Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Síða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.12.2014, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.12. 2014 (Ó)Fyrirséð / (Un)Forseen er heiti sýningar með verkum eftir Örnu Gná Gunnarsdóttur og Ásdísi Spanó sem verður opnuð í Listasal Mosfellsbæjar í dag, laugardag, klukkan 15. Á sýningunni gefur að líta verk sem lista- konrurnar hafa unnið út frá hrynjandi og flæði í litavali og efnisnotkun. Handbragð þeirra er afar ólíkt en báðar kalla fram spennu og óreiðu í listsköpun sinni. Sum verkanna voru unnin á þessu ári í samtali listamannanna á milli landa; þau voru send milli Strassborgar, þar sem Arna býr, og Reykjavíkur þar sem þær lögðu lokahönd hvor á listsköpun annarrar. ARNA GNÁ OG ÁSDÍS SÝNA (Ó)FYRIRSÉÐ Hluti eins verkanna eftir Auði Gná á sýningunni. Hún sýnir ásamt Ásdísi Spanó í Mosfellsbæ. Hlín Pétursdóttir Behrens, Jón Sigurðsson og Hólmfríður Jóhannesdóttir koma fram. Á aðventutónleikum í Dómkirkjunni á sunnudag klukkan 16 flytja Hlín Pétursdóttir Behrens sópran, Hólmfríður Jóhannesdóttir messósópran og Jón Sigurðsson píanóleikari eftirlætistónlist sína sem tengist jólum og að- ventu. Á dagskránni eru gamalkunnug og minna þekkt íslensk jólalög, þar á meðal söngvar eftir Þórunni Guðmundsdóttur sem sýnir oft tilveruna í nýju ljósi, Hreiðar Inga Þor- steinsson, Jón Hlöðver Áskelsson, Ingibjörgu Þorbergs og Gunnar Þórðarson. Af erlend- um tónskáldum má nefna Benjamin Britten og Max Reger. Hlín, Hólmfríður og Jón hafa unnið saman í rúm í þrjú ár. TÓNLEIKAR Í DÓMKIRKJUNNI JÓLATÓNAR Frá árinu 2005 hefur Gunnarsstofnun staðið fyrir upplestri á Aðventu Gunnars Gunnarssonar á Skriðuklaustri og unnið að því að breiða þá góðu hefð út. Sagan verður lesin nú í tíunda sinn í skrifstofu skáldsins í Fljótsdal á sunnudag. Að þessu sinni les Vésteinn Ólason, pró- fessor emeritus, söguna eystra og hefst lest- urinn kl. 14. Hin hjartnæma saga Gunnars verður einnig lesin í Gunnarhúsi á Dyngju- vegi 8 hjá Rithöfundasambandi Íslands þenn- an sama sunnudag. Þar les Guðrún Ás- mundsóttir leikkona og hefst lesturinn kl. 13.30. Allir eru velkomnir. Gunnar skrifaði nóvelluna Aðventu árið 1936 og kom hún út í fyrsta sinn það ár. Síð- an þá hefur sagan um Benedikt sauðamann, hrútinn Eitil og hundinn Leó verið lesin víðs- vegar um heiminn af milljónum manna, ekki síst í desember SAGAN UM BENSA, EITIL OG LEÓ LESA AÐVENTU Gunnar Gunnarsson Menning N orska píanóstjarnan Leif Ove Andsnes hefur komið nokkr- um sinnum fram á tónleikum hér á landi í áranna rás og í næstu viku kemur hann í fyrsta skipti fram í Hörpu, þegar hann leik- ur hinn mikilfenglega fimmta píanókosert Beethovens í Es-dúr – Keisarakonsertinn – með London Philharmonic Orchestra undir stórn Osmo Vänskä. „Ég hlakka mikið til þess að leika í fyrsta skipti í Hörpu. Ég hef heyrt mikið lof um húsið,“ segir Andsnes. Hann hefur leikið konsertinn mörgum sinnum á síðustu miss- erum og oftast með Mahler Chamber Orc- hestra (MCO) en hann hefur á undanförnum árum flutt og hljóðritað alla píanókonserta Beethovens með sveitinni. Hann stjórnar hljómsveitinni þá jafnan auk þess að vera í hlutverki einleikarans. „Í síðustu viku flutti ég alla fimm píanó- konserta Beethovens í Luzerne, Brüssel og Vín með MCO,“ segir hann. „Það var býsna stíft og við enduðum á því að flytja þann fimmta. Mér finnst hann alltaf jafn und- ursamlegur. Hvers vegna? Þegar ég hef leikið þá alla svona í réttri röð