Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Qupperneq 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Qupperneq 44
Ljúf og jarðbundin Aníta Hinriksdóttir er jarðbundin og dugleg stúlka. Hún er alvörugefin, en jafn- framt ljúf og yfirveguð. Hún er innhverf í grunneðli sínu. Samt sem áður er hún ekki dul. Það hvílir ákveðin heiðríkja yfir tilfinningum hennar. Í návígi er hún vin- samleg og þægileg. Hún er ekki manneskja sem æsir sig upp og logar af ólgandi reiði. Nei, hún er öguð og skynsöm. Að klífa tinda og bíta á jaxla Það sem einkennir Steingeitur umfram allt er seigla og dugnaður. Geiturnar setja sér markmið og síðan klífa þær fjöllin. Þær stefna alltaf á toppinn, hver í sínu fagi. Vekjaraklukkan er stillt til að glymja snemma að morgni. Geitin snarar sér fram úr, borðar léttan og hollan morgunmat og byrjar síðan á verkefnum dagsins. Fram- gangan er skipulögð. Dag eftir dag er sama skipulagi fylgt. Annars vegar á að ná settu marki og hins vegar á að setja markið stöðugt hærra. Bæta sig. Koma svo. Þenja hvern vöðva og hverja sin til hins ýtrasta. Finna þolmörkin. Beita sig aga. Bíta á jaxlinn. Þannig er Steingeitin. Þannig er Aníta hvað varðar hugsun og grunneðli. Hún er manneskja sem virkjar lífsorkuna. Skipulög og leitandi Hvernig hugsar Aníta? Hún er jarðbundin og skipulögð. Hún sækir í fróðleik sem er gagnlegur og leiðir til áþreifanlegs árangurs. Hún er metnaðargjörn og kröfu- hörð. Hún hefur gott formskyn. Jafnframt því er hún leitandi í hugsun. Hún safnar að sér alls konar upplýsingum sem geta gagnast henni til árangurs. Hún er því sveigjanleg og leitandi í aga sínum. Aníta er ljúf, vinsamleg og yfirveguð í tjáningu tilfinninga. Henni er eðlislægt að halda aftur af til- finningasemi. Hún er manneskja sem leitast við að láta hugann ráða viðbrögðum sínum. Hún tekur málefnalega afstöðu til tilfinningamála. Hún er skynsemishyggjukona. Það þýðir um leið að hún er frekar ópersónuleg og ekki gefin fyrir að tala um sjálfa sig. Já, við mennirnir erum flóknar skepnur. En Aníta okkar er heilsteypt á tilfinningasvelli lífsins. Ráðleggingar til Anítu Þær ráðleggingar sem ég vil gefa þér, Aníta, tengjast hita, mýkt og húmor. Þú ert Steingeit. Þú viðheldur lífskrafti þínum með því að vera stöðugt að byggja þig upp og bæta þig í þínu fagi. Þú þarft að klifra æ hærra upp lífsins fjall. Þú ert alveg til í að axla ábyrgð. Þannig eruð þið geiturnar. Þið eruð alltaf að bæta ábyrgðarpokum á axlirnar. Með tíð og tíma verður þetta að heljarstórri byrði. Það setur spennu í vöðva, álag á bakið, svo ekki sé talað um hnén. Stoðkerfið á að halda þessu öllu uppi. Þetta er kannski ekkert mál þegar þú ert 18-19 ára gömul. Hér koma ráðin frá mér til þín Aníta og um leið til allra sem hafa sterka Steingeit í stjörnukorti sínu. Þú þarft að gæta hófs hvað varðar reglur, skipulag og ábyrgð. Of mikið af því góða getur leitt til stífni og stirðleika. Orkuflæðið stíflast og stoðkerfið veikist. Því er flest það sem slakar og mýkir líkama og sál af hinu góða, svo sem nudd, gufuböð, sund, tónlist, gönguferðir, hiti, sól, jóga, pílates og líkamsteygjur. Að mýkja líkamann með hita og teygjum, það er málið. Og síðast en ekki síst. Þú býrð yfir djúpstæðri innri alvöru. Lundin er þung að upplagi. Einnig er gott að létta álagið á því sviðinu. Hvernig er það gert? Jú, húmor og grín. Hlátur. Þetta er einn brandari, er það ekki? Lífið það er að segja. Settu á þig hnakk og beisli. Þendu klárinn til hins ýtrasta. Axlaðu ábyrgð. Klífðu upp fjallið. En taktu hnakkinn og beislið af þér annað slagið. Leggðu byrðarnar frá þér. Hleyptu hita inn í orku- kerfið. Mýktu sálina. Heilsteypt á tilfinn- ingasvelli lífsins ANÍTA HINRIKSDÓTTIR FÆDDIST 13. JANÚAR ÁRIÐ 1996. Á ÞEIRRI STUNDU VORU SÓLIN (GRUNNEÐLI OG LÍFSORKA) OG MERKÚR (HUGSUN) Í HINNI JARÐBUNDNU OG DUGLEGU STEINGEIT, TUNGLIÐ (TIL- FINNINGAR) Í HINNI LJÚFU OG FÉLAGSLYNDU VOG, VENUS (SAMSKIPTI) OG MARS (BARÁTTUORKA) Í HINUM SÉRSTAKA OG SJÁLFSTÆÐA VATNSBERA, JÚPÍTER (SÓKNARORKAN) Í HINUM FJÖLHÆFA OG ÓRÓLEGA TVÍBURA OG SATÚRNUS (KERFISORKAN) Í HINUM SVEIGJANLEGU FISKUM. ÕGrunneðli ] Vitsmunir Y Tilfinningar — Ráðleggingar Morgunblaðið/Eva Björk Stjörnukortið GUNNLAUGUR GUÐMUNDSSON www.islenskstjornuspeki.is Steingeitin 21. desember 20. janúar Tími Steingeitarinnar hefst á vetrarsólstöðum 21. desember. Nóttin er löng og birta lítil. Veður eru köld. Jörðin gefur ekki af sér nýja ávexti. Nýta þarf það sem er til staðar. Því er innbyggt í eðli Steingeitarinnar að skipuleggja og fara vel með verðmæti. Til staðar er stolt og styrkur, en um leið varúð gagnvart grimmd lífsins og kulda vetrarins. Steingeitin er raunsæ og dugleg. Hún veit að aga er þörf. m  Aníta er dóttir Bryndísar Ernstsdóttur og Hinriks Jóns Stefánssonar, alin upp í Reyka- vík. Fósturfaðir Anítu er Arnaldur Gylfason og eiga þau Bryndís þrjú börn saman. Faðir Anítu á tvö önnur börn og hlaupadrottningin á því fimm hálfsystkini.  Hún stundar nám við Menntaskólann í Reykjavík og vinnur stundum á Café Haiti. Aníta er sögð snillingur í að laga gott kaffi og sérlegur áhugamaður um þá þekktu landbún- aðarvöru.  Aníta er ÍR-ingur og aðalkeppnisgrein hennar er 800 hlaup.  Aníta varð heims- og Evrópumeistari í 800 metra hlaupi ungmenna með aðeins sex daga millibili í júlí 2013; heimsmeistari 17 ára og yngri í Donetsk í Úkraínu og Evr- ópumeistari 19 ára og yngri í Rieti á Ítalíu. Um miðjan ágúst sama ár varð hún svo Norðurlandameistari 19 ára og yngri í 800 m hlaupi í Espoo í Finnlandi.  Aníta er systurdóttir hlaupakonunnar Mörthu Ernstsdóttur, sem keppti fyrir Ísland á sumarólympíuleikunum í Sydney 2000.  Árið 2013 varð Aníta í 2. sæti í kjöri íþróttamanns ársins hjá Samtökum íþrótta- fréttamanna. Hún var útnefnd vonarstjarna evrópskra frjálsíþrótta í kvennaflokki í októ- ber 2013 af Frjálsíþróttasambandi Evrópu. Aníta var kjörin frjálsíþróttakona og frjáls- íþróttamaður ársins af FRÍ, íþróttakona Reykjavíkur 2013, íþróttamaður ársins 2013 á vefsíðunni sport.is og maður ársins á Rás 2.  Þjálfari Anítu er Gunnar Páll Jóakimsson. ANÍTA HINRIKSDÓTTIR AFREKSKONA 44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.12. 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.