöðv- unarmerki stoppa Víetnama ekkert. Um 90 milljónir manna búa í Víet- nam og u.þ.b. 37 milljónir mót- orhjóla eru í landinu á meðan það eru aðeins tvær milljónir bíla. Mót- orhjólið er fjölskyldubíllinn fyrir Víetnömum. Oft á tíðum sá maður foreldra og tvö börn saman á einu hjóli og enginn með hjálm; ef það voru einhverjir með hjálm þá voru það foreldrarnir. Og ef þú vilt reyna að ganga yfir umferðargötu þýðir ekkert annað en að ganga rösklega yfir án þess að stoppa, að reyna að bíða eftir því að umferðin stoppi fyrir þér er eins og að reyna að fá Ólaf Ragnar til þess að láta af forsetaembætti. Það er eflaust hægt en tekur langan tíma. Víetnamar taka sýkingavarnir ekki eins alvarlega og Vest- urlandabúar. Matur er oft á tíðum snæddur úti á gangstétt, sem er því mjög erfitt að ganga eftir. Fjöl- skyldan kemur þar saman og snæð- ir hádegismat á litlum plaststólum sem við myndum telja hæfa á leik- skóla. Ekki var mikið um ferða- menn á þessum tíma árs, svo að mörg augu fylgdu manni oft eftir á gangi. Dýrasta máltíðin kostaði 4.000 krónur fyrir bæði Hótel og matur í Víetnam kosta ekki mikið, en við eyddum aðeins um 2.000 krónum fyrir nóttina. Dýrasta máltíðin sem við keyptum kostaði samtals um 4.000 krónur og fengum við í flestum tilfellum alveg indælis mat. Þar tel ég ekki með snákana og rotturnar sem okkur var boðið upp á, en það var aðeins of langt gengið fyrir mig og smakk- aði ég ekki svoleiðis. Við höfðum pantað okkur tveggja vikna ferð með ferðahópi í gegnum Víetnam. Í þessari frábæru ferð fengum við svo sannarlega að upp- lifa landið og menningu þess. Alls konar skrýtinn matur, bátsferð um Halong bay, söfn og svo margt fleira fengum við að upplifa ásamt hópi af Áströlum. Mikið af fjár- magni Ástralanna fór í bjór og áfengi, en það leiddist þeim nú ekki mikið. Það var alveg gríðarlega þægilegt að hafa hvern dag skipu- lagðan fyrir sig og mæli ég ein- dregið með svona ferðum. Það er alltaf gaman að kynnast nýju fólki úr ólíkum áttum og ég lærði heil- mikið um Ástralíu á leið okkar um Víetnam. Lærðu allt um Víetnamstríðið Alls konar ferðamáta fékk ég svo að upplifa í ferð okkar með hópn- um. Meðal annars ferðuðumst við með næturlest í 12 tíma. Við deild- um klefa okkar, sem innihélt tvær kojur, með fjögurra manna fjöl- FEÐGIN SAMAN Í REISU Sjö lönd á sjö vikum URÐUR EGILSDÓTTIR 16 ÁRA FÓR ÁSAMT FÖÐUR SÍNUM AGLI ÓLAFSSYNI Í MIKLA REISU UM SUÐAUSTUR-ASÍU Í SUMAR. HÚN DEILIR UPPLIFUN SINNI MEÐ LESENDUM SUNNUDAGSBLAÐS MORGUNBLAÐSINS. urra111@hotmail.com Urður heilsaði upp á Búdda-munka í Kambódíu. Musterin í Angkor eru fjölmörg og bera vott um mikla verkkunnáttu. Styttur í Angkor eru stórkostleg listaverk. Í Víetnam býðst ferðamönnum að smakka grillaðar rottur og froska. Urður hreifst af öpunum í Kambódíu. Skógurinn hefur nánast kæft sum musterin í Angkor í Kambódíu. 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.12. 2014 Ferðalög og flakk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.