Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Blaðsíða 33
Morgunblaðið/Kristinn
Gestir frá vinstri: Hörður Harðarson, Guðrún Hrund
Sigurðardóttir, Sigrún Hafsteinsdóttir, Karl Petersson,
Guðrún Vaka Helgadóttir og Róbert Marel Krist-
jánsson. Úlfur stendur sjálfur í forgrunni.
14.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33
TÍTUBERJASÓSA
2 msk. olía
1 msk. laukur, smátt saxaður
1 tsk. rósapipar
1 tsk. kóríander
rifinn börkur af 1 appelsínu
rifinn börkur af ½ sítrónu
1 tsk. engiferrót, smátt söxuð
1 tsk. Worchestershire-sósa
1 dl portvín
2 msk. edik
½ dl appelsínusafi
1 krukka títuberjasulta eða
rifsberjahlaup
Hitið olíu í potti og látið lauk krauma
í 1 mínútu. Bætið þá öllu nema sultu í
pottinn og sjóðið við vægan hita í 3-4
mínútur. Bætið sultunni í pottinn og
sjóðið við vægan hita í 1 mínútu. Kælið.
Kjúklinga-terrine með títuberjasósu
kjöt af 1 kjúklingi, u.þ.b. 600 g,
hakkað
200 g kjúklingalifur, hökkuð
300 g grísaspekk, hakkað
1 egg
4 skorpulausar brauðsneiðar
½ dl mjólk
1 dl hvítvín
½ dl sérrí
1 dl pistasíuhnetur
1 dl niðursoðin skinka í dós,
skorin í teninga
15 g þurrkaðir sveppir, lagðir í
volgt vatn í 20 mínútur og vökvi
síðan
sigtaður frá
2-3 tsk. terrine-kryddblanda
2 tsk. salt
2 rósmaríngreinar
2 lárviðarlauf
4 tímíangreinar
6 þurrskinkusneiðar
Hakkið kjúklingakjöt, kjúklingalifur og
grísaspekk og setjið í stóra skál.
Maukið egg, brauð og mjólk í mat-
vinnsluvél og blandið saman við hakk-
ið ásamt hvítvíni, sérríi, pistasíuhnet-
um, skinku, sveppum,
terrine-kryddblöndunni og salti. Sker-
ið smjörpappír þannig að hann passi í
paté-form.
Leggið rósmaríngreinar, lárviðarlauf
og tímíangreinar ofan á pappírinn
miðjan og leggið síðan þurrsk-
inkusneiðar ofan á. Færið pappírinn
með öllu á ofan í formið og fyllið það
síðan með hakkblöndunni. Leggið
endana á þurrskinkusneiðunum ofan á
kjötblönduna og breiðið smjörpapp-
írinn yfir. Hellið volgu vatni í mótið
þannig að það nái upp að forminu til
hálfs.
Bakið við 90°C í 1½-2 klukku-
stundir eða þar til kjarnhiti nær 95°C.
Berið kjúklinga-terrine fram kalt,
skorið í sneiðar, ásamt títuberjasósu,
salati og brauði.
TERRINE-KRYDDBLANDA
1 tsk. fenníkufræ, steytt
1 tsk. lárviðarlauf, steytt
1 tsk. pipar, steyttur
1 tsk. tímían, steytt
1 tsk. majoram, steytt
1 tsk. basilíka, steytt
1 tsk. múskat, steytt
1 tsk. hvítlauksduft
1 tsk. engiferduft
Blandið öllu vel saman. Athugið að
einungis eru notaðar 2-3 tsk. af
kryddblöndunni í þessari uppskrift.
Geymið blönduna og notið næst þeg-
ar þið lagið terrine. Gott er að nota
kaffikvörn til að mala kryddið.
okkrar mis-
ærslur á terrine
hann notaði í
kalkúnahakk
akk í aðra.
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
Sigtaðuút
réttu gjöfina
Undir 3.000 kr.
Undir 5.000 kr.
Undir 10.000 kr.
2.950 kr.
4.590 kr.
7.500 kr.
laugavegi 47 mán.- lau. 10-22, sun. 13-18 www.kokka.is kokka@kokka.is
Á nýja vefnum okkar, kokka.is, getur þú klárað
jólainnkaupin á einu bretti. Vefverslunin er full upp
í rjáfur af góðumog gagnlegumgjöfum sem flokkaðar
eru eftir þema og verði. Kokkaðu upp snilldarlega gjöf
á kokka.is - fyrir þá semeru nýbyrjaðir að búa og þá
semeiga allt.www.kokka.is