Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Side 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Side 47
gerðum, sem hefði mátt flýta og fá eftir nokkrar vik- ur, en ekki eftir venjuhelguðum starfsháttum Um- boðsmanns Alþingis hér á landi, mörgum mánuðum seinna. Enn hefur engin rannsóknarskýrsla verið skrifuð um ósköpin öll í Bandaríkjunum. Fróðleikinn er helst að hafa úr ævisögum helstu leikendanna á stóra sviði heimsmarkaðarins. Loksins skýrsla En það þýðir ekki að Bandaríkjamenn séu ófærir um að skrifa skýrslur. Ekki heldur gallaðar skýrslur sem litlu skila. Meirihluti demókrata í öldungadeildinni skilaði nýlega frá sér skýrslu um meintar pyntingar CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna. Kannski þykir óþarft að nota orðið „meintar“ sem fyrirvara í þessu tilviki. En það er gert til að undirstrika að mjög er deilt um það vestra hvort um pyntingar hafi verið að ræða eða ekki. Hefðbundin íslensk túlkun mundi ekki þurfa slíkan fyrirvara. En jafnframt er deilt um það, hvort hinar „hertu yfirheyrsluaðferðir“ hefðu verið réttlætanlegar eða ekki. Vísað er til atburðanna 11. september, sem CIA hafði ekki séð fyrir og því sætt miklu ámæli. Það var í reykmekkinum mikla frá þeim ógnaratburðum sem ákveðið var að herða tökin í yf- irheyrslum yfir meintum hermdarverkamönnum al Kaída. Alþjóðlegar reglur um meðhöndlun fanga í styrjöldum hafi ekki átt við í þeim tilvikum. Hryðju- verkamenn lúti ekki lögmálum þjóðarhers, þeir und- irgangist engar skyldur og almennar reglur gilda því ekki um þá. Verið sé að tala um sams konar fólk og sker varnarlaust fólk á háls í beinni útsendingu. Þá sé ekki aðeins átt við fáeina Vesturlandamenn, sem fá mesta fyrirferð í fjölmiðlum, heldur þúsundir her- manna Sýrlands, Íraks og Kúrda. Þessi rök eru þung á vogarskálunum, en duga þau til? Það er vissulega ójafn leikur, ef annar aðili átaka verður að lúta mann- úðarreglum og stríðssáttmálum í umgengni við óvini sína á meðan óvininum koma slíkar reglur ekki við. En vandinn er sá að brot á fyrrnefndum reglum vita ekki síst inn á við. Ekki endilega að óvininum sem á fátt gott á skilið. Gefi menn sér undanþágu frá grund- vallarmannúðarreglum eru þeir komnir á mjög hættulega braut. Engar reglur virðast gilda Fangarnir í bandarísku herstöðinni við Guantánamó (Gitmó) á Kúbu eru ekki stríðsfangar í hefðbundinni merkingu orðsins. Fangabúðirnar þar hafa nú verið nýttar í 12 ár. Þeir, sem eru handteknir og fluttir um langan veg í þessar búðir, hafa á þeirri stundu mjög óljósa stöðu. Það er ekki vitað með vissu hvort hver og einn þeirra sé örugglega hryðjuverkamaður þótt grunsamlegur sé. Við þann órökstuddan grun verða þeir að búa sviptir frelsi árum saman. Allmörgum hefur verið sleppt eftir langa vist þegar yfirvöld telja sig ekki hafa vissu um sök og ríki hefur fundist sem vill taka við þessum landlausu mönnum. Fangarnir í Gitmó sæta því mjög harkalegum þvingunaraðgerðir löngu áður en „hinar hertu yf- irheyrsluaðgerðir“ koma til. Gæsluvarðhaldsúrskurðir eru að sjálfsögðu þekktir hér. Þeir, sem í slíku hafa lent, hafa sumir lýst þeim þrúgandi áhrifum sem fárra daga eða vikna gæslu- varðhald hefur haft á þá. Þeir eru þó leiddir fyrir dómara, sem gætir tiltekinna hagsmuna og þeir hafa löglærða menn sér við hlið, til halds og trausts. Lang- oftast er slík vistun aðeins til skamms