Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Blaðsíða 22
2. Spenntu og slakaðu svo áKomdu þér fyrir eins og sagði í ráði númer eitt og ein- beittu þér að einum líkamsparti í einu með því að spenna hann þangað til þú ferð að finna fyrir titringi, eða að minnsta kosti í 10 sekúndur, slepptu þá spennunni og slakaðu þá á. Byrjaðu á fótum, gott er að lyfta þeim upp frá gólfi örlítið. Stundum er talað um að gott sé að ávarpa líkamspartinn þegar hann á að slaka á og segja: „Hendur, slaka!“ Farðu svo í gegnum rass, læri, kvið, bak og háls, handleggi og axlir. End- aðu á kjálkum og andlitsvöðvum. Þegar öllu þessu er lokið skaltu liggja og ímynda þér líkamann afar þungan og finna hit- ann. Liggðu áfram í nokkrar mínútur og farðu hægt af stað í næstu verk. 7. Segðu fallega hlutiHugsaðu um þá sem þú elskar Samkvæmt rannsókn sem vísindamenn við Manchester-háskólann í Bretlandi gerðu hjálpar það fólki við aðstæður sem reyna á og skaprauna að hugsa um þá sem þeir elska mest og segja fallega hluti við sjálfan sig. Má þar þar nefna eitt- hvað eins og: Þú ert dugleg- ur, þú ert elskaður, þú ert hugrakkur. 1. Í víð föt þegarhægt er Þegar komið er heim úr vinnu er það fyrsta sem allir stressaðir ættu að gera að fara úr fatnaði og sokk- um og öllu sem þrengir að og fara í víð, laus föt. Leggjast á gólfið eða rúmið en passa að hafa góðan kodda und- ir höfði. Best er að finna sér stöðu þar sem fætur eru í sundur og hend- urnar aðeins út með hliðum og hrista létt útlimi og velta höfði létt til þar til þið upp- lifið að líkaminn sé mjúkur. Í þessari stöðu má gera hvaða slök- unaræfingu sem er. 4. Einföld aðstoð í tölvunniNýgræðingar í slökun geta nýtt fimm mínútur af tímanum sem þeir eyða á Face- book í að fara á Youtube og fletta þar upp sérstökum slökunaræfingum fyrir augu og andlitsvöðva en auk axla og hálsvöðva spennast andlitsvöðvar og vöðvar í kring- um augun ótrúlega undir álagi. Hægt er að skrifa í leitargluggann setningar á borð við „relaxing eye exercises“ og „face muscles relaxing“. Við mælum sérstaklega með myndbandi sem finnst með því að slá inn „facial yoga massage“. 6.Öndun og lavenderBest er að gera þessa æfingu þegar búið er að taka slökunina í atriði númer eitt. Andaðu að þér og teldu upp að fjórum á meðan, haltu stutta stund andanum niðri, ekki það lengi að það sé óþægi- legt og blástu mjög hægt frá þér. Gott er að miða við að telja upp að átta á útöndun. Breskir vís- indamenn, og raunar margfalt fleiri, hafa fært sönnur á að laven- derjurtin, lyktin af henni, hefur slakandi áhrif á fólk svo það er sniðugt að fá sér ilmpúða bæði í bílinn og á heimilið, og jafnvel vinnuskrifborðið. 5.B-vítamín og í bólið á sama tíma Svefn er mikilvæg forvörn gegn stressi. Ekki bara skiptir máli að sofa nóg heldur getur hjálpað að fara alltaf að sofa á sama tíma og vakna alltaf á sama tíma. Þá er um að gera að geispa mikið því það slakar á vöðvunum. Annað sem hefur góð áhrif á andlegu heilsuna er að taka inn B- vítamín og sveppir innihalda til að mynda glás á B- vítamínum. 3. Syngdu í bílnum og sturtunniÞeir sem hafa ekki tíma til að fara á kóræfingar, sem er víst allra stressmeina bót, geta grætt mikið á því að syngja í sturtunni eða í umferðinni. Söngur gerir það nefnilega að verkum að við öndum djúpt og reglulega, með langri útöndun til að ná því að klára sönglínurnar. Þeirri önd- un svipar til jógaöndunar og hún hjálpar til við að slaka. Vísindamenn við Gautaborg- ar-háskólann í Svíþjóð hafa rannsakað tengsl söngs við heilsu og hann hefur að auki margvísleg fleiri góð áhrif. ÞAÐ KOSTAR EKKERT AÐ SLAKA Á EF RÉTTAR AÐFERÐIR ERU NOTAÐAR. ÞAÐ BESTA ER AÐ ÞAÐ TEKUR YFIRLEITT ÖRFÁAR MÍNÚTUR AÐ STILLA HUGANN OG MÝKJA VÖÐVANA AÐEINS. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Leiðir til að slaka á í desember EINFÖLD RÁÐ FYRIR ALLA S tress og annir getur auðveldlega læst sig í líkamann, myndað vöðvabólgu og stífleika í hálsi, gert okkur pirruð og valdið auka- álagi á stoðkerfið. Hægt er að beita ofureinföldum aðferðum til að slaka á án þess að fara á jóganámskeið sem fólk hefur kannski ekki tíma til að sækja í desember, á þeim tíma sem margir þyrftu þess þó helst með. Þeir sem komast ekki frá geta nýtt sér aukamínútur sem gefast á kvöldin, morgnana, í hádeginu og hvenær sem er til að anda rétt og slaka á vöðvum með ýmsum aðferðum, farið á réttum tíma að sofa, tekið rétt bætiefni og jafnvel fengið ókeypis aðstoð á Youtube. Getty Images/iStockphoto Heilsa og hreyfing Sveppir næringarríkir *Því er stundum fleygt að sveppir séu ekki sér-lega næringarríkir en það er þjóðsaga. Raun-ar eru þeir próteinríkari en flest grænmeti ogmjög ríkir að B-vítamíni eins og fram kemur ígreininni hér fyrir neðan. Þá eru þeir einnigríkir að járni, kalki og A- og C-vítamíni. Þeireru snauðir að hitaeiningum, einungis eru 30 hitaeiningar í 100 g. Sveppir passa í nær allan mat og eru sérstaklega góðir steiktir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.