Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Side 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Side 41
14.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 É g varð frekar miður mín í vikunni þegar vinur minn hringdi í mig og sagði mér í trúnaði að það hefði gengið ógurlega illa í einka- lífi hans upp á síðkastið. Þar hefðu verið stanslausir árekstrar, núningur og leiðindi og hreinlega stefnt í skilnað. Ég ætlaði að fara að hugga hann en ákvað einu sinni að reyna að hlusta í stað þess að grípa fram í þegar hljómurinn breyttist skyndilega og hann sagði: „En svo fengum við okkur bronslitaða Omaggio-vasann og þá lagaðist allt.“ Þar sem móðurhjartað er dálítið viðkvæmt þessa dagana kom smáhik á mig áður en ég meig næstum því á mig af hlátri. Í framhaldinu fannst mér mikilvægt að það kæmi fram að ég hefði meiri áhyggjur af reiða fólkinu sem væri brjálað út í vasaeigendurna. Frá örófi alda hefði fólk raðað inn á heimili sín keimlíkum hlutum. Afar okkar og ömmur voru til dæmis flest með hansa-hillur heima hjá sér, kynslóðin þar á eftir gat ekki drukkið kaffi nema það kæmi úr Stelton- kaffikönnu og upparnir gátu ekki hvílst nema í leðurklæddum Le Corbusier-hægindastól. Mín kynslóð hefur meira verið að passa vel og vandlega upp á að finnska hönnunarfyrirtækið Iittala fær nú alls ekki á hausinn. Og heldur ekki Fritz Hansen sem framleiðir Arne Jacobsen. Svo skulum við ekki gleyma Eames-hjónunum og Philip Starck. Svona var þetta líka í gamla daga þegar öllum fannst drengurinn með tárið vera heimilisprýði og líka þegar allir voru með hengiplöntur inni hjá sér og svo skulum við ekki gleyma fótanuddtækinu. Það var nú ald- eilis notalegt að láta þreytuna líða úr löppunum í því yfir góðri bíómynd. Mannsheilinn er bara þannig hannaður að hann fær, í flestum til- fellum, löngun til þess að eiga eins og nágranninn. Auðvitað eru alltaf einhverjir inn á milli „sem hugsa öðruvísi“ eða láta ekkert eftir sér … Það sem ég skil ekki er hvers vegna þessi Omaggio-vasi fer svona í taugarnar á fólki. Ég get bara ekki skilið hvernig blómavasi getur fram- kallað reiði og pirring. Ef fólk er eitthvað að vinna með aðalatriði og aukaatriði þá finnst mér vasakaup vera svo mikið aukaatriði að þau telj- ist ekki undir neinum kringumstæðum með. Svo finnst mér líka pínulít- ið fyndið þegar vasinn er kallaður snobb því síðast þegar ég vissi kost- aði hann innan við sex þúsund krónur sem er á pari við það sem meðal- fjölskylda eyðir í „kósíkvöld“ . Ef það er markmið hjá fólki að vera í essinu sínu alla daga skiptir máli að það sé ekki umferðarteppa á hugsanabrautinni sem veldur van- líðan. Að vera frjálslynd í hugsun, láta eftir okkur það sem okkur langar í (ef við höfum efni á því), láta drauma okkar rætast og leyfa öðrum að gera nákvæmlega það sem þeim sýnist, án þess að gagnrýna eða vera með leiðindi, þá eru meiri líkur á því að lífið verði pínulítið innihaldsrík- ara og skemmtilegra. Og þegar Omaggio-umræðan kemst á það plan að mér líður eins og ég sé fáviti (af því ég á einn bronslitaðan heima hjá mér) get ég alltaf huggað mig við það að móðursystir mín, sem er mjög vönduð, þráir að eignast bronslitaða Omaggio-vasann minn. Hún bauðst meira að segja til þess að býtta á honum og Royal Copenhagen-vasanum sem ég gaf henni í fimmtugsafmælisgjöf (sem kostar milljón sinnum meira en Omaggio). Svo getur líka verið að ég verði alveg tryllt í maí 2015 því þá kemur nýr litur og það gæti bara vel verið að ég yrði líka að eignast einn með silfurröndum … martamaria@mbl.is Omaggio vasinn hefur valdið mörgum hugarangri. Blómavasinn lagaði sam- bandið SPORTÍS CHATEAUMONTEBELLO VICTORIA kr.104.990.- kr.114.990.- kr.114.990.- MÖRKIN 6 108 REYKJAVÍK S:520-1000 SPORTIS.IS CITADEL kr.129.990.- GRÍPTU GÆSINA SETTU ALVÖRU GÆÐI Í JÓLAPAKKANN! ÞVOTTAHÚS EFNALAUG DÚKALEIGA Komdu tímalega með skyrturnar fyrir jólin Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík www.bjorg.is • Sími 553 1380 Skýnandi hrein og strokinn skyrta um jólin GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.