Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Page 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Page 51
14.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Stemningin getur verið einstaklega góð á ísilagðri Reykjavíkurtjörn, ekki síst á fallegum vetrardögum þegar börn og fullorðnir draga fram skautana og jafnvel önnur farartæki og hægt er að stytta sér leið yfir tjörnina. Samspil ljóss og skugga er sérstaklega skemmtilegt á þessum tveimur myndum, sem rúmlega tveir áratugir skilja að í tíma. Sú til vinstri var tekin 1988 og sú til hægri árið 2010. Morgunblaðið/Golli Þótt snjókoma gleðji ekki endilega eldri kynslóðina þá fagna börnin alltaf. Snjórinn táknar leik og gleði og gott tækifæri til að fá útrás fyrir óbeislaða krafta. Börnin á myndinni til vinstri fögnuðu fyrsta snjónum mjög á Arnarhóli öðrum hvorum megin við árið 1950. Á sama stað glöddust börn með sleðaferð og hlaupum í nýföllnum snjó árið 2008. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Pelsklæddar konur á gangi í Austurstræti virðast tilheyra vetrinum. Loðfeldir eru góðir í kuld- anum og sparilegri en stórar snjóúlpur. Dömurnar voru jafnflottar árið 1976 og 2011. Morgunblaðið/Ómar Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Morgunblaðið/Kristinn berg * Þrátt fyrir kalda tíð getur verið svohugguleg stemning í útiveru á veturna,sérstaklega í aðdraganda jóla.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.