fyllist ég alltaf ákveðinni frelsistilfinningu þegar ég kem að þeim fimmta. Í hinum fyrri er eins og Beethoven sé í sífelldri leit og mætir í henni allskyns vandamálum; í verkum Beethovens finnur maður oft fyrir ákveðnum sigrum undir lok- in. En fimmti píanókonsertinn hefst með miklum hvelli og síðan magnar píanóleik- arinn upp flóðbylgjur, það er eins og honum hafi verið kastað inn á sviðið. Þarna finnst mér ég finna nýtt frelsi hjá tónskáldinu. Eft- ir það er konsertinn ekki jafn mótaður af átökum og fyrri píanókonsertar hans, þetta er guðdómlegri tónlist og frelsistilfinningin sterk. Vitaskuld birtast líka skuggar og spurn- ingum er varpað fram á leiðinni, en það er minna um það en í hinum fyrri. Verkið var samið við erfiðar aðstæður; stjórnvöld í Vín áttu í stríði og það má spyrja sig að því hvort verkið sé um þá at- burði og byggist á von um frið á hinum póli- tíska vettvangi, eða hvort það upphefji frelsi manna á einstaklingsbundnari hátt.“ Andsnes er kominn á flug við að tala um þennan mikilfenglega konsert, sem hefur staðið honum svo nærri síðustu misseri. „Þegar ég velti fyrir mér þróun píanó- konserta Beethovens finnst mér ég líka sjá síaukið frelsi hreinlega birtast í því hvernig hann skrifar konsertana. Þegar hann kom að lokum að þessum var hann orðinn furðu áreynslulaus í skrifunum. Hlustaðu bara á annan þáttinn. Ég get ekki annað en spurt mig hvernig nokkur maður geti samið slíka tónlist! Hún er svo mikilfengleg og mér finnst hún hreinlega vera eins og hluti af náttúrunni, því hver við erum og hvaðan við komum. Það er næstum eins og tónlistin hafi aldrei verið skrifuð nið- ur heldur hafi alltaf verið til sem hluti af al- heiminum. Mér finnst ég geta sagt það um nokkur tónverk og þetta er eitt þeirra.“ Kýs sterka samstarfsmenn Á tónleikunum í Hörpu á fimmtudags- og föstudagskvöld leikur London Philharmonic Orchestra, auk Keisarakonsertsins, Fantasíu um Thomas Tallis eftir Vaughan Williams og Sinfóníu nr. 1 eftir Tsjaíkovkíj. Andsnes hlakka til tónleikanna og segist hafa unnið nokkrum sinnum áður með Vänskä, fyrst í Toronto fyrir um fimmtán árum en svo vill til að þá lék hann sama konsert. „Ég hef líka leikið áður með London Phil., síðast nú í apríl. Ég er spenntur að heyra hvernig Osmo vinnur með sveitinni.“ Andsnes segir að í vinnu sinni með kons- erta Beethovens síðustu ár hafi hann til skiptis leikið þá um leið og hann stjórnar MCO eða komið fram sem einleikari í verk- unum með mörgum öðrum hljómsveitum. „Vissulega er það afar krefjandi að vera bæði að stjórna og vera einleikarinn en það er líka gefandi þegar vel gengur. Á Íslandi verð ég í hlutverki einleikarans og gef mig allan í það, ég einbeiti mér að mínum þætti þótt ég komi líka til með að ræða við stjórnandann um nálgunina og mín- ar hugmyndir. Ég er alltaf spenntur fyrir því að takast á við hugmyndir þeirra sem ég vinn með, ég kýs sterka samstarfsmenn, ekki fólk sem segist bara ætla að elta mig.“ Vonandi verða hvorir tveggja góðir Finnst honum erfitt að takast á við sömu dagskrána tvö kvöld í röð eins og hann gerir hér í Hörpu? „Nei, alls ekki. Mér finnst frábært að fá að leika oftar en einu sinni á sama staðnum. Maður veit aldrei fyrirfram hver munurinn HINN HEIMSKUNNI PÍANÓLEIKARI LEIF OVE ANDSNES LEIKUR Í HÖRPU Mikilfengleg tónlist „MÉR FINNST HANN ALLTAF JAFN UNDURSAMLEGUR,“ SEGIR LEIF OVE ANDSNES UM KEISARAKONSERT BEETHOVENS SEM HANN LEIKUR TVISVAR MEÐ LONDON PHILHARMONIC ORCHESTRA Í HÖRPU Í VIKUNNI. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Í starfi sínu með MCO hefur Leif Ove Andsnes kynnt tónlist fyrir heyrnarlausum börnum. Hér tekst hann á við það í heimabæ sínum Bergen. Morgunblaðið/Einar Falur „Ég hef lengi verið heilluð af fuglum og ekki síst skyldleika fugla og orða, því milli orða og fugla eru einhver dularfull tengsl sem eru handan rökréttrar hugsunar. Fuglar eru ekki ólíkir orðum, dularfullir boðberar, bæði fal- legir og fjölbreyttir og líka hverfulir eins og þau. Hér eina stundina, horfnir þá næstu,“ segir Guðrún Hannesdóttir sem nýverið sendi frá sér ljóðabókina Slitur úr orðabók fugla. Þegar blaðamaður sló á þráðinn til Guðrúnar fyrr í vikunni var fyrsta spurningin eðlilega hvort hann væri að trufla hana. „Nei, þetta er allt í lagi. Ég er bara að gefa fuglunum,“ svaraði Guðrún þá og benti í framhaldinu á að fuglarnir væru mjög svangir og kaldir um þessar mundir enda erfitt tíðarfar. Slitur úr orðabók fugla er fjórða ljóðabók Guðrúnar, en hún hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör árið 2007 og síðar sama ár kom út fyrsta ljóðabók hennar, Fléttur. Í framhaldinu fylgdu Staðir árið 2010 og Teikn árið 2012. „Ég var komin á miðjan aldur þegar ég fór fyrst að skrifa ljóð, en fram að því var ég að safna vísum og semja barnabækur,“ segir Guðrún og bendir á að svo skemmtilega vilji til að fyrsta ljóðið sem hún orti hafi einmitt fjallað um orð og fugla. „Það ljóð orti ég löngu áður en þessi bók hvarflaði að mér,“ segir Guðrún, en ljóðið er birt í fyrsta sinn opinberlega í ramma hér til hliðar. „Upphafið að skrifum mínum má rekja til þess að ég fór að safna gömlum höfund- arlausum vísum sem ég fann fyrst hjá ætt- ingjum en síðan í alls kyns heimildum og söfnum m.a. hjá Árnastofnun. Ég gaf út og myndskreytti þrjár bækur með úrvali af þess- um höfundarlausu vísum,“ segir Guðrún, en fyrsta bókin sem nefndist Gamlar vísur handa nýjum börnum kom út árið 1994. „Þær eru allar ófáanlegar í dag. Í framhaldinu sneri ég mér að því að semja barnabækur sem ég myndskreytti sjálf,“ segir Guðrún og telur að samtals hafi vísna- og barnabækurnar orðið tíu talsins. „Ég mun áreiðanlega ekki skrifa fleiri barnabækur því ég er fallin fyrir ljóð- unum og mun halda mér við þau það sem eft- ir er.“ Guðrún hefur fengið jákvæðar viðtökur lesenda og gagnrýnenda í gegnum tíðina auk ofangreindra verðlauna. Aðspurð segir hún að sér þyki vænt um þessar viðtökur. „Þær hafa verið mér mikilvæg hvatning til áframhald- andi skrifa.“ Uppruni ljóða í galdratilburðum Nýju ljóðabókina sína samdi Guðrún á stutt- um tíma samhliða öðrum skrifum. „Ég var með tvö önnur ljóðahandrit í vinnslu á sama tíma sem ég hef verið með lengi í takinu, en svo small þessi á milli sem tilraun mín til að skrifa þematengda bók um eitt efni. Mér fannst það skemmtileg hugmynd að skrifa bók út frá einu sjónarhorni, en ég tengi færslur bókarinnar fuglum og leitast við að spegla þá frá óvæntum sjónarhornum,“ segir Guðrún og tekur fram að bókin hafi þó orðið tvístraðri en hún hafi upphaflega hugsað sér. „Þetta líkist stíllega öðrum ljóðum sem ég hef gert og er ekki fullkomlega niðurnjörvað. Þetta verður allt mjög svipað fyrri verkum FUGLAR SPEGLAÐIR FRÁ ÓVÆNTUM SJÓNARHORNUM Í NÝRRI LJÓÐABÓK „Syngur hver með sínu nefi“ SLITUR ÚR ORÐABÓK FUGLA NEFNIST FJÓRÐA LJÓÐABÓK GUÐRÚNAR HANNESDÓTTUR SEM NÝVERIÐ KOM ÚT. LJÓÐSKÁLDIÐ SEGIST LENGI HAFA VERIÐ HEILLAÐ AF SKYLDLEIKA FUGLA OG ORÐA. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.