Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Page 49
afrek og bíður spennt eftir nýju plötunni,“
segir Jón.
Gefandi að vera fyrirmynd
Jón spilar fótbolta af krafti með FH og er
það liðið sem hann ólst upp við að spila fót-
bolta með. Hann segir að það sé ákveðinn
draumur að rætast. Hann kann vel við sig í
hlutverki dómara í Ísland Got Talent og að-
spurður segist hann njóta þess að vera góð
fyrirmynd fyrir íslenska krakka. „Mér þykir
mjög vænt um að geta talað við þau á ein-
hvern hátt, hvort sem það er fjármálafyrir-
lestur hjá Arion banka eða forvarnarfyrir-
lestrar sem ég hef verið að flytja í Hafnar-
firði í nokkur ár. Mér finnst það sérstaklega
gefandi.“
Jón er nefnilega góð fyrirmynd en hann
hefur hvorki snert áfengi né önnur vímuefni
og aldrei reykt. Aðspurður hvort það hafi
verið meðvituð ákvörðun segir hann að þetta
hafi bara þróast í þá átt. „Ég og Friðrik
bróðir vorum alltaf mjög mikið á móti sígar-
ettum, ég veit ekki hvers vegna. En Friðrik
tók alltaf vindlana hjá pabba og fór með þá í
holræsið úti á götu,“ segir Jón og við skellum
upp úr. Það var ekkert verið að henda vindl-
unum í klósettið, bara beint í ræsið! „Þetta
var svona spari hjá pabba, að fá sér vænan
vindil. Svo samdi ég reykingalagið góða sem
var spilað í Íslandi í dag þegar ég var 12 ára.
Ég var alltaf svo mikið á móti þessu. Ég veit
ekki af hverju við bitum þetta í okkur.“ Hvað
áfengið varðar segir Jón að bræðurnir hafi
ekki lagt í það að grípa rauðvínsflösku föður
toppinn í fyrirtækinu, stjórann sjálfan. En
síðan varð ekkert úr neinu. Það vantaði í
raun einhvern millilið. Það þarf að vera ein-
hver innan fyrirtækisins sem sér um ákveðna
tónlistarmenn og sér um að koma sínu fólki á
framfæri. En í okkar tilviki var það ekki
þannig og ég hugsa að það hafi sett ákveðið
strik í reikninginn. Lögfræðingurinn okkar,
Tómas Þorvaldsson, var í einhverju sambandi
við fólk innan Epic Records og sendi fyrir-
spurnir um framhaldið en allt kom fyrir
ekki,“ segir Jón sem hefur nú formlega rift
samningnum við Epic Records.
Ferlið tók þónokkurn tíma en gekk greið-
lega fyrir sig. Raunin er hins vegar sú að
stundum getur verið ansi snúið fyrir hljóm-
sveitir að slíta sig frá útgáfufyrirtæki sínu.
„Það getur vel verið en við fundum ekki fyrir
því. Það kannski hjálpar til að við vorum ekki
búnir að gefa neitt út með þeim yfirhöfuð. Ég
fann hins vegar fyrir því hvað það leið langur
tími frá því að fyrirspurnin um riftun var
borin upp og þangað til ferlinu var formlega
lokið.“
Þrátt fyrir að ævintýrið hafi ekki farið á þá
leið sem búist var við segist Jón sáttur í eigin
skinni og með ýmislegt í pípunum. „Þetta er
ekki að brjóta mig niður eða neitt slíkt. Þetta
var ótrúlega gaman og mikið ævintýri að fara
þarna út. Viðbrögð L.A. Reid og fólksins
þarna voru mikil viðurkenning fyrir okkur, að
þeir vildu gera samning við okkur strax.
Þetta er ekki eitthvað sem við sjáum eftir,
langt í frá. Það er gott að finna að fólkið okk-
ar stendur við bakið á okkur, segir þetta flott
síns og hella henni niður. „Vinir mínir drekka
flestir og á meðan fólk fer varlega með þetta
þá er það bara gaman. Þegar ég fæ fólk í
mat heima þá reyni ég að bjóða upp á gott
vín með. Ég hins vegar byrjaði aldrei því ég
þurfti þess ekki, ég skemmti mér alltaf vel. Í
seinni tíð þótti mér þetta bara helvíti flott og
ég held að fólk hafi bara verið með mér í liði
í þessu og fann ég ekki fyrir neinni pressa að
smakka. Það er kannski leiðinlegast þegar
fólk ætlar að vera almennilegt og bjóða mér
drykk á barnum,“ segir Jón og hlær.
Unnið að plötu dag og nótt
Ný plata Jóns Jónssonar kom í verslanir í
byrjun desember. Jón segir að þegar samn-
ingsslit voru endanleg hafi komið upp sú hug-
mynd að keyra í gang plötu fyrir jólin. „Við
vorum búnir að taka upp fullt af lögum og
senda út. Svo þegar við sáum fyrir endann á
þessum samningi ákváðum við að taka upp
plötu.“ Fyrirvarinn var stuttur og stúdíóið
upptekið. „Kristján Sturla var að semja og
taka upp tónlist í stúdíóinu fyrir þrjár bíó-
myndir, Borgríki II, Sveppamyndina og Graf-
ir og bein. Við gátum því ekki byrjað að taka
upp plötuna fyrr en 20. október,“ segir Jón.
