Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Page 17
Martin Regal Seamus Heaney í íyrra hlaut Seamus Heaney Nóbelsverðlaun í bókmenntum „fyrir verk sem búa yfir ljóðrænni fegurð og siðferðilegri dýpt, sem upphefja kraftaverk hversdagsins og lifandi fortíð".1 Að Heaney skyldi hljóta æðstu viðurkenn- ingu sem veitt er fyrir bókmenntir kom fáum á óvart. Eitt helsta ljóðskáld Bandaríkjanna á þessari öld, Robert Lowell, taldi Heaney vera mikilvægasta skáld írlands síðan W.B.Yeats leið, en þessi tvö skáld eru afar ólík. Yeats var mótmælandi en Heaney er kaþólskur. Yeats var oftast með höfuðið í skýjun- um, en Heaney er mjög jarðbundinn. Heaney sjálfur segir að helstu áhrif á verk hans komi frá William Wordsworth, Gerard Manley Hopkins, Thomas Hardy, Robert Frost, Ted Hughes, og á síðari árum frá Dante. Seamus Heaney er fæddur 13. apríl 1939 á bóndabænum Mossbawn í County Derry, fyrir vestan Belfast. Hann lærði við Queen’s College í Belfast og lauk þar BA-námi í enskum bókmenntum með ágætiseinkunn árið 1961. í kjölfar þess tók hann kennsluréttindi sín í Belfast, og gerðist síðan gagn- fræðaskólakennari. Það var á þessum árum sem Heaney byrjaði að yrkja og hann birti nokkur ljóð í háskólatímaritum undir dulnefninu„Incertus“ (óákveðinn). Árið 1965 gaf hann út lítið ljóðasafn, sem heitir Eleven Poems, en sama árið kvæntist hann Marie Devlin. Árið 1966 var Heaney veitt lektorsstarf við Queen’s College í Belfast. Þá gaf hann út fyrsta raunverulega bókverk sitt, Death of a Naturalist, hjá Faber & Faber og hlaut þrenn bókmenntaverðlaun fyrir þá bók. Árið 1970 fór Heaney til Kaliforníu, þar sem hann kenndi við Berkeley-háskóla í eitt ár — og lýsti dvöl sinni í Kaliforníu sem einhverskonar geimgöngu (,,space-walk“). Þegar hann sneri aftur heim, hætti hann hjá Queen’s College í Belfast — og nokkrum árum síðar fluttist hann til Dyflinnar, þar sem hann býr enn. Frá 1982 hefur hann verið gistiprófessor við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, en frá 1989 til 1994 var hann einnig prófessor í ljóðlist (Professor of Poetry) við Oxford- háskóla í Englandi. Heaney hefur gefið út átta frumortar ljóðabækur, nokkur ritgerðasöfn, þýðingar og fleira. Allar ljóðabækur hans hafa verið verðlaunaðar og hafa TMM 1996:1 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.