Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Side 17
Martin Regal
Seamus Heaney
í íyrra hlaut Seamus Heaney Nóbelsverðlaun í bókmenntum „fyrir verk sem
búa yfir ljóðrænni fegurð og siðferðilegri dýpt, sem upphefja kraftaverk
hversdagsins og lifandi fortíð".1 Að Heaney skyldi hljóta æðstu viðurkenn-
ingu sem veitt er fyrir bókmenntir kom fáum á óvart. Eitt helsta ljóðskáld
Bandaríkjanna á þessari öld, Robert Lowell, taldi Heaney vera mikilvægasta
skáld írlands síðan W.B.Yeats leið, en þessi tvö skáld eru afar ólík. Yeats var
mótmælandi en Heaney er kaþólskur. Yeats var oftast með höfuðið í skýjun-
um, en Heaney er mjög jarðbundinn. Heaney sjálfur segir að helstu áhrif á
verk hans komi frá William Wordsworth, Gerard Manley Hopkins, Thomas
Hardy, Robert Frost, Ted Hughes, og á síðari árum frá Dante.
Seamus Heaney er fæddur 13. apríl 1939 á bóndabænum Mossbawn í
County Derry, fyrir vestan Belfast. Hann lærði við Queen’s College í Belfast
og lauk þar BA-námi í enskum bókmenntum með ágætiseinkunn árið 1961.
í kjölfar þess tók hann kennsluréttindi sín í Belfast, og gerðist síðan gagn-
fræðaskólakennari. Það var á þessum árum sem Heaney byrjaði að yrkja og
hann birti nokkur ljóð í háskólatímaritum undir dulnefninu„Incertus“
(óákveðinn). Árið 1965 gaf hann út lítið ljóðasafn, sem heitir Eleven Poems,
en sama árið kvæntist hann Marie Devlin. Árið 1966 var Heaney veitt
lektorsstarf við Queen’s College í Belfast. Þá gaf hann út fyrsta raunverulega
bókverk sitt, Death of a Naturalist, hjá Faber & Faber og hlaut þrenn
bókmenntaverðlaun fyrir þá bók. Árið 1970 fór Heaney til Kaliforníu, þar
sem hann kenndi við Berkeley-háskóla í eitt ár — og lýsti dvöl sinni í
Kaliforníu sem einhverskonar geimgöngu (,,space-walk“). Þegar hann sneri
aftur heim, hætti hann hjá Queen’s College í Belfast — og nokkrum árum
síðar fluttist hann til Dyflinnar, þar sem hann býr enn. Frá 1982 hefur hann
verið gistiprófessor við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, en frá 1989 til
1994 var hann einnig prófessor í ljóðlist (Professor of Poetry) við Oxford-
háskóla í Englandi.
Heaney hefur gefið út átta frumortar ljóðabækur, nokkur ritgerðasöfn,
þýðingar og fleira. Allar ljóðabækur hans hafa verið verðlaunaðar og hafa
TMM 1996:1
7