„Ég var hins vegar búinn að semja flest lag-
anna og aðeins tvö lög urðu til á miðju ferl-
inu. Við vorum einnig búnir að pæla saman í
lögunum og útsetningum sem var gott því við
höfðum í raun og veru bara tvær vikur til
þess að taka upp.“
Hljómsveitarmeðlimir Jóns Jónssonar eru
flestir í dagvinnu og því þurfti skipulagning
að vera góð. Síðustu þrjá daga fram að skil-
um var unnið dag og nótt. „Ég skil í rauninni
ekki enn hvernig við fórum að þessu, en
þetta var virkilega skemmtilegur tími.“
Ákveðið var að hafa texta laganna á íslensku
og því þurfti að þýða nokkra þeirra sem prýtt
höfðu lögin sem send voru út. Einar Lövdahl,
tónlistarmaður og vinur Jóns, lagði þar hönd
á plóg.
Allt eyðilagt á einni nóttu
Eitt kvöldið í miðjum upptökum þegar fé-
lagarnir tóku sér kvöldmatarhlé stingur
trommuleikarinn, Andri Bjartur, upp á því að
taka afrit af upptökunum. „Hann stingur upp
á þessu upp úr þurru og við gerum það.
Þarna vorum við búnir að taka upp öll hljóð-
færi, allan grunn að plötunni og áttum bara
eftir að taka upp sönginn minn og eitthvað
smá dúllerí hér og þar. Þegar við komum úr
mat syng ég inn þrjú lög og við ljúkum upp-
tökum. Það er nokkuð ljóst að einhverjar
lukkudísir hafi séð um okkur þarna, því um
nóttina eyðilagðist allur harði diskurinn
ásamt öllu því sem við höfðum unnið að.
Kristján Sturla reyndi allt til að finna það
sem við vorum búnir að taka upp og einnig
tónlistina fyrir bíómyndirnar þrjár en allt
kom fyrir ekki. Hann var sem betur fer bú-
inn að skila af sér tveimur dögum áður.“
Ef ekki hefði verið fyrir hugmynd Andra
Bjarts hefði sagan orðið önnur og ef til vill
engin plata komið út, allavega ekki fyrir jólin.
„Það voru aðeins þrjú lög sem ég var búinn
að syngja og smá gítarleikur frá Steina sem
glataðist. En eftir þetta munum við taka afrit
eftir hverja einustu nótu, það er á hreinu.“
Platan heitir Heim og hafa Íslendingar ef
til vill flestir heyrt fyrsta lag plötunnar,
Gefðu allt sem þú átt, óma á öldum ljósvak-
ans undanfarið. Jón fær hugmyndir að text-
um laganna úr daglegu lífi og öllu því sem
hann trúir á. „Sum lögin fjalla um óend-
urgoldna ást, þó að ég sé ekki á þeim stað þá
er það hluti af lífinu. Eins fjallar eitt lagið
um að sjá ekki eftir hlutunum og annað um
að við verðum að trúa á okkur sjálf og skoða
hvar styrkleikar okkar liggja. Einnig að trúa
á drauma sína og halda áfram veginn,“ segir
Jón sem heldur tónleika þann 19. desember í
Austurbæ, gamla Austurbæjarbíói. Upplýs-
ingar um tónleikana má finna á midi.is.
„Ég er afar þakklátur öllum sem komu að
plötunni, þó sérstaklega Einari fyrir texta-
smíðina og strákunum fyrir samspilið. Við er-
um afar stoltir af því hvað við gerðum mikið
sjálfir en Binni bassaleikari sá um upp-
tökustjórn og saman létum við þetta ganga
upp. Það er nefnilega svo að þó ég semji tón-
listina sjálfur þá vaknar hún ekki almenni-
lega til lífsins nema þegar þessir fagmenn
eru búnir að leggja sitt af mörkum.“
Það þarf að hafa fyrir hlutunum
Systkini Jóns eru þrjú og gengu þau öll í
Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Tvíburasystir
hans, Hanna Borg, elsta systirin, María og
yngstur er Friðrik Dór en hann hefur einnig
verið að gera það gott í tónlist eftir að lag
hans Hlið við hlið sló í gegn fyrir fimm árum.
„Við vorum öll í einhvers konar tónlistarnámi
og það mótaði okkur mikið, þó að systur mín-
ar tvær séu kannski ekki á þeirri braut í
dag,“ segir Jón. „Í mínu tilfelli hafði það
rosalega góð áhrif á mig að fara í tónlist-
arnám. Lífið er náttúrlega eins og söngleikur
og tónlistarnám er einnig afskaplega gott upp
á aga að gera. Ef maður ætlar sér að verða
góður í einhverju þá þarf að hafa fyrir því og
æfa sig. Ég lærði það fljótt að kennarinn átt-
aði sig alltaf á því þegar ég var ekki búinn að
æfa mig heima og ef ég ætlaði að fá eitthvað
út úr því að fara í tíma þá þurfti ég að gjöra
svo vel að undirbúa mig. Það er eins og með
flest í þessu lífi. Það þarf að hafa fyrir hlut-
unum.“
Jón segist hafa staðið með tónlistarkenn-
urum í kjarabaráttu þeirra um daginn. „Já,
að sjálfsögðu. Ég hitti einmitt gamla gítar-
kennarann minn, Þröst Þorbjörnsson, og við
fórum aðeins yfir málin. Ég þyrfti að kíkja til
hans og hressa aðeins upp á kunnáttu mína.
Maður getur ekki alltaf verið að spila sömu
hljómana,“ segir Jón að lokum.
Jón er stoltur af fjöl-
skyldu sinni og lífið
leikur við hann.
Morgunblaðið/Ómar
14.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49