Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Qupperneq 23
tiltekið úr Bók VI, þar sem Eneas er að biðja Sybil, seiðkonuna miklu, að
leyfa sér að komast til undirheima að hitta föður sinn einusinni enn. Hún
segir honum að það sé ekki miklum vandkvæðum bundið að komast þangað,
en erfiðara sé að snúa aftur. Hún ráðleggur honum síðan hvernig hann eigi
að fara að því. í næsta kvæði ljóðabókarinnar sem heitir „Ferðin heim“
stígum við inní nútíðina, þar sem Heaney fjallar um hversu erfitt það sé að
snúa aftur eftir ferð um draumheima. Seeing Things er einnig full af
bernskuminningum Heaneys, en þær eru með öðrum hætti en í fyrstu
bókum hans. í stað þess að rifja upp myndrænar minningar með sérstökum
táknum, ber hér á heimspekilegum pælingum í bland með nostalgíu, eins og
hann geti nú séð bæði lengra og dýpra. Titilljóðið „Seeing Things“ er ef til
vill besta dæmið um þessa dýpt og varpar ljósi á það sem sagt var um Heaney
þegar tilkynnt var að hann hlyti Nóbelsverðlaunin: „fyrir verk sem búa yfir
ljóðrænni fegurð og lifandi fortíð“.
Aftanmálsgreinar
1 „For works of lyrical beauty and ethical depth, which exalt everyday miracles and
the living past“.
2 Ungir aðdáendurnir Heaneys hlutu nafnið „Heanyboppers," orðaleikur með
heitið „teenyboppers.“
3 Neil Concoran. 1986. A Student’s Guide to Seamus Heaney. bls. 63.
4 Sjá ritgerð Heaneys „The Sense of Place“ í safninu Preoccupations, Faber & Faber,
1980.
5 Þýdd sem „Stungur“ af Karli Guðmundssyni (Penninn hvassi, 1995).
6 „The Easter Rising“ sem átti sér stað árið 1916.
7 í breska tímaritinu The Listener. 7. des. 1972.
8 „Like a piece of ice on a hot stove, the poem must ride on its own melting“.
9 Fyrsta fórnarlambið sem drepið hafði verið á þennan hátt fannst 50 km sunnan
við Belfast árið 1781, en Heaney hefur alltaf séð margt sameiginlegt með Irlandi
og Danmörku til forna.
10 „before they punished you/ you were flaxen-haired, undernourished, and your
tar-black face was beautiful... I almost love you“.
11 „I am the artful voyeur of your brain’s exposed and darkened combs“.
12 „I who have stood dumb/ when your betraying sisters,/ cauled in tar,/ wept by
the railings,/ who would connive/ in civilised outrage/ yet understand the exact/
and tribal, intimate revenge".
13 Viðtal við Frank Kinahan. 1982. Critical Inquiry 8:3, bls. 405-414.
14 Sjá Concoran, bls. 128. Hér er Heaney að vísa í titilinn á bók sinni, Door into the
Dark.
15 Sjá ,A Pilgrim’s Progress“ í Irish Tribune, 30. sept. 1984, bls. 2 og 6. „There are
TMM 1996:1
13