tíma. Ekkert af þessu á við varðandi fangana í Gitmó. Fangabúðirnar voru ætíð umdeildar vestra og Obama forsetaframbjóðandi lét eins og það yrði eitt hans fyrsta verk að loka þeim. Nú, 6 árum síðar, eru þær enn í brúki, þótt föngum hafi fækkað verulega. Gagnrýnendur forsetans, úr hans eigin herbúðum, segja að sennilega hefði þessum föngum fækkað jafn mikið, hver svo sem hefði verið í Hvíta húsinu. Fyrirfram mætti ætla að flestum þætti hin nýbirta skýrsla þingnefndarinnar gott mál. En því fer fjarri. Forsetinn sjálfur veit ekki í hvorn fót hann á að stíga vegna hennar. Hefur hann klemmst á milli leyniþjón- ustumanna sinna og fyrrverandi ákafra stuðnings- manna. Skýrslan hefur verið í mörg ár í vinnslu og kostað á 5. milljarð króna. Þó var enginn þeirra, sem best til þekkja, kallaður fyrir nefndina og raunar fór engin vitnaleiðsla fram. Nefndin klofnaði svo á loka- sprettinum eftir stjórnmálalegum línum. Þegar mistök Leyniþjónustunnar voru rannsökuð á sínum tíma, vegna fullyrðinga hennar um að Írak réði yfir gereyðingarvopnum, var samheldni í rannsókn- arnefndinni og mun betur haldið á málinu. Nú er fullyrt að nefndarmenn demókrata hafi leit- ast við að hvítþvo sjálfa sig í málinu, áður en repúblik- anar fái formlega meirihluta stöðu í öldungadeildinni í næsta mánuði. En CIA hefur nú nafngreint þá þing- menn (og nefndarmenn) sem fengu reglubundið skýrslur um þær aðferðir sem beitt var við yfirheyrsl- urnar og þann árangur sem af þeim varð. Engin þeirra hafi gert athugasemdir við leyniþjónustuna. Þá er bent á þá hræsni og tvískinnung sem þykir felast í því að forsetinn sjálfur samþykkir persónu- lega skotmörk mannlausra flauga (dróna), sem gera árásir innan landamæra ríkja, sem ekki hefur verið sagt stríð á hendur. Leitast er við að fella hryðju- verkaforingja í slíkum árásum, og forðast, eins og fært sé, dráp á sakleysingjum við þær aðgerðir. „Vatnsbrettaböð“ sem láta föngum líða eins og þeir séu við það að drukkna séu vissulega mjög harð- neskjuleg. En varanlegur skaði sé ekki af þeim. Því sé hlálegt að sömu menn hneykslist yfir þeim og viti vel af og samþykki sjálfir „drón“morðin á óvopnuðu fólki víða um lönd. Stjórnendur CIA fullyrða að „hertum yfir- heyrslum“ (pyntingum) hafi verið hætt árið 2007. Ekki var neitt leyndarmál að þær höfðu átt sér stað. Meginfréttapunktar hinnar umdeildu skýrslu hafa því verið þeir að CIA hafa leynt Bush forseta umfangi og áhrifum „hertra yfirheyrslna“. Stundum hafi CIA gengið harkalegar fram en verklagsreglur hafi leyft og svo fullyrða skýrsluhöfundar, að þeim mikilvægu upplýsingum, sem sagt var að pyntingarnar hefðu tryggt, hefði mátt ná fram með hefðbundinni yf- irheyrslutækni. Þetta er fullyrt í skýrslunni án þess að vitnaleiðsla af neinu tagi hafi farið fram hjá nefnd- inni. Og eins og alltaf þá er reynt, í tilefni af svona frétt- um, að finna íslenskan vinkil á málinu. Í þetta sinn voru það „fangaflutningavélarnar“ rétt einu sinni með tilheyrandi vangaveltum um hverjir hefðu heim- ilað viðkomu þeirra hér. Vinstristjórn sat í fjögur ár. Samfylkingin fór með forræði utanríkisráðuneytisins í 6 ár. Hvers vegna var þetta mál ekki upplýst á öllum þessum langa tíma? Það hefði væntanlega ekki þurft mörg hundruð milljóna króna rannsóknarnefndir til þess. Sennilega aðeins fáein símtöl. 14.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.