Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Page 21

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Page 21
„Whatever you say, say nothing“ er eitt af lengstu kvæðum hans og segir mjög margt, bæði um ofbeldið á Norður-írlandi og um stöðu kaþólska minnihlut- ans á landsvæði þar sem menn eru drepnir íyrir að láta skoðanir sínar í ljós, jafnvel fyrir minnstu tilburði í þá átt. Fimmta ljóðabók Fleaneys, Field Work, birtist árið 1979, eða fjórum árum eftir North. Hún er bæði styttri og mun persónulegri en fyrri bækur hans. „Aðalmunurinn á þessari bók og North,“ sagði Heaney, „er fólginn í trausti: ég er að læra að treysta melódíu, að treysta listrænni framsetningu sem staðfestingu. Ég er ekki eins mikið fyrir að kvelja sjálfan mig og ég var. En vandamálið er að ég vantreysti þessu nýja viðhorfi auðvitað líka.“13 Eða, eins og hann skrifaði vini sínum, leikskáldinu Brian Friel: „Ég vildi ekki lengur dyr sem opnast inní myrkrið, heldur dyr inní ljósið“.14 Það má segja að Field Work sé fyrsta tilraun Heaneys til að tala við aðra en sjálfan sig. Bókin er full af draugum, persónulegum samtölum við dána vini, sögum um fólk sem var drepið í Belfast. Eitt ljóðið, „Casualty" stendur sérstaklega upp úr í bókinni, kveðjukvæði til Louis O’Neill, atvinnulauss kaþólsks sjómanns sem var kunningi og kráarvinur Heaneys. O’Neill óhlýðnaðist útgöngubanninu sem IRA setti eftir „Bloody Sunday“ og dó þegar krá mótmælenda var sprengd í loft upp. Svo er annað óvenjulegt við Field Work. Hér finnum við mörg ástarljóð til eiginkonu Heaneys, Marie, full af djúpum tilfínningum. Þessi ljóð reyna þó aldrei að fela þá erfiðleika sem hjónabandið á við að etja. Allstaðar í ljóðlist er hægt að finna ástarljóð, en flest þeirra eru samin af ungu skáldi til ástkonu eða elskhuga, eða þá til hjákonu, ellegar látinnar eiginkonu, en afar sjaldan til lifandi eiginkonu eftir rúmlega tuttugu ára sambúð. Sjötta og stærsta ljóðabók Heaneys heitir Station Island og birist 1984, eða fimm árum eftir Field Work. Um það leyti sem hún var gefin út skrifaði Heaney vini sínum, Finnan O’Toole: „Sumar ljóðlínur eru loðnar eins og ull en aðrar eru eins og nakinn vír. Einusinni var ég heillaður af þessum loðnu, í stíl Keats, en núna langar mig að skrifa nakinn vír“.15 Station Island er skipt í þrennt. Fyrsti hlutinn er um minningar og daglegt líf hans, annar hlutinn (sem ber titilinn „Station Island“) fjallar um allskonar fundi, í draumum eða leiðslu, við framliðna, og þriðji og síðasti hlutinn heitir „Sweeney Redivivus“ og er hugsaður sem einhverskonar umsögn um þýðingu hans á Buile Suibhne, um írskan konung frá áttundu öld sem breytist í fugl.16 En þó að Station Island sé í þrem mismunandi hlutum eða köflum, er auðvelt að sjá hana sem heild. En það er einmitt hér sem Heaney breytir stíl sínum og kemur lesandanum virkilega á óvart. Heaney tekst að gera það sem hann sagði vini sínum O’Toole — að skrifa á lýrískan hátt en næstum því án TMM 1996:1 11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.