Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Side 39
14.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
* Ritvélin er - þegar leikið er á hana af ástríðu- ekki meira pirrandi en píanóið þegar viðþað situr systir eða annar náinn ættingi.
Oscar Wilde
Í kringum aldamótin var ekki óalgengt að sjá auglýsingar á borð
við þessa hér þar sem því var slegið fram að Mini væri málið.
Fram til þessa hafði fólk að mestu leyti stuðst við ferðageisla-
spilara til að hlusta á tónlist á leið sinni milli staða og í skóla-
ferðalögum báru unglingar í rútusætum saman hristivarnir
sinna spilara. En svo kom stafræna byltingin og möguleikarnir
þúsundfölduðust á einni nóttu. Bylting Minidisc-spilarans fólst
ekki síst í því að mögulegt var að endurskrifa sama diskinn
margoft og hægt var að taka upp allt að því 80 mínútur af tón-
list. Verslanir á borð við Japis buðu jafnframt upp á heilu Minid-
isc-stæðurnar svo fólk gæti nýtt sér möguleikana til hins ýtr-
asta. Árið 2000 var hins vegar þegar byrjað að skrifa greinar á
internetið undir titlum á borð við Mun Minidisc-spilarinn lifa
af? enda var þá ný tækni sem kallaðist MP3-spilari farin að
ryðja sér til rúms. Unglingar á þessum tíma muna að erfitt gat
reynst að gera upp við sig hvort maður óskaði sér heitar að fá
Minidisc-spilara eða MP3-spilara í gjöf. Árið 2001 kynnti Steve
Jobs svo lítinn, hvítan spilara sem nefndist iPod og segja má að
það hafi markað upphafið að endinum fyrir Minidisc-spilarann.
Minidisc-spilarar urðu aldrei verulega vinsælir á markaði fyrir
utan Japan og Sony hætti framleiðslu þeirra endanlega árið
2013. Þeir höfðu þá verið til í um 21 ár.
GAMLA GRÆJAN
Minidisc-spilarinn
Mini var víst málið ... en ekki lengi, því miður.
Hver kannast ekki við að vera úti að
skemmta sér með góðum kunn-
ingjum, panta sér hvern drykkinn á
fætur öðrum á barnum og skyndi-
lega virðist það vera góð hugmynd
að taka mynd af hópnum saman og
hlaða henni á internetið, stað sem er
ófær um að gleyma? Slíkar myndir,
sem á nútímamáli myndu kallast
Djamm-selfies, gætu verið á und-
anhaldi ef marka má nýjustu fregnir
frá internet-risanum Facebook. Í vik-
unni bárust þau tíðindi að fyrirtækið
ynni nú að því að hanna gervigreind
sem hefur það hlutverk að greina
hvenær viðföng sjálfsmynda eru und-
ir áhrifum vímugjafa og spyrja þau
hvort þau séu handviss um að þau
vilji setja slíka mynd á netið. Kerfið
mun greina ljósmyndir og annars
konar aðgerðir notanda á Facebook
til þess að koma auga á neyðarleg
einkenni. „Ímyndaðu þér að þú værir
með stafrænan aðstoðarmann sem
myndi hlutast í samskipti þín við vini
og annað efni á Facebook,“ sagði
Yann LeCun, yfirmaður gervigreind-
ardeildar Facebook, í samtali við Wi-
red í vikunni. „Kerfið gæti skoðað
það sem notendur setja inn og bók-
staflega sagt: „Sko, þetta verður birt
opinberlega. Ertu viss um að þú viljir
að mamma þín og yfirmaður sjái
þetta?““
Tilgangurinn með þessum staf-
ræna aðstoðarmanni á Facebook er
að hann geti greint virkni notenda á
samskiptamiðlinum, allt frá ljós-
myndum til myndbanda og sam-
skipta, og þannig veitt þeim meiri
völd. Slík völd gætu til dæmis falist í
aðvörunum þegar aðrir birta myndir
í leyfisleysi.
LeCun tók fram að það þurfi vél til
þess að virkilega skilja og greina efni
á netinu og mannlega hegðun og um
leið halda utan um allt það gagna-
magn. Það sé í raun verkefni fyrir
fullkomna gervigreind (e. AI-
complete). Það er hugtak sem notað
er yfir erfiðustu vandamálin sem
tengjast gervigreind og jafngilda því í
raun að skapa greind sem jafnast á
við þá mannlegu.
Gervigreind Facebook í dag getur
þekkt andlit og fólk á myndum en
markmið fyrirtækisins til styttri tíma
er að skapa gervigreind í ætt við Siri
hjá Apple sem getur tekið við ein-
földum raddskipunum.
NÝJASTA NÝTT
Færri neyðarleg atvik á Facebook
Erfiðara verður að smána sig á FB.
AFP
Facebook keypti Instagram fyrir einn milljarð dollara
árið 2012 og fannst mörgum eins og kaupverðið væri ansi
ríflegt fyrir myndskiptamiðil sem þá hafði um 30 millj-
ónir notenda. Nú, tveimur og hálfu ári síðar, eru virkir
notendur miðilsins um 300 milljónir og þegar litið er um
öxl er ljóst að kaupverðið var nær því að vera gjöf en
gjald. Tilkynnt var um það á vefsvæði Instagram að
þessum áfanga hefði nú verið náð og að jafnframt stæði
til að koma upp búnaði sem sannreyndi að tilteknir
reikningar væru í eigu frægs fólks, íþróttastjarna og
fleiri, auk þess sem til stæði að skera upp herör gegn
reikningum þar sem siglt er undir fölsku flaggi.
„Við erum stolt að tilkynna hérmeð að Instagramm-
arar heimsins eru nú 300 milljónir talsins. Síðustu fjögur
árin hefur það sem hófst sem draumur tveggja vina
breyst í alþjóðlegt samfélag þar sem fólk hvaðanæva
deilir með sér meira en 70 milljón ljósmyndum og mynd-
böndum á degi hverjum,“ skrifaði Kevin Systrom, fram-
kvæmdastjóri Instagram.
Instagram er því í dag stærri samskiptamiðill en Twit-
ter sem er með um 284 milljónir skráðra notenda. In-
stagram er þó ennþá langt á eftir smáforritum á borð við
Facebook Messenger (500 milljónir notenda), WhatsApp
(600 milljónir notenda) og Facebook (1,1 milljarður not-
enda á síma). Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook,
sagði frá því í júlí að notendur notuðu Instagram í um 21
mínútu á dag að meðaltali.
Instagram kom á markað fyrir iPhone í október 2010
og svo fyrir Android í apríl 2012. Það hefur vaxið afar
hratt. Notendur voru 100 milljónir í febrúar 2013 og 200
milljónir í mars 2014. Á aðeins níu mánuðum hefur þeim
svo fjölgað í 300 milljónir.
TÖFF TÆKNISTAÐREYND
Kevin Systrom tilkynnti um að áfanganum hefði verið náð.
AFP
Ört vex
Instagram
Studio 2.0
Verð frá59.990.-
Njóttu tónlistarinnar í ró og næði
með ANC tækninni (Adaptive Noise
Canceling). Þegar þú hlustar á tónlist
þá útilokar ANC-tæknin umhver-
fishljóð eftir mismunandi hávaða og
aðstæðum í umhverfinu.
Litir °°°°
Solo2
Verð 37.990.-
Solo2 heyrnartólin eru
kraftmikil, tær og færa þig nær
þeim gæðum sem tónlistar-
maðurinn vill að þú upplifir.
Litir °°
UrBeats
Verð18.990.-
UrBeats In-Ear heyrnartól,
fást í iPhone litunum.
Litir °°°