Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Qupperneq 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.12. 2014 Þ að er allt svo stórt í henni Ameríku, sögðu menn forðum. Það voru auð- vitað skýjakljúfarnir, stórsteikurnar, kúrekahattarnir og drossíurnar. Stærðarbilið hefur minnkað jafnt og þétt og turnarnir eru sums staðar orðnir jafnvel hærri en þar vestra. Og pínulitlar Am- eríkur hafa dúkkað upp úti um allar trissur og eft- iröpunin orðin slík að Íslandsvindurinn Eric Clapton gítarsnillingur er hættur að hafa gaman af ferðalög- um. Tími skýrslnanna kom Eftir bankahrun töldu Íslendingar rétt að skrifa „rannsóknarskýrslur“ af því tilefni og kostuðu þær ógrynni fjár, einmitt þegar fé var takmarkað í land- inu. Þessar skýrslur reyndust fjarri því að vera galla- lausar og sumar risu tæplega undir nafni. Gagnsemi þeirra flestra má raunar draga í efa. Blandan var barnaleg eftiráspeki, þar sem atburðarás var tekin úr samhengi við samkynja atburði annars staðar og of- urtrú á að hefði smásmyglislegt skrifræði verið við hún á hæstu fánastöng allra myndi allt hafa farið vel. Heilmikið hefur verið rætt um allar þessar skýrslur. Sem er eftirtektarvert því að á daginn kemur að sárafáir virðast hafa lesið þær sér til gagns. Gapandi fjölmiðlungar, sem frægir eru fyrir að fella dóma eftir smekk og fordómum, virðast hafa flett doðröntunum á hlaupum í von um að finna setningar á stangli sem helgað gátu þeirra málstað eða fákunnáttu. En þrátt fyrir marga og augljósa annmarka er vafa- lítið að rannsóknir og skýrslur áttu fullan rétt á sér. Þetta var þvinguð staða. Ella hefðu ógrundaðar sögu- sagnir sögusmettanna átt sviðið áfram. Þær áttu það ekki í sama mæli, þótt margt smælkið væri tínt til í skýrslunum og ekki alltaf gerður munur á auka- atriðum og aðalatriðum þar. Ekki verða skýrslurnar allar þó settar undir sama hatt, en sumar þeirra náðu vart að varpa skýrara ljósi á rannsóknarefnið en var, áður en skýrsluhöfundar hófu störf. Kanar höfðu þetta öðruvísi En hvað kemur þetta Ameríku við? Jú, eins og vant er um annað, þá reis bankahrunið mun hærra þar en hjá okkur, þótt mælikvarðanum „miðað við fólks- fjölda“ hafi ekki verið brugðið á fullyrðinguna. Am- eríka býr svo vel að vera enn með einu heimsmyntina sem sína prívat þjóðarmynt. Sú hagkvæmni var grundvöllurinn undir fullyrðingu seðlabankastjórans þar, að Bandaríkin gætu prentað sig út úr hvaða skuldavanda sem væri og gætu því ekki orðið gjald- þrota. Skuldir Bandaríkjanna eru að mestu í doll- urum og í „teóríunni“ má því í neyð prenta ríkið út úr skuldum. Prentunin myndi auðvitað fljótlega þýða verðminni mynt og verðbólgu, en þá um leið snar- lækkandi erlendar raunskuldir Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn gætu þannig farið á svipaðan hátt með kínverska lánardrottna sína og Íslendingar gerðu við sína eldri borgara fyrir verðtryggingu. Og þannig var í stórum dráttum tekið á bankahruninu vestra. Að vísu voru ekki allir meðhöndlaðir eins, gagnsæi kom hvergi við sögu, né heldur formreglur, svo heitið gæti. Nefndarmennirnir tveir í Rannsóknarnefnd Al- þingis virtust hins vegar telja að allt bankahrunið á Íslandi snerist um það hvort skrifræðisreglum ýtr- ustu krafna fræðilegs stjórnsýsluréttar hefði verið fylgt út í æsar eða ekki. Þeir sem sáu um að greiða úr hinum miklu fjármálalegu ógöngum í Bandaríkjunum haustið 2008 höfðu aldrei heyrt um þess háttar kenn- ingar. Með allar sínar tugþúsundir hagfræðinga, skrifaða út úr fínustu skólum, skall bankakreppan á þeim eins fyrirvaralaust og á sumum öðrum. Stjórn- endur peningamála höfðu ekki verið upplýstir um það að lausnin úr þeim óhemjulegu ógöngum sem brustu á eins og þruma, fælist í því að skrifa mörg uppköst af löngum bréfum sín á milli, bíða svara í hæfilegan um- þóttunartíma, gefa skrifleg fyrirmæli, skrifa um þau fundargerð, bíða þess að andmælendaréttur liði, setja niður starfshópa og greiningarnefndir fagmanna og fara svo í öllum atriðum eftir gömlum krísuáætlunum úr möppum blað fyrir blað um atburði sem enginn hafði séð fyrir. Þetta allt hefði Rannsóknarnefnd hins íslenska Alþingis getað kennt þeim. Málin vestra voru hins vegar afgreidd í símtölum á milli æðstu manna og á fundum fram á nótt. Engar fundargerðir voru skrifaðar, enda enginn tími til þess. Ekki var tóm til að velta því fyrir sér hvort heimildir til að- gerða væru fullnægjandi eða ekki og þeim amerísku datt ekki í hug að óska eftir lögfræðilegum álits- Leitin er erfiðust þegar menn hafa týnt sjálfum sér * Vinstristjórn sat í fjögur ár.Samfylkingin fór með forræðiutanríkisráðuneytisins í 6 ár. Hvers vegna var þetta mál ekki upplýst á öllum þessum langa tíma? Reykjavíkurbréf 12.12.14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.