Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Side 40

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Side 40
mér að kenna að ég skyldi fá kassettutækið. Þau hefðu vel getað sagt mér að vera inni í dag. Og ég átti líka að vera það fyrst ég fór ekki í skólann. Bara þegar presturinn kom spurðu þau hvort ég vildi ekki skreppa með Bíbí út að labba. Fór ég þá kannski út til þess að fá kassettutækið? Þegar þau spurðu mig? Svo er líka satt að við töluðum mest við einn mann. Það sagði ég þeim að við hefðum gert. Ekkert vissi ég hvað var hægt að gera og þá verður maður að finna upp á einhverju. Á ég að öskra svo þau heyri það einu sinni enn? Ég sagði þeim allt. Nema kannski að við hefðum boðið honum rúsínur. Þá hefðu þau kannski farið að spyrja hvar ég hefði fengið þær. Ég sagði þeim bara að við hefðum verið að spjalla og horfa á hann skipta um dekk. Eða hann var ekki að skipta um dekk. Hann var að taka burt vetrarnaglana. Já. Með naglbít. Og við vorum að horfa á það. Heil-lengi. Þetta tók líka langan tíma afþví hann passaði sig svo mikið að verða ekki skítugur. En við vorum ekkert fyrir og Bíbí minntist aldrei á pabba. Hún var bara að éta rúsínurnar. Alveg á kafi í rúsínupakkanum. Þá er heldur ekki von að hún hafi munað eftir manninum. Við vorum samt að horfa á hann. Honum fannst þetta frekar leiðinlegt. Hann var alltaf að taka af sér hanskana svo hann gæti lagað bindið og athugað hvað klukkan væri. Og þá fór hann að tala við okkur afþví við vorum þarna ennþá. Já þetta verðið þið líka að kunna, sagði hann alltaf. Svo spurði hann hvort við mættum háma í okkur rúsínur svona rétt fyrir matinn. Það var allt í lagi. Hann var að vera fyndinn. Ég bauð honum bara að fá sér líka. Hann vildi það samt ekki. Þú tímir ekki að fá þér ný dekk, sagði ég. Þá fór hann að hlæja. Þarna komstu með það; ætli það sé ekki bara nískan sem er allt að drepa. Hann hélt ég meinti nískur að fá sér ekki ný dekk. En ég var ekki að meina það. Ég meinti bara hvort hann vildi það ekki. Þegar ég sagði það byrjaði hann að stríða mér. Helst vildi maður stökkva um borð í einkaþotuna og fljúga til Bermúda, sagði hann. Og þið ættuð að verða flugfreyjur hjá mér, þið gætuð að minnsta kosti boðiðmannirúsínuráleiðinni. Hannsagði það. Ég lét hann bara ekkert stríða mér. Stelpur geta nú verið flug- menn, sagði ég. Og það viðurkenndi hann líka. Hann var ágætur. Og við vorum að tala svona saman. Heil-lengi. Eiginlega þangað til allir fóru að koma úr skólanum. Og ég þarf nú ekki að segja hvað gerðist þá. Það eru aðrir búnir að blaðra því í mömmu sína svo hún geti hringt útum allan bæ til að tala um einhvern misskilning sem er enginn 30 TMM 1996